Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 76
74
RRÐUNRUTflfUNDUR 2003
Biskupstungnaafréttur - Eignarbald, nýting, uppgræðsla
Þorfinnur Þórarinsson
Spóastöðum, Biskupstungum
EIGNARHALD
I þessu erindi er afféttur Biskupstungnamanna í Amessýslu til umfjöllunar, einfaldlega af því
að þar þekki ég best til. Eignarhald á honum er óvenju margbrotið eins og það er í dag, hvað
sem síðar verður. Eignarhaldi má skipta í 5 hluta:
• Hólaland. Með Tungufljóti og Ásbrandsá, ffá mörkum við Kjóastaði og Brú að
Sandá. Bújörð í einkaeign til 1958, er Biskupstungnahreppur kaupir hana og leggur
undir affétt
• Tunguheiði. Milli Hvítár og markalínu við Hóla, frá mörkum við Brattholt að Sandá.
Eign Bræðratungukirkju, staðfest með dómi héraðsdóms Ámessýslu 1980.
• Framafféttur. Milli Hvítár og Langjökuls, frá Sandá að Hvítárvatni. Afréttur Bisk-
upstungnamanna, án þess að heimildir séu um eignarhald, en í Jarðabókinni frá 1709
er greint ffá því að Bræðratungu- og Haukadalskirkja eigi þar „skóg“.
• Fyrir innan Hvítá. Milli Jökulfalls og Langjökuls, frá Hvítá og Hvítárvatni að vatna-
skilum á Kili. Frá Hvítá að vatnaskilum á Kili var eign fjögurra kirkna í Biskups-
tungum samkvæmt Vilkinsmáldaga ffá 1397, Gíslmáldaga ffá 1575 og Jarðabók
Ama Magnússonar og Páls Vídalín ffá 1709. Biskupstungnahreppur kaupir sam-
kvæmt afsali dagsett 25. apríl 1851.
• Úthlíðarland og fleiri Hlíðaijarðir em í einkaeigu og em víðáttumikil beitilönd fyrir
hluta sveitarinnar.
Krafa Þjóðlendunefridar er að öll fyrrtöld svæði verði að þjóðlendu að undanskildum
heimalöndum Hlíðabæja, sem er um 1/3 hluti jarðanna.
Úrskurður óbyggðanefndar þann 21. mars 2002 var á þann veg að afféttur innan Hvítár
og Framafféttur yrðu þjóðlenda, en eignarhald að öðm leyti sama og áður.
Þessari niðurstöðu hafa báðir aðilar áffýjað til Héraðsdóms Ámessýslu, Bláskógabyggð
fyrir hönd Biskupstungna, vegna þinglýsts kaupsamnings um afréttinn fyrir innan Hvítá, og
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Næstu skrefm em þau að málinu verði vísað til Hæsta-
réttar, þar sem ólíklegt má teljast að báðir kröfuhafar sættist á úrskurð héraðsdóms.
Álit sumra er að málinu verði skotið aftur til héraðsdóms í kjölfar nýrra upplýsinga er
snúa að eignarhaldi. Að lokum til Hæstaréttar í annað sinn, sem verður endanlegur dómur,
nema því verði vísað til mannréttindadómstólsins.
NÝTING
Afréttur innan vió Hvítá
Ekki em til miklar heimildir um nýtingu afféttar innan við Hvítá fyrr á öldum. í Jarðabók ffá
1709 segir „hefur ei verið brúkaður í manna minni“. Það er ekki fyrr en eftir 1880 sem farið
er að reka fé inn fyrir Hvítá. Þá fyrst fráfæmlömb og geldfé og það stóð nær óbreytt til um
1930. Upp ffá því fjölgaði fénu og ffáfæmr vom aflagðar. Deilur urðu milli Biskupstungna-
manna og Húnvetninga um afféttinn, en samkomulag náðist um það árið 1853. Hvítá var