Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 97
95
(7). Gera má ráð fyrir að tijávöxtur í grasgefriu landi verði umtalsvert meiri en t.d. í mólendi
(2,12) og gefi þar með meiri tekjur síðar til að mæta hugsanlegum aukakostnaði i byijun.
Áburðargjöf bætir verulega lífslíkur plantna og kemur í veg fyrir vaxtarstöðnun, sem
annars er algeng fyrstu árin eftir gróðursetningu (5,6). í dag þykir áburðargjöf á ungplöntur
sjálfsögð.
Margir skógræktendur á bújörðum eiga afgirt beitarhólf eða girðingar, sem nýtast að
einhveiju leyti til skógræktar. Það er því ákaflega mismunandi hversu mikið þarf að leggja í
girðingarkostnað í upphafi skógræktar, en tímabundin alffiðun er forsenda þess að nýskóg-
rækt geti heppnast. í útreikningunum hér á eftir er lengd girðingar miðuð við femingslaga
hólf umhverfis skógræktarsvæðið, sem eru sömu viðmið og Norðurlandsskógar nota við út-
reikninga sina á girðingarframlagi til bænda. Girðingin verður þannig hagkvæmari með
aukinni stærð skógræktarsvæðis.
Vegir og slóðar auka mjög hægræðingu við alla vinnu, s.s. að komast á staðinn með jarð-
vinnslutæki og aðföng á borð við plöntur og áburð. Umfang og gæði þessara vega þurfa að ná
ákveðnu lágmarki, þannig að þeir þjóni tilgangi sínum. í áætlunum Norðurlandsskóga er gert
ráð fyrir um 20 m löngum vegi á hvem ha lands.
UMHIRÐA OG GRISJUN
Umhirða og grisjun em þættir í ræktun timburskóga, sem miða fyrst og fremst að því að fá
sem verðmætastan við þegar kemur að lokahöggi. Á fyrstu áram ræktunarinnar geta smá-
plöntur orðið fyrir snjóbroti, skaraskemmdum, kali og beitarskemmdum, sem valda myndun
aukatoppa og hlykkja á stofii tijánna. Ef ekkert er að gert verða þessi tré með hlykk á stofiii
eða marga veika stofna þegar kemur að lokahöggi og neðsti hluti bolsins, sem er að öllu jöfnu
sá verðmætasti, verður verðlítill. Með umhirðu, s.s. klippingu tvítoppa, má hækka hlutfall
gallalausra tijáa umtalsvert. Mikilvægt er að bíða með fyrstu grisjun þar til einhver verðmæti
nást út til að standa undir grisjunarkostnaði, en þó ekki svo lengi að sá skógur sem eftir skal
standa beri skaða af. Eðlilegt er að skógurinn sé 7-10 metra hár þegar þessi grisjun fer ffam.
Gölluð tré era fjarlægð og einnig tré sem hafa orðið undir í samkeppninni um birtu og
næringu. Gróf og plássffek tré sem skemma önnur útffá sér era stundum fjarlægð. Yfirleitt
era samt trén sem standa eftir sverari en þau sem era felld. Algengt er að gera ráð fyrir því í
útreikningum að fyrsta grisjun standi undir sér eða sé með litlu tapi. Það er síðan mat hveiju
sinni hversu oft skuli grisjað þar til lokahögg á sér stað. Lökustu stofiiamir era teknir út í
grisjun og vöxturinn færist yfir á verðmætari stofna, sem standa eftir og biða lokahöggs.
VIÐARFLOKKAR OG VIÐARGÆÐI
Gera má ráð fyrir þremur meginafurðum unnum úr íslensku timbri. Þar má fyrst nefna borð-
við sem telst verðmætasta afurðin, næst iðnvið sem nýtist t.d. í plötugerð og loks kurl sem
gæti nýst sem orkugjafi (4). Ræktun og umhirða skógarins miðast þannig við að koma sem
stærstum hluta timbursins i besta flokkinn. Til að bolur henti til sögunar þarf hann að vera
nokkuð beinn og gildleiki verður að ná ákveðnu lágmarki. Því gildari og beinni sem stofninn
er því betri verður nýting hans. Stórar greinar og hraður vöxtur gefur af sér stóra kvisti og
lausan við sem rýrir mjög styrkleika og gæði afurðarinnar, þó svo að bolurinn teljist sögunar-
hæfur. Þéttleiki skógarins, tegundasamsetning og ekki síst umhirða og grisjun hafa þannig
mikið að segja um hvaða verðmæti verða úr skóginum þegar upp er staðið. Því þéttari sem
skógurinn er í upphafi því grennri verða greinamar og fleiri tré að velja á milli við grisjun.
Umhirða og skipulagning skógar þarf þó að taka mið af álagi á borð við snjó og vinda, sem í
sumum tilfellum hefur afgerandi áhrif á form og gæði skóga í fyrstu kynslóð.