Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 98
96
FRAMLEQDNI OG VAXTARLOTA
Líflími skógarins frá gróðursetningu að lokahöggi er kallaður vaxtarlota. Lotulengdin er
gjaman valin út frá því að hámarka timburffamleiðslu viðkomandi skógar. Nýgróðursettur
skógur vex hægt í fyrstu, en síðan eykst vöxturinn ár frá ári þar til hámarki er náð og minnkar
siðan aftur. Þegar árlegur viðarvöxtur er jafn meðalvexti ffá gróðursetningu er rétti tíminn
fyrir lokahögg til að ná hámark viðarvexti. I sumum tilfellum getur verið rétt að flýta loka-
höggi, t.d. ef fui er farinn að skemma viðinn. Ef viðbótarvöxturinn gefur vemlega verðmæta-
aukningu, t.d. hækkun um gæðaflokk, getur verið rétt að láta skóginn standa lengur.
Það er misjafnt eftir tijátegundum hversu snemma þær taka út vöxtinn og sama gildir um
hættuna á fua, sem kallar á lokahögg áður en hámarksffamleiðni er náð. Eftir því sem vöxtur
er meiri verður vaxtarlotan styttri.
VERÐFORSENDUR TIMBURFRAMLEIÐSLU
Til að geta reiknað kostnað og tekjur við skógarhögg þarf að gefa sér timburverð, skiptingu í
gæðaflokka og loks kostnað við fellingu og flutning timburs að vegi. Til að finna þessar tölur
var stuðst við upplýsingar ffá norskum sögunarmyllum2 og norskum töxtum (10) um
ákvæðisvinnu í skógi (sjá 1.-3. töflu).
1. tafla. Áætlað verð á mismunandi
flokkum timburs.
Timbur kr/m3 bolviðar
Greni - borðviður 4500
Greni - iðnviður 2500
Fura - borðviður 4500
Fura - iðnviður 2500
Lerki - borðviður 4500
Lerki - iðnviður 2500
ösp - borðviður 3000
Ösp - iðnviður 2000
Kurl 550
2. tafla. Skipting timburs í gæðaflokka við grisjun og loka-
högg.
Timbur/grisjun 1. grisjun 2. grisjun Lokahögg
Kurl 50% 40% 25%
Iðnviður 50% 40% 50%
Borðviður 20% 25%
3. tafla. Kostnaður við högg og flutning að vegi.
1. grisjun 2. grisjun Lokahögg
Fjöldi tijáa/m3 kr/m3 kr/m3 kr/m3
Högg 10 1250 950 800
Akstur 4 950 650 550
Samtals 2 2200 1600 1350
VERÐFORSENDUR KOLEFNISBINDINGAR
Samkvæmt nýlegum fféttum hyllir undir sameiginlegan markað Evrópusambandsins með
losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda, í ffamhaldi af fullgildingu hinnar sk. Kyoto-bókunar
við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar3. Allt útlit er nú fyrir að
bókunin muni senn taka gildi sem alþjóðlegur sáttmáli með þátttöku flestra þjóðríkja, þ.m.t.
íslendinga, og að alþjóðlegur markaður með losunarheimildir verði til í ffamhaldi. Samkvæmt
henni verður ríkjum heimilt að telja sér til „tekna“, þ.e. til ffádráttar ffá losun, þá bindingu
kolefhis eftir 1990 sem leiðir af beinum aðgerðum í nýrækt skóga að ffádreginni skógar-
eyðingu. Fyrirtækjum sem hyggjast auka losun sína umffam heimildir verður gert kleift að
kaupa losunarheimildir með ýmsum hætti. Ein leiðin er sú að kaupa losunarheimildir sem
2 Sjá; Utbetalingspriser sagtommer og massevirke termin 11 og 12 (htto://www.skogeierforeningen.no/
fulltekst.asp?ID=405'l.
3 Sjá; EU Debates Emissions Trading (http://ens-news.com/ens/dec2002/20Q2-12-09-01 .aspl.