Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 95
93
lands varðandi þann hluta af Viðauka I með EES samningnum sem varða dýr og dýraafurðir,
s.s. kjöt, mjólk og egg. Hins vegar varðar reglugerð 178/2002/ESB einnig aðra hluta af Við-
auka I og einnig Viðauka II, sem Island er skuldbundið til að innleiða.
Sérstök nefnd hefur verið sett upp hér á landi til að vinna að innleiðingu þessarar reglu-
gerðar. Auk umhverfisráðuneytisins, sem veitir nefndinni forstöðu, eiga þar sæti land-
búnaðar,- sjávarútvegs- og utanríkisráðuneyti og einnig Fiskistofa, Hollustuvemd og Embætti
yfirdýralæknis. Auk þess hefur verið fjallað um aðlögunartexta að innleiðingunni og mögu-
lega aðkomu íslands að EFSA á sérstökum samráðsfundum í Brussel milli EFTA ríkjanna og
ESB.
HELSTU ÁHRIF REGLUGERÐARINNAR Á ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ
Markaðir i ESB löndum eru mikilvægustu markaðir íslendinga. Því er ljóst að setning þess-
arar rammalöggjafar hjá ESB muni hafa umtalsverð áhrif hér á landi. Segja má að reglugerðir
okkar varðandi ffamleiðslu landbúnaðarafurða hafi á undanfomum árum í auknum mæli tekið
mið af regluverki ESB í þeim tilgangi að við gætum selt okkar vömr til ESB. Þetta varðar
bæði kjöt og mjólk. Reglur ESB um fóður hafa nú þegar verið innleiddar hér sem hluti af EES
samningum.
Þegar leyfi er fengið hjá ESB til að flytja búQárafurðir til ESB þá verður að tryggja að ís-
lensk fyrirtæki, sem vilja komast á lista ESB yfír þau fyrirtæki sem mega flytja vörur inn á
ESB markaði, starfi eftir sömu eða sambærilegri löggjöf og í gildi er í ESB. Þegar eftirlits-
menn ESB koma hingað til að skoða þessi fyrirtæki þá fer mikill hluti af þeirra tíma í að fara
yfir þessa löggjöf og hvemig opinberu eftirliti er háttað með henni. Vörunum verður líka að
fylgja nákvæm ESB vottorð, undirrituð og stimpluð af Embætti yfírdýralæknis, þar sem
ábyrgst er að ákvæði hinna ýmsu reglugerða ESB séu uppfyllt. Það er því ljóst að ekki verður
hægt að skrifa upp á þessi vottorð í ffamtíðinni, nema að íslensk löggjöf og íslensk fyrirtæki
uppfylli sambærilegar kröfúr og gerðar em í ESB.
Eitt af því mikilvægasta er að tryggður sé rekjanleiki afúrðanna. Til að ná því markmiði
verður að koma á hér á landi trúverðugu kerfí af einstaklingsmerkingum á öllmn dýmm sem
nýtt em til matvælaframleiðslunnar. Koma þarf á fót gagnagmnni, þar sem haldið er utan um
allar upplýsingar um þessi dýr, s.s. uppmna þeirra, hreyfmgar á milli hjarða, lyfjameðhöndlun
og heilsufar. Vandamál vegna matvælaffamleiðslunnar verður að vera hægt að rekja til ffam-
leiðslustaðarins, til að hægt sé að leiðrétta ef mistök hafa verið gerð og koma í veg fyrir þau í
ffamtíðinni.
LOKAORÐ
Það þarf að samræma og styrkja íslenskt matvælaeffirlit til jafiis við það sem er að gerast í
ESB. í stað þess að matvælaeftiriit sé hjá fimmtán stofnunum á hendi mismunandi ráðuneyta
og á mismunandi stjómsýslustigum þarf að koma öllu matvælaeftirliti í eina Matvælastofiiun,
sem starfi eftir einum lögum, undir einu ráðimeyti og hefði eftirlit með öllum stigum mat-
vælafiamleiðslunnar ffá hafi og haga til maga.