Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 96
94
RRÐUNRUTflfUNDUR 2003
Arðsemi skógræktar á íslandi
Brynjar Skúlason', Aðalsteinn Sigurgeirsson2 og Guðmundur Halldórsson2
'Skógrœkt rikisins, Akureyri
‘Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá
INNGANGUR
Skógur hérlendis er ræktaður í ýmsum tilgangi. Þetta gerir það að verkum að erfítt er að
leggja mat á arðsemi ræktunarinnar, því mælistikumar eru ekki alltaf þær sömu. Skógur í
nágrenni þéttbýlis sem ræktaður er til útivistar getur verið margfalt meira virði sem slíkur
heldur en sem timburskógur, þó svo að tekjumar birtist okkur eingöngu sem ánægjustundir
sem ekki verða auðveldlega metnar til fjár. Skógur getur einnig verið mikilvægur til gróður-
og jarðvegsvemdar, en erfitt er að reikna hver sá ágóði er í krónum og aurum. Binding kol-
efiiis í skógi er viðurkennd mótvægisaðgerð gegn gróðurhúsaáhriíum, innan ramma Ioftslags-
samnings Sameinuðu þjóðanna. Senn gætu opnast leiðir fyrir skógareigendur að meta þá
bindingu til íjár í formi losunarheimilda, sem yrðu framseljanlegar á innlendum eða alþjóð-
legum uppboðsmarkaði. Við það myndi myndast virðisauki fyrir skógareigendur, því verð-
mæti hvers bundins kolefnistonns yrði hrein viðbót við þau verðmæti sem felast í þjónustu
skógar, s.s. til timburframleiðslu, útivistar, jarðvegsvemdar o.s.ffv. Enn sem komið er er
markaður ekki orðinn til hérlendis fyrir framseljanlegar heimildir til losunar á gróðurhúsaloft-
tegundum. Erlendis em þessi mál hins vegar í örri þróun1 og vísir að „kvótamarkaði“ er
tekinn að myndast í löndum Evrópusambandsins.
Algengast er að reikna arðsemi skógræktar út ffá viðarffamleiðslu og timbumytjum og
verður leitast við að gera það einnig hér, um leið og reynt verður að nálgast svör um arðsemi
kolefnisbindingar. Þar sem hérlendis er ekki timburiðnaður, þar sem verð stýrist af ffamboði
og eftirspum, verður að notast við erlenda markaði með sambærilega vöm. Við þetta bætist sú
sérstaða, miðað við hefðbundnar rekstraráætlanir, að útreikningar þurfa að ná 60 til 120 ár
fram í tímann, sem er sú vaxtarlota sem skógur hérlendis þarf til að ná hámarksffamleiðni.
STOFNKOSTNAÐUR í SKÓGRÆKT
Stærsti kostnaðarliðurinn við skógrækt er kaup á tijáplöntum (12). Á síðustu ámm hefur stór
hluti plöntuframleiðslunnar verið boðinn út og verðmyndun ræðst því af ffamboði og eftir-
spum. Margir þættir hafa áhrif á verðið, eins og t.d. hvaða tijátegund um er að ræða, hvort
notað sé ffæ eða stiklingar við ræktunina, spímnargæði ffæsins, ffæverð, aldur og stærð
plantna við afhendingu, samkeppni ffamleiðenda o.s.ffv. í dæmunum hér á eftir er miðað við
innkaupaverð plantna hjá Norðurlandsskógum árið 2002.
Gróska skógræktarlandsins hefur mikil áhrif á val á tegund og stærð plantna sem nota
skal sem og val á jarðvinnsluaðferðum. Því gróskumeira sem Iandið er þeim mun meiri jarð-
vinnslu þarf að öllu jöínu til að draga úr samkeppni við gras (9). Einnig þarf gjaman að nota
stórar plöntur, sem ýmist þola að lenda á kafí i grasi eða ná að vaxa upp úr grasinu áður en
áhrif jarðvinnslunnar hverfa. Affoll í fijóu landi em umtalsvert meiri en t.d. í meðalfijóu mó-
lendi og því verður að reikna með að bæta þurfi í eyður svo skógurinn verði hóflega þéttur
i
Sjá frétt Reuters: First Kyoto greenhouse deal snapped up by Slovakia thtto://www.planetark.com.au/
dailvnewsstorv.cfm?newsid=l 8951 &new.sdate=Q9-Dec-20021