Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 72
70
rúmlega 1300 hross á 25 afréttum á miðhálendinu sumarið 1999 (Bjöm H. Barkarson 2002).
Frá 1977 hefur sauðfé á þessum sömu afréttum fækkað um 49%, en hrossum um 43%.
Hrossabeitin var bundin við sex affétti.
Beitarþungi á 25 afféttum á miðhálendinu var að meðaltali 0,11 ærgildi/ha, en 0,42 ær-
gildi/ha þegar miðað var við algróið land, reiknað út frá útbreiðslu gróðurs (1. tafla). Þetta
samsvarar því að 9,1 ha lands og 2,4 ha algróins lands séu að meðaltali til afhota fyrir hvert
ærgildi sem gengur á afréttunum. Mestur beitarþungi var á affétti Hrútfirðinga, sem er best
gróni afréttur landsins, eða 0,31 ærgildi/ha. Næst var Þverárrétt, afféttur Borgarbyggðar og
Hvítársíðinga, en þar var beitarþunginn 0,21 ærgildi/ha. Rýmst var um búféð á Laugardals-
affétti og á Holtamannaafrétti, eða innan við 0,01 ærgildi/ha.
Miðað við algróið land var langmestur beitarþungi á Flóa- og Skeiðamannaaffétti, 2,56
ærgildi/ha, á affétti Fljótshlíðinga 0,93 ærgildi/ha og á Álffaversaffétti 0,90 ærgildi/ha.
Minnstur beitarþungi miðað við algróið beitiland er á Laugardalsafrétti og á Eyvindarstaða-
heiði, 0,06 og 0,11 ærgildi/ha.
Beitarþungi segir eingöngu til um meðalfjölda búfjár sem gengur á tiltekinni einingu
lands. Hann segir ekkert um dreifingu fjárins eða beitartíma. Þess vegna getur verið mikill
beitaþungi á hluta beitarsvæðis, á meðan lítill beitarþungi er á öðrum hluta þess. Þetta er vel
þekkt nærri afféttagirðingum, þar sem off skapast mikill beitarþungi þegar líða tekur á sumar.
Því þarf að taka tölum um beitarþunga á afféttum með mikilli varúð.
Rannsóknir hér á landi sýna mikil áhrif beitarþunga á afurðir (Andrés Amalds 1985) og
að mest eru áhrif beitarþunga á uppskerulitlu landi, sem ofl er viðkvæmt fyrir beit (Ólafur
Guðmundsson 1989). Þetta á ekki síst við um affétti á hálendi landsins. Borgþór Magnússon
og Sigurður H. Magnússon (1992) fundu í rannsókn á Auðkúluheiði að þar virtist hver tví-
lemba þurfa um 10 ha til beitar að sumrinu til að skila viðunandi afurðum. Með hliðsjón af
þeim niðurstöðum virðist beitarþungi vera nokkuð mikill á sumum afféttum á miðhálendinu,
sem bendir til þess að auka mætti afurðir með þvi að minnka beitarþungann enn ffekar. Þetta
er athyglisvert í ljósi þeirrar miklu fækkunar sem hefur átt sér stað ffá 1977 (Bjöm H. Barkar-
son 2002). Ekki liggja fyrir upplýsingar til að meta afurðir eftir afféttum, en rannsóknir á því
gætu leitt í ljós mismiklar afurðir eftir það búfé sem á þeim gengur.
SAMANBURÐUR Á ÁSTANDSFLOKKUM
Landgræðsla rikisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafa mótað afstöðu til beitar-
nýtingar á afréttum að teknu tilliti til ástands jarðvegs (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Við mat á
ástandi hafa afréttir verið flokkaðir í fjóra ástandsflokka, A, B, C og D. í ástandsflokkum A
og B er ástand jarðvegs gott eða viðunandi og engra eða lítilla aðgerða þörf vegna beitar-
nýtingar. í ástandsflokkum C og D er ástand jarðvegs lélegt eða slæmt og úrbóta talin þörf
vegna beitamýtingar. í þessari umfjöllun er ástandsflokkunum slegið saman í tvo flokka, A+B
og C+D, sem hér eftir eru kallaðir betri og lakari ástandsflokkar. í betri ástandsflokknum eru
átta afréttir, en 17 í þeim lakari.
Við samanburð á milli ástandsflokkanna tveggja kom í ljós að meðalstærð afrétta í betri
ástandsflokknum er 467 km2, en 834 km2 í þeim lakari (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Meðalstærð
algróins lands á afréttum í betri ástandsflokknum er 200 km2, en 74 km2 í þeim lakari. Á
hveijum afrétti í betri ástandsflokknum vom að meðaltali 5174 ærgildi, en 1946 ærgildi á af-
réttum í lakari ástandsflokknum sumarið 1999 (Bjöm H. Barkarson 2002). Á afréttum í betri
ástandsflokknum gengu 54% sauðfjárins, en 46% á afréttum í þeim lakari. Stærstur hluti hrossa
(82%) gekk á afféttum í betri ástandsflokknum. Að meðaltali vom 24 aðilar sem nýttu hvem af-
rétt í betri ástandsflokknum, en 13 í lakari flokknum árið 1999 (Bjöm H. Barkarson 2002).