Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 81
79
RflÐUNRUTRFUNDUR 2003
Landbúnaður: LífsstíU eða Iífsviðurværi
Hjördís Sigursteinsdóttir
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
YFIRLIT
í þessari samantekt er fjallað um einstaka þætti varðandi félagslega stöðu fólks í dreifbýli. Einkum er fjallað um
búsetuskilyrði, atvinnuskilyrði, menntamál, heilbrigðismál og samgöngur. Reynt er að draga upp mynd af
kjörum fólks í dreifbýli og metið hvað liggur á bak við val á búsem í hinum dreifðu byggðum landsins. Er það
ákveðinn lífstíll að smnda landbúnaðarstarfsemi eða ráða afkomusjónarmið því vali?
Jafhframt er sagt frá könnun sem gerð var meðal kvenna í dreifbýli á Norðurlandi vestra haustið 1998, en
markmið þeirrar könnunar var að leiða í ljós stöðu kvenna í dreifbýli á svæðinu og hvaða úrræði gætu komið sér
best fyrir þær gagnvart félags- og atvinnulegri stöðu þeirra.
INNGANGUR
Þéttbýlismyndun og byggðaröskun eru megineinkenni 20. aldar um víða veröld og hefur ís-
land svo sannarlega ekki farið varhluta af því. ísland er eitt stijálbýlasta land Evrópu með að-
eins þijá íbúa á ferkílómetra. Flestir íbúar landsins búa á tiltölulega afmörkuðu svæði og fyrir
vikið er hlutfall þéttbýlisbúa með því hæsta í álfunni, eða tæplega 94%. Aðeins 10 þéttbýlis-
staðir eru með 2000 íbúa eða fleiri og býr rúm 62% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu,
sem er hæsta hlutfallið meðal Norðurlandanna. Þessi mikla búseturöskun hefur löngum verið
áhyggjuefni stjómvalda og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að snúa þessari þróun
við með litlum sem engum árangri.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar, þar sem einblínt hefur verið á að greina orsakir bú-
ferlaflutninga með tilliti til efiiahagslegrar þátta, en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á t.d.
samfélagsgerð í hinum dreifðu byggðum landsins eða úttekt á félagslegri stöðu fólks í dreif-
býli.
FÉLAGSLEG STAÐA FÓLKS í DREIFBÝLI
Þessar miklu búseturaskanir sem hafa átt sér stað á undanfómum áratugum hafa haft mikil
áhrif á samfélagsgerðir landsins og skapað ýmis vandamál, ekki síst á þeim stöðum sem
fólksstraumurinn liggur til. Þær byggðir sem taka við fólksstraumnum þurfa að þenja sig út á
ógnarhraða, því eftirspum eftir þjónustu frá sveitarfélaginu eykst stanslaust. Vandamálið er
hins vegar alveg öfugt á þeim stöðum þar sem fólksfækkun verður, en eftirspum eftir
þjónustu sveitarfélagsins minnkar og tekjur þess einnig með minni fólksfjölda. Mörg smærri
sveitarfélög standa frammi fyrir því að hafa ekki bolmagn til þess að veita sama þjónustustig
og er í stærri sveitarfélögum og verða því undir í samkeppninni um fólk. Sum þeirra hafa
farið út í sameiningar af fijálsum vilja og öðrum verið skylt að sameinast sökum fólksfæðar.
Eitt af markmiðum sveitarfélaga með sameiningu er að tryggja að þjónustan standi styrkari
fótum og hefur það bætt búsetuskilyrði íbúanna og átt sinn þátt í þvi að styrkja byggðina.
Þau sveitarfélög á íslandi sem hafa landbúnað sem aðalatvinnustarfsemi em flest tiltölu-
lega lítil, þó fmna megi stærri sveitarfélög. Nokkrar sameiningar hafa átt sér stað þar sem land-
búnaðarsveitarfélög sameinast og einnig sameiningar þar sem landbúnaðarsveitarfélag sam-
einast þéttbýlisstað. Það breytir þó ekki þeirri stöðu að landbúnaðarsveitarfélög á íslandi em
ver í stakk búin til þess að veita íbúum sínum þá þjónustu sem nútimasamfélag gerir kröfu um.