Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 91
89
RAÐUNflUTfifUNDUR 2003
Stuðningur Framleiðnisjóðs við nýsköpun í landbúnaði
Bjami Guðmundsson og Jón G. Guðbjömsson
Framleiðnisjóði landbúnaóarins
Framleiðnisjóður landbúnaðarins starfar samkvæmt lögum nr. 89/1966 með síðari breyt-
ingum, en þar segir að hlutverk sjóðsins sé að „veiía styrki og lán til framleiðniaukningar og
hagrœðingar í landbúnaði og atvinnurekstrar á bújörðum ... “ Landbúnaðarráðherra skipar
sjóðnum fimm manna stjóm til ijögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Skulu tveir menn til-
nefndir af landbúnaðarráðherra, tveir af Bændasamtökum Islands og einn af ráðherra byggða-
mála, nú iðnaðarráðherra.
Tekjur Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru einkum tverms konar: starfsfé, sem ríkis-
sjóður veitir, sbr. 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, og tekjur af kjarnfóðurtollum, skv. 33. gr.
laga nr. 99/1993. Stjóm sjóðsins tekur ákvarðanir um veitingu styrkja og lána úr sjóðnum á
grundvelli umsókna er honum berast, en þarf að leita samþykkis landbúnaðarráðherra fyrir
ráðstöfún tekna af kjamfóðurtollum. Þá fer stjóm Framleiðnisjóðs einnig með málefni Garð-
ávaxtasjóðs samkvæmt sérstakri reglugerð er um hann gildir. í upphafí hvers árs setur stjóm
Framleiðnisjóðs sér starfsstefiiu. Fyrir árið 2002 var hún þessi:
• Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður með styrkjum og lánum verkefhi til nýsköp-
unar og framleiðniaukningar í landbúnaði og við aðra eflingu atvinnu í dreifbýli...
• Framleiðnisjóður leggur áherslu á að fjármagn sjóðsins verði til viðbótar framlögum
frá ábyrgðaraðilum verkefnanna, bæði eigin fjár og því sem þeir kunna að afla frá
öðmm.
• Framleiðnisjóður leggur á árinu 2002 áherslu á viðfangsefni sem hafi þessi markmið;
• að auka framleiðni búgreina með rannsókna- og þróunarverkefnum,
• að styrkja tekjumöguleika á einstökum búum með nýsköpun í búrekstri,
• að efla kunnáttu og fæmi í búrekstri,
• að efla og styrkja markaði fyrir búvömr og þjónustu búanna,
• að styðja hagræðingu í úrvinnslu búsafúrða og efla atvinnufyrirtæki í dreifbýli.
Ár hvert birtir Framleiðnisjóður ársskýrslu sína ásamt ársreikningum; þetta, svo og fleiri
upplýsingar um störf sjóðsins, má finna á heimasíðu hans (www.fl.is). í erindinu veróur gerð
nánari grein fyrir hlutverki og starfi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, og sagt frá staðningi
hans við ýmis nýsköpunarverkefhi á sviði landbúnaðar síðustu árin.