Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 99
97
verða til við bindingu koltvísýrings með skógrækt. Með lögfestingu Kyoto-bókunarinnar er
sennilegt talið að skilgreindir verði koltvísýringskvótar, sem gangi kaupum og sölum og
öðlist verðgildi á alþjóðlegum markaði. Vísir að slíkum markaði fyrir kolefhiskvóta er raunar
þegar fyrir hendi og samkvæmt nýjustu fréttum selst hvert tonn koldíoxíðs á kr. 1620 (20
evrur)4, en talið er líklegt að með þroskuðum markaði fyrir kolefeiskvóta eigi verð á tonni
eftir að hækka í 3000-4000 kr. Því hefur verið haldið fram að hérlendis kosti 900-2000
krónur að binda hvert tonn með skógrækt og landgræðslu5. Því er hugsanlegt að senn skapist
tækifæri til nýrrar gerðar nytjaskógræktar, þar sem meginástæðan verði binding kolefiiis gegn
greiðslu.
ARÐSEMIKOLEFNISBINDINGAR OG TIMBURFRAMLEIÐSLU - DÆMI1
Hér er reiknað dæmi
fyrir raunverulega jörð
í Eyjafirði, sem hefur
verið skipulögð til
skógræktar. Til að auð-
velda útreikninga er
miðað við sömu að-
ferðir við nýskógrækt á
hverri landgerð fyrir
sig. Út frá flokkun á
gróðurfari (1) komu
fram fimm megin land-
gerðir (sjá 1. mynd).
Stærð skógræktarsvæðis er 73 ha.
• Mólendi: Almennt frekar þurrt, jarðvinnsla ekki nauðsynleg, gróðursettar 3000 pl./ha
án endurgróðursetningar, 75% lerki, 25% stafafura, ársgamlar plöntur, gefmn
áburður, meðalársvöxtur áætlaður um 4 m3/ári, vaxtarlota um 110 ár.
• Graslendi: Afar fijótt graslendi, herfmg með skógarstjömu, gróðursettar 2500 pl./ha
af sitkagreni, 2ja ára pl. og reiknað með endurgróðursetningu uppá 750 pl./ha eftir 10
ár með sitkagreni, 2ja ára pl., gefinn áburður í bæði skiptin, meðalársvöxtur áætlaður
um 7 m3/ári, vaxtarlota um 90 ár.
• Deiglendi: Full rakt, tæting, gróðursettar 2500 pl./ha, 80% sitkabastarður, 2ja ára og
20% alaskaösp, reiknað með endurgróðursetningu uppá 500 pl./ha eftir 10 ár með
sitkabastarði, 2ja ára pl., gefinn áburður í bæði skiptin, meðalársvöxtm- áætlaður um
6 m3/ári, vaxtarlota um 95 ár.
• Framræst mýrlendi: Full rakt, tæting, gróðursettar 2500 pl./ha, 50% sitkabastarður,
2ja ára og 50% alaskaösp, reiknað með endurgróðursetningu uppá 500 pl./ha eftir 10
ár með sitkabastarði, 2ja ára pl., gefinn áburður í bæði skiptin, meðalársvöxtur
áætlaður um 6 m3/ári, vaxtarlota um 95 ár.
Miðað er við að 1. grisjun fari ffarn 35 ámm eftir gróðursetningu og 2. grisjun mitt á milli
1. grisjunar og lokahöggs og ekki verði um fleiri grisjanir að ræða. Gert er ráð fyrir að endur-
gróðursetning (gróðursetning í eyður vegna affalla) fari ffarn 10 árum eftir 1. gróðursetningu.
Sem dæmi er bætt við að binding á einu tonni af kolefni sé metið á kr. 2000 sem sé ein-
greiðsla á miðri vaxtarlotu. Annar kostnaður miðast við þær forsendur sem gefiiar eru fyrir
4 Sjá frétt Reuters: 21/10 2002 „Global carbon credit market seen tripling this year Qittp://www,planetark.
com.au/dailvnewsstorv.cfm?newsid=18244&newsdate=21-Qct-2002~).
5 Andrés Amalds, 2002. Landgræðsla og vemdun loftslags. Morgunblaðið 13/3 2002.
□ Mólendi
23%
□ Graslendi
□ Deiglendi
io%l L# L„,
□ Framræst mýrlendi
□ Flóar og óframræstar mýrar, ekki
til skógræktar
1. mynd. Skipting skógræktarsvæðis í landgerðir út frá gróðurfari.