Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 105
103
RflÐUNflUTfiFUNDUR 2003
Sameindaræktun í byggi
Júlíus B. Kristinsson
ORF Líftœkni hf.
KYNNING Á ORF LÍFTÆKNIHF.
ORF Líftækni er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun á erfðabættum plöntum til hag-
kvæmrar ffamleiðslu á verðmætum sérvirkum próteinum. Með nýjustu líftækniaðferðum er
plöntunum gefin „fyrirmæli" um að ffamleiða fyrirffam ákveðin sérvirk prótein í ákveðnum
ve§um eða hlutum plöntunnar, s.s. fræjum, laufum eða rótum. ORF einbeitir sér að notkun á
byggi í þessum tilgangi, en það gefur möguleika á þróun afburða ffamleiðslukerfis fyrir fram-
leiðslu á sérvirkum próteinum fyrir lyfjaþróun, iðnað og landbúnað.
Starfsmenn ORF eru nú 10 og hefur fyrirtækið starfsaðstöðu í leiguhúsnæði hjá Rann-
sóknastofiiun landbúnaðarins (RALA), sem fóstraði verkefnið ásamt Iðntæknistofnun íslands
(ITÍ) fram í mars 2002 þegar það var fært yfir til fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, Dr. Júlíus B. Kristinsson, hefur yfir 15 ára reynslu af stjómun sprotafyrirtækja, sem
stefna á erlendan markað. Þróunarstarfsemi fyrirtækisins er stjómað af tveimur sérfræðingum
í sameindalíffræði plantna, Dr. Bimi Örvar og Dr. Einari Mántylá, en viðskiptaáætlun fyrir-
tækisins byggir á hugmyndum og þekkingu sem þeir höfðu í fómm sínum er þeir komu til
starfa hjá RALA og ITÍ 1999 og 2000.
Insúlín (lyf við sykursýki) og hraðvaxandi flokkur mótefna (lyf við krabbameinum, liða-
gigt o.fl.) og ýmis örvemdrepandi peptíð em dæmi um verðmæt sérvirk prótein fyrir lyfja-
iðnaðinn. Iðnaðarensím em dæmi um prótein sem notuð er í gríðarlegu magni í iðnaði, land-
búnaði og ýmsum öðrum þáttum atvinnulífsins.
Framleiðsla sérvirkra próteina er mun ódýrari í erfðabættum plöntum en í hefðbundnum
ffamleiðslukerfum (bakteríum, gersveppum, dýrafrumum o.s.frv.) fyrir slík prótein. Hinar
hefðbundnu framleiðsluaðferðir krefjast mikils fjárfestingakostnaðar og þær hafa takmarkaða
möguleika á stækkun í mikla ffamleiðslugetu. Óþekkt er að smitefiii berist úr plöntuhráefiii í
menn, á meðan gæta verðu ýtmstu varúðar með bakteríu- og dýraffumuhráefiii til lyfjaffam-
leiðslu. Framleiðsla próteinlyfja í plöntum býður að þessu leyti upp á meira öryggi í saman-
burði við hefðbundnu framleiðslukerfm.
Framleiðsla sérvirkra próteina í erfðabættum plöntum heftir hingað til markast af:
• tæknilegum erfiðleikum við að flytja erfðavísa (gen) yfir í plöntur (plöntuffumur),
• tæknilegum erfiðleikum við að vefjarækta lífvænlegar plöntur úr erfðabættum
plöntuffumum,
• tæknilegum erfiðleikum við að ná ffam nægilegu framleiðslumagni af hinum eftir-
sóttu sérvirku próteinum í hveiju kg af ræktuðum plöntum,
• tæknilegum erfiðleikum við að einangra og hreinsa hin sérvirku prótein úr plönt-
unum,
• skorti á afmörkun í ræktun erfðabættra plantna, þ.e. að gripið hafi verið til full-
nægjandi ráðstafana til að hindra útbreiðslu slíkra plantna í náttúrunni.
ORF hefur nú þegar leyst liði 1 og 2 af þeim sem hér hafa verið taldir upp og er komið
vel á veg með þróun tækni, sem snýr að lausn á liðum 3 og 4. Notkun byggplantna við ís-