Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 101
99
Það ræðst síðan af fjármagni og ffamkvæmdagleði viðkomandi bónda hvað þessi vinna
dreifist á mörg ár. Ef öll gróðursetning færi ffam á fyrstu 10 árunum yrðu árlegar tekjur um
297 þús. krónur. Á þessu má sjá að skógrækt er hentug aukabúgrein fyrir marga á næstu
árum, en getur orðið burðarás í atvinnulífi einstakra byggðarlaga eftir 40 til 60 ár.
ARÐSEMIKOLEFNISBINDINGAR OG TIMBURFRAMLEIÐSLU - DÆMI2
í eftirfarandi arðsemismati er stuðst við arðsemislíkan Páls Jenssonar (11). Gengið er út ffá
tveimur „sviðsmyndum“ (e. scenarios) við áætlanagerð fyrirtækis (t.d. bújarðar) sem ætlar að
hagnast á skógrækt til timburffamleiðslu og sölu á losunarheimildum á innlendum eða alþjóð-
legum markaði. Fyrirtækið hefur til umráða 8000 ha lands sér að kostnaðarlausu til 108 ára,
hyggst fullgróðursetja það á átta árum og sér ekki ffam á fómarkostnað af ffamkvæmdinni
(þ.e., landið myndi ekki nýtast til öflunar annarra tekna þótt skógrækt yrði sleppt). Við upphaf
ffamkvæmda er landið að mestu ógróið, sandorpið hraun. Allt land er innan girðingar Land-
græðslu ríkisins, sem þegar er fyrir hendi, og því er ekki reiknað með girðingarkostnaði í
þessu líkani. Reikna má með að mikið kolefni geti bundist þegar notaðar em bestu fáanlegu
aðferðir og efniviður til skógræktar og landgræðslu (2,13). Kostnaður af umhverfismati og
skipulagi verður samtals kr. 12 milljónir. Gert er ráð fyrir að kaupandi losunarheimildar hefji
að greiða fyrir bindingu fjórum árum eftir að gróðursetningu lýkur og að greiðslur verði
jafnar og árlegar ffam til þess að skógur er höggvinn, við 100-ára aldur. Fastar greiðslur
miðast við árlega meðal-bindingu kolefnis á flatarmálseiningu (9,1 tonn CO2 á hektara og
ári). Eftirfarandi tvær sviðsmyndir verða bomar saman með tilliti til arðsemi og árangurs af
verkefhinu:
• Rekstur án ríkisstyrkja; að fyrirtækið verði að reiða sig alfarið á tekjur af sölu
losunarheimilda og timburs, ásamt bankalánum, til þess að fjármagna skógræktar-
ffamkvæmdir á 8000 hekturum lands. Nánar er gerð grein fyrir forsendum þessarar
sviðsmyndar í 6. töflu.
• Rekstur með ríkisstyrk til þess að mæta hluta stofnkostnaðar; að fyrirtækið njóti
ríkisstyrks til þess að kosta bróðurpart þess gróðursetningarkostnaðar sem fellur á
verkefiiið á fyrstu árum þess. Sá styrkur fæst með þátttöku í landshlutabundnu skóg-
ræktarverkefhi, sem við skulum kalla „Útkjálkaskógar“6. Skilyrði fyrir þátttöku í Út-
kjálkaskógum er að þátttakandi ráði yfir lögbýli. „Jörðin“ sem um ræðir er lögbýli í
lagalegum skilningi og ætti því að eiga sama rétt og aðrar bújarðir til að njóta fjár-
stuðnings fiá Útkjálkaskógum. Hins vegar ber að taka tillit til þess að Útkjálkaskógar
hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir svo dýrri ffamkvæmd sem hér
um ræðir (132,5 millj. kr. á ári í 8 ár, til þess að standa straum af gróðursetningu í 8
þús. hektara). Því er sæst á málamiðlun, þar sem gert er ráð fyrir styrk frá Útkjálka-
skógum sem nemur 100 millj. kr. á ári fyrstu 8 árin, án ffekari fjárffamlaga úr ríkis-
sjóði. Nánar er gerð grein fyrir forsendum þessarar sviðsmyndar í 6. töflu.
Ljóst er af þessum samanburði að skógrækt gæti orðið ábatasamur atvinnuvegur fyrir
fjárfesta eða landeigendur, ef tekjur fást bæði af timburffamleiðslu og sölu losunarheimilda á
viðunandi verði, við ávöxtunarkröfuna 5,5% (þá sömu og stuðst er við í arðsemismati Kára-
hnjúkavirkjunar). í fyrra tilvikinu, þar sem stofiikostnaður er fjármagnaður með hlutafé og
bankalánum, er þó skilyrði fyrir arðsemi framkvæmdarinnar að verð á hveiju tonni koltví-
sýrings sé a.m.k. kr. 2050. í síðara tilvikinu, þar sem verulegur hluti stofnkostnaðar fæst
greiddur af landshlutabundna skógræktarverkefninu, en seldur losunarkvóti er eign ffam-
kvæmdaaðila/landeiganda, verður fyrirtækið arðsamt um leið og verð á C02-tonni fer upp
6 Um Útkjálkaskóga gilda sömu lög og um Suðurlandsskóga 1997 nr. 93 (htto://www.althingi,is/dba-
bin/unds.pl?txti=/wwwtext/htm1/lagasofn/127h/l 997093.html&leito=Su%F0urlandssk%F3gar#wnrH 11