Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 93
91
RRÐUNRUTflfUNDUR 2003
Ný matvælalöggjöf í Evrópu
Halldór Runólfsson
Embœtti yfirdýralœknis
INNGANGUR
Á undanfömum ámm hefur verið í smíðum hjá Evrópusambandinu (ESB) ný matvælalöggjöf.
Ýmsar forsendur hafa legið að baki þessarar vinnu, s.s. vandamál vegna kúariðu og díoxín-
mengunar, en ekki síður að í gangi var í aðildarlöndunum mismunandi löggjöf og skilningur
manna á hvað væri matvæli. Einnig hefiir verið í farvatninu innganga landa í Austur-Evrópu í
ESB, sem flest em miklar matvælaframleiðsluþjóðir, en með að mörgu leyti ólíkan laga- og
reglugerðarramma um matvæli. Samræmd matvælalöggjöf fyrir allt og útvíkkað ESB var því
mikil nauðsyn.
Fyrir um það bil fjómm ámm sendi ESB frá sér svokallaða Græna bók um drög að fram-
tíðar matvælalöggjöf sambandsins. íslandi var meðal annarra þjóða boðið að senda imisögn
um hana og annaðist Matvælaráð það, sem er samstarfsvettvangur þeirra þriggja ríkisstofnana
sem §alla um matvæli hér á landi, þ.e. Fiskistofa, Hollustuvemd og Embætti yfírdýralæknis.
Hvítbókin kom svo fram u.þ.b. tveimur árum síðar, þar sem tillit hafði verið tekið til umsagn-
anna. Að lokum gaf svo ESB út „Reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá
28. janúar 2002 um almennar meginreglur og kröfúr samkvæmt lögum um matvæli, um
stofiiun Matvælaöryggisstofiiunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla."
Þrátt fyrir að gildistaka i heild hafi verið við birtingu þá er ýmsum ákvæðum hennar
ætlað að taka gildi mun síðar. Þannig eiga almennar meginreglur laga um matvæli skv. 5.-10.
grein ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2007. Ákvæði um innflutning og útflutning skv. 13.
og 14. grein ekki fyrr en 1. janúar 2005 og sama gildir um ákvæði um almennar kröfúr í mat-
vælalögum skv. 14.-20. greinum.
í umsögnum sínum hefur ísland lagt áherslu á að fá, ásamt öðrum EFTA ríkjum, aðgang
að Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA), með sama hætti og aðgengi er að Evrópsku lyfja-
málastofiiuninni (EMEA) í London. Það mál er nú til umræðu í Brussel.
HELSTI TILGANGUR REGLUGERÐARINNAR
Meginmarkmið með setningu reglugerðarinnar er neytendavemd. Henni er ætlað að tryggja
fijálst flæði ömggra matvæla og fóðurs innan ESB, með því að vera heildarlöggjöf um mat-
væli, heilbrigði dýra, heilbrigði plantna og fóðurs. Beita á aðferðum áhættugreiningar, sem
byggist á bestu fáanlegum vísindum, þar sem unnið verður á sjálfstæðan og gegnsæjan hátt og
neytendum tryggður aðgangur að upplýsingum um öryggi matvælanna.
HELSTU ÁKVÆÐIREGLUGERÐARINNAR
Reglugerðinni er skipt í fimm kafla: (a) Gildissvið og skilgreiningar. (b) Almenn lög um mat-
væli. (c) Matvælaöryggisstofiiun Evrópu. (d) Viðvörunarkerfi, áfallastjómun og neyðartilvik.
(e) Málsmeðferð og lokaákvæði.
Reglugerðin er hugsuð sem rammi fyrir setningu tilskipana og stjómsýslufyrirmæla í
mjög víðum skilningi um allt sem varðar matvæli og fóður á öllum stigum framleiðslu,
vinnslu, dreifmgu og sölu.