Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 77
75
mikill farartálmi og var oft slarksamt að koma fé og hestum þar yfir. Torveldaði það not á af-
réttinum, eða þar til gamla brúin á Soginu var flutt á Hvítá árið 1935.
Nautgripir og hross voru oft rekin inn fyrir Hvítá fyrr á öldum og hross allt til ársins
1980, en voru þó síðustu árin höfð í sér girðingu í votlendinu í Hvítámesi, til að koma í veg
fyrir að þau kæmust í uppgræðslulandið við Sandá.
Framafréttur og Tunguheiði
Þessir hlutar afréttarins hafa ætíð verið notaðir fyrir sauðfjárbeit, enda fyrr á öldum vel gróið
land sem lá að heimalöndum efstu bæja. Fyrir rúmum 100 árum var mikill uppblástur á þessu
svæði og var oft moldarmökkur yfir sveitinni þegar blés að norðan í þurrkatíð.
Úthlíðartorfan (jarðimar Úthlíð, Stekkholt og Hrauntún) er feiknastór, allt að 15.000 ha,
og nær inn að Hagavatni við Langjökul. Land þess er nýtt sem beitiland fyrir Hlíðarbæi, sem
em bæir á vesturmörkum Biskupstungna, enda hafa þeir ekki rétt til að reka á afréttinn, þar
sem þetta er sér vamarhólf vegna
riðuveiki.
Fjárfjöldi í Biskupstungum
var mestur eftir 1930 og síðan
aftur eftir 1970, mest 14.000
vetrarfóðraðar kindur (1. mynd).
Að jafhaði fór 1/3 fjárins inn á af-
rétt, eða um 5000 fjár með
lömbum þegar mest var. Haustið
2002 vom 4000 vetrarfóðraðar
kindur í sveitinni, þar af fóm um
1300 á afrétt.
UPPGRÆÐSLA - VERNDUN
Þegar íjárfjöldirm var mestur á afréttinum um og upp úr 1970 sáu menn að landið þoldi ekki
þessa beit, sérstaklega þegar sprettuleysisár komu. Stöðug landeyðing var á sumum svæðum.
Eftir Heklugosið 1970 var afrétturinn illa farinn af öskufalli, upp úr þessu var farið í þijár að-
gerðir til að bæta ástandið:
• Stytta beitartima sauðfjár.
• Girða hrossin af í sér girðingu, sem var í Hvítámesi. Áður gengu þau laus um allan
afréttinn.
• Árið 1972 var komið á samstarfi milli Landgræðslu ríkisins, hreppsfélagsins og
sauðfjárbænda um að græða upp örfoka land norðan við Sandá á Framafrétti. Þetta
samstarf hefur haldist óslitið síðan. Fyrstu árin var áburðinum dreift með flugvél, en
nú í seinni tið hafa bændur úr Tungunum borið á með dráttarvélum. Fyrstu árin var
dreift 100 tonnum af áburði, síðan minnkað niðm- í 80 tonn. Nú síðustu árin hafa
þetta verið 24 tonn, þar sem nú er verið að græða upp á fleiri stöðum. Nú er þama
300-500 ha nær algrónir, þar sem áður vom gróðurlausir melar.
Árið 1967 samdi hreppsnefndin við Landgræðsluna um uppgræðslu við Hvítárvatn, sem
Landgræðslan afhenti Lionsklúbbnum Baldri og Lionsklúbbnum Frey til uppgræðslu. Þar var
girt af um 570 ha, sem nú er búið að ná miklum framförum.
Landgræðslufélag Biskupstungna var stofhað 1994 og hefur frá upphafi starfað í nánu
samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Verkefiiin hafa verið á ýmsum stöðum á afréttinum, en
stærsta verkefnið er friðun og uppgræðsla á Tunguheiði, sem er um 2400 ha að stærð. Þá
Fjöldi Ijir
14000
12000
10000
8000
6000
4000
2000
11 ■ 11
0)<0<£>í*5ir>CsiTj- in Ol 1*3 O) N
0'*-cMcoTru5h-r^cooo)0
^-0)0)0)0)00)0)0)0)0)0
1. mynd. Fjárfjöldi í Biskupstungum.