Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 84
82
byggðina. Engin einhlýt skýring er á þessum mim, en bent hefur verið á kennaraskort, at-
gervisflótta af landsbyggðinni o.fl. Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á fylgni milli menntunar
foreldra og skólagöngu bama. Því má leiða rök að því að einhæfni menningar- og atvinnulífs
dragi úr námshvatningu nemenda. Þó samræmd próf séu ekki endilega mælikvarði á gæði
skóla er árangur landsbyggðamemenda ekki til framdráttar fyrir búsetuval fólks.
Hvað ffamhaldsskólann varðar þá em fjölbreyttustu námsframboðin í Reykjavík og þar
em öflugustu sérskólamir. I heild má segja að þokkalega fjölbreytt námsframboð sé aðeins til
staðar á Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, og S-Þingeyjarsýslu, Egils-
stöðum, Neskaupsstað, Selfossi, Vestmannaeyjum og Keflavík, auk höfuðborgarsvæðisins.
Það er því um langan veg að fara fyrir marga nemendur í hinum dreifðu byggðum landsins ef
þeir vilja nýta sér þau námstilboð sem framhaldsskólinn hefiir upp á að bjóða.
Heilbrigðismál
Uppbygging heilbrigðisþjónustu hér á landi er nákvæmlega skilgreind í lögum um heil-
brigðisþjónustu nr. 56/1973. Þar er staðsetning og stærð heilsugæslustöðva ákveðin, verk-
efnum lýst og landffæðileg þjónustusvæði dregin upp. Þó hefur töluverðrar kreppu gætt í
heilsugæslunni á landsbyggðinni, sökum þess hve erfitt er að ráða lækna þar til starfa. Ekki
hefur tekist að skapa starfinu þann virðingarsess, sem því ber, og á meðan sækjast ungir
læknar ekki eftir að velja sér heimilislækningar sem sérgrein og að hefja störf á landsbyggð-
inni. Þetta skapar ákveðin vandamál fyrir dreifbýlið, því góð þjónusta á sviði heilbrigðismála
er eitt af lykilatriðum fyrir búsetu fjölskyldufólks í hinum dreifðu byggðum landsins.
Sjúkraflugið gegnir því þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni,
þó það sé í raun tiltölulega sjaldan notað. Það sem ógnar helst sjúkrafluginu nú er að á undan-
fomum árum hafa reglulegar flugsamgöngur við smærri þéttbýlisstaði verið aflagt. Líklegt er
að það hafi þau áhrif að viðhaldi flugvalla hrakar og að þeim verði síður haldið opnum snjó-
þyngstu mánuði ársins. Einnig er það landsbyggðinni í óhag að báðar björgunarþyrlur lands-
manna em staðsettar á Reykjavíkurflugvelli. Það kæmi sér betur fyrir dreifbýlið að staðsetja
a.m.k aðra björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, sem sæi þá um þjónustu frá ísa-
firði og að Homafirði.
Samgöngur
Grundvallaforsendur fyrir traustu atvinnulífi og búsetu em góðar samgöngur á láði, í legi og í
lofti. Samgöngur em þýðingarmikill þáttur til þess að tryggja eðlilega byggðaþróun á landinu
öllu. Samgöngubætur kalla á umtalsverðar fjárfestingar í nýbyggingum, endurbótum og við-
hald á vegum, jarðgöngum, höfnum og flugvöllum. Sá misskilningur hefiir verið ríkjandi að
umbætur á samgöngum sé stuðningur við dreifbýlisbúa. Samgöngubætur skila sér í bættu
félagslegu umhverfi þjóðarinnar allrar, því markmið með samgöngubótum hlýtur að vera að
þær bæti stöðu atvinnurekstrar og búsetu óháð landssvæðum.
Hingað til hefur ríkið staðið eitt að ffamkvæmdum á sviði samgangna, ef Hvalfjarðar-
göngin em undanskilin. Til höfuðborgarsvæðisins fer um þriðjungur af því fjármagni sem
veitt er til vegamála. Innan við helmingur stofh- og tengivega em með bundnu slitlagi og
margir þéttbýlisstaðir með 200 ibúa eða fleiri eiga um malarvegi að fara inn á hringveg.
Langflestir svokallaðir sveitavegir em malarvegir og ástand þeirra er misgott sem og viðhald.
Enn vantar töluvert upp á að skipulagður snjómokstur sé á sveitavegum, þó flestir aðalvegir
landsins fái daglega vetrarþjónustu.
Þróun síðustu ára hefur verið sú að áætlanaflug hefur lagst af á nær öllum minni flug-
völlum landsins og aðeins er haldið uppi reglulegum flugsamgöngum til átta áfangastaða
hérlendis.