Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 71
69
1. tafla. Upplýsingar um beitamýtingu á afréttum á miðhálendinu 1999 (Bjöm
H. Barkarson 2002).
Fjöldi afrétta þar sem
svör fengust um nýtingu
gekk árið 1999
(Bjöm H. Barkarson
2002). Einnig kemur
til kostnaður vegna
girðinga, gangna-
mannaskála, vega og
réttarbygginga, sem
og kostnaður ein-
stakra bænda við að
koma fé sínu á affétt.
Sá kostnaður sem
fellur til vegna fjall-
skila er í fæstum
tilvikum eingöngu
greiddur af þeim sem
nýta viðkomandi af-
rétt (Bjöm H. Barkar-
son 2002), enda er
heimild í 42. gr. laga
um afréttamálefni,
fjallskil o.fl. um að
heimilt sé að leggja
hluta fjallskilakostn-
aðar á landverð jarða að lfádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda. Meginreglan skv. lög-
unum virðist þó vera sú að fjallskilum í afréttum skuli jafnað niður á fjallskilaskylda aðila í
hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings. Ekki er óalgengt að í fjallskilasamþykktum fyrir
einstakar sýslur sé kveðið á um að allt að þriðjungur heildarupphæðar fjallskila sé jafiiað
niður eftir landverði. Hér vaknar óneitanlega spuming um réttmæti þess að þeir sem nýta ekki
beitarrétt sinn standi eftir sem áður undir svo stórum hluta þess kostnaðar sem hlýst af
nýtingu. Þetta er ekki síst áhugaverð spuming í ljósi einnar af grundvallarreglum umhverfis-
réttarins, nytjagreiðslureglunnar. Nytjagreiðslureglan byggist á því að þeir sem nýta náttúm-
auðlindir sér til ávinnings eða ánægju greiði þann kosmað sem til fellur við vemdun og við-
hald þessara auðlinda (Umhverfisráðuneytið 1997). Þau rök hafa verið notuð að fjárbændum
hafi fækkað og ekki þyki rétt að láta þá fáu sem eftir em standa eina undir fjallskilum (Davíð
Pálsson 1989). Þetta er þó grundvallarspuming sem vafalítið á eftir að leita á sveitarstjómir,
sem fara með stjómun nýtingarinnar, hvort og þá hversu mikið skuli skattleggja aðra en þá
sem nýta auðlindina til að viðhalda nýtingunni. Þessi spuming hlýtur að verða áleitnari í ljósi
þess að sífellt færri stunda sauðfjárbúskap og fleiri landeigendur nýta sér ekki beitarréttinn.
Sökum kostnaðar við smölun og minni mannafla í sveitum gæti beit verið sjálfhætt á afréttum
víða um land (Ingibjörg Sveinsdóttir 1998, Umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun 1999).
Á hitt ber að líta að á meðan stærstur hluti landsins er nýttur til búfjárbeitar er
óhjákvæmilegt að til falli kostnaður vegna vörslu stórra samfelldra svæða, hvort sem þau em
nýtt til beitar eða ekki. Hveijum ber að standa undir þeim kostnaði er áhugaverð spuming í
ljósi þess að ríkið slái eign sinni á stóran hluta miðhálendisins.
Stærð lands (km2) 24060 34
Fjöidi sauðfjár 70207 25
Fjöldi hrossa 1310 6
Fjöldi nýtingaraðila 282 18
Meðallengd beitartíma sauðfjár í dögum 73 29
- algengasta upphaf beitartíma Um 1. júlí
- algengustu lok beitartíma Um 14. sept.
Meðallengd beitartíma hrossa í dögum 60 8
- algengasta upphaf beitartíma Um 14. júlí
- algengasti endir beitartíma Um 14. sept.
Meðalbeitarþungi (aergildi/ha) 0,11 25
Meðalbeitarþungi (ærgildi/ha algróið land) 0,42 25
Þörf á aukinni gróðurvemd? 32
- Já 28%
- Óvíst 19%
- Nei 53%
Sjálfbær nýting? 31
- Já 65%
- Óvíst 35%
-Nei 0%
Fjallskil, upphæð alls kr 25 130 044 25
- Fjallskil, kr/ærgildi 373
FJÖLDI BÚFJÁR OG BEITARÞUNGIÁ AFRÉTTUM
Samkvæmt rannsókn á beitamýtingu afrétta á miðhálendinu gengu alls um 70 þúsund ær og