Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 103
101
SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF
Sá munur í núvirði nettó-skatttekna ríkisins milli sviðsmyndanna tveggja, þegar tekið heíur
verið tillit til ríkisstyrks (334,5 millj. kr. milljónir á móti 236 millj. kr.), hlýtur að teljast
óverulegur, þegar tillit hefúr tekið til þeirra jákvæðu félagslegu og umhverfislegu jaðaráhrifa
sem af framkvæmdinni leiðir. Hér er t.d. ekkert tillit til tekjuskatts á þá einstaklinga sem hafa
framfæri sitt af verkefninu. Því kann fjárhagslegur ávinningur af verkefninu að vera verulegur
fyrir ríkissjóð og þjóðarbúið, þótt það komi ekki fram í þessari greiningu.
í grein sem nýlega birtist í riti norsku hagstofunnar (3) er því haldið ffam að hag-
kvæmasta mótvægisaðgerð gegn gróðurhúsaáhrifúm hér á landi felist í því að binda kolefhi
með skógrækt og landgræðslu og fjármagna hana með vægri skattlagningu á brennsluefni.
Með því séu slegnar tvær flugur í einu höggi; dregið úr eftirspum eftir bensín og olíu og kol-
tvísýringur bundinn sem lífiænt efni. Mat á áhrifúm dæmis tvö á kolefhisbúskap íslensku
þjóðarinnar bendir til að með verkefiiinu bindist árlega tæplega 2% af heildarútstreymi
gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á íslandi (sjá 6. töflu). Með öðmm orðum þyrfti, til
þess að ná að gleypa alla losun af mannavöldum á íslandi í skógi, að rækta skóg með sam-
bærilegan bindihraða á alls 400 þús. hekturum lands (4 þús. km2), sem er um 4% af flatarmáli
íslands. Væri horft til 100 ára tímabils þyrfti árlega að græða skóg á 4 þús. hekturum lands,
miðað við óbreytta árlega losun gróðurhúsalofttegimda. Til samanburðar skal geta þess að á
áratugnum 1990-2000 ræktuðu íslendingar að meðaltali 816 hektara af nýjum skógi árlega
(13). Yrði sú stefna mörkuð af íslenskum stjómvöldum að þjóðin mætti engin áhrif hafa á
loftslag jarðar með losun gróðurhúsalofttegunda (þ.e. verða „kolefnishlutlaus“ e. carbon-
neutral) þýddi þetta fimmfoldun á árlegri gróðursetningu til skógræktar á íslandi. Þá væri
a.m.k. 93% landsins enn skóglaus, þótt skógur geti hugsanlega vaxið á allt að þriðjungi af
flatarmáli landsins. Gangi spár eftir um hlýnun hérlendis af völdum gróðurhúsalofttegunda á
næstu áratugum7 má ætla að enn stærri hluti landsins verði tækur til skógræktar, þegar horft er
fram á næstu öld.
AÐRAR TEKJUR
Á dæmunum hér á undan má sjá að hugsanlegar aukatekjur fyrir að binda kolefiii í skógi
hefðu mikið að segja fyrir arðsemina. Þessi tekjulind er hins vegar ekki virk hérlendis í dag.
Ónnur nýting af skógi er hins vegar þekkt þótt erfitt geti verið að meta hana til fjár. Á síðustu
árum hefúr það komið æ betur í ljós hversu lífseigur og þróttmikill tijágróður er þar sem jarð-
vegur og skjól er af skomum skammti, ekki síst ef vandað er til gróðursemingar og áburðar-
gjafar (5,6,7,9). Það er einnig þekkt að skógur umhverfis híbýli manna veitir skjól, sem t.d.
má meta í formi orkuspamaðar til húshitunar. Skógur og skjólbelti geta aukið uppskem og
skýlt búfénaði, auk þess að lengja beitartíma, svo eitthvað sé nefnt. Þetta samspil við búfjár-
rækt og jarðrækt er viða til staðar, en mætti gjaman skoða betur til að verðleggja ávinninginn
og leita leiða til að gera hann sem mestan. Skóginum fylgir oft vemlega aukin uppskera af
matsveppum, sem nýta má með markvissum hætti og er auk þess endalaus uppspretta hráefnis
fyrir handverk úr tré. Skógar em fjölsótt útivistarsvæði bæði í nágrenni þéttbýlis og eins af
ferðamönnum, enda sérlega notalegir áningarstaðir og henta þvi vel til eflingar ferðaþjónustu.
Loks má nefna að endumýjun skógar er vemlega auðveldari og ódýrari en nýskógrækt og
sama gildir um skjólið sem myndast af elsta nýskóginum og gerir áffamhaldandi ræktun auð-
veldari.
7 Sjá t.d.; ísland og loíitslagsbreytingar af mannavöidum. Skýrsla umhverfisráðherra, okt. 1997 fhttp://
umhverfisradunevti.is/interpro/umh/umh.nsf/c074feabal20fdS7002567bc003a8ea6/a5e7d5.S00989544d0025
663a00440809?OpenDocumentl.