Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 113
111
RAÐUNflUTflFUNDUR 2003
Erfðabreytileiki mjólkurpróteina í íslenskum kúm
Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir og Helga Björg Hafberg
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Fyrri hluta árs 2000 hófst verkefni, skipulagt til þriggja ára, er að standa Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Samtök afúrðastöðva í mjólkuriðnaði,
Tæknisjóður Rannsóknarráðs Islands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Búnaðarsamband
Suðurlands. Að verkefninu koma einnig ráðunautar hjá Bændasamtökum íslands og nokkrum
búnaðarsamböndum, svo og bændur víða um land.
Markmið verkefnisins er að kanna helstu erfða- og fóðrunar-/umhverfisþætti sem hafa
áhrif á efhasamsetningu og vinnslueiginleika kúamjólkur og þar með verðmæti hennar bæði
fyrir framleiðanda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum
íslenskrar kúamjólkur, svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til samkeppni
kemur á innlendum eða erlendum mörkuðum.
Verkefnið skiptist upp í þijá megin þætti:
• Söfiiun upplýsinga frá kúabændum til að kanna hveq'ar hafa verið helstu breytingar á
fóðuröflun, fóðrun og notkun nauta til undaneldis, sem kynnu að hafa haft í för með
sér lækkun á próteini í mjólk, verðmætasta hluta mjólkurinnar, á undanfömum árum
og óhagstæðu hlutfalli milli próteins og fitu.
• Erföafræðilegar rannsóknir á mjólkurefnum, þar sem greindar eru arfgerðir einstakra
osta- og mysupróteina í mjólk hjá kúm undan nautum sem ýmist gefa hátt, lágt eða
meðalhátt próteinhlutfall í mjólk.
• Fóður- og lífeðlisffæðilegar rannsóknir, bæði í vambarhermi og með mjólkurkýr, þar
sem skilgreindir eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á magn og gerð próteina í mjólk.
í þessu erindi verður skýrt frá niðurstöðum þess hluta verkefiiisins sem lýtur að erföa-
fræðilegum rannsóknum á mjólkurpróteinum. Ýmsar grunnupplýsingar er að finna í erindi
sem var flutt á Ráðunautafundi árið 2000 (Bragi Líndal Ólafsson o.fl. 2000) og fyrstu niður-
stöður um erföabreytileika á mjólkurpróteinum hjá íslensku kúnni voru kynntar á síðasta
Ráðunautafundi (Bragi Líndal Olafsson o.fl.
2002). Auk þess hefur þetta efiii verið kynnt
nokkuð á fúndum og ráðstefiium á liðnu ári.
STAÐA ÞEKKINGAR
Prótein í mjólk er yfirleitt gefið upp sem hrá-
prótein (N*6,38), en það samanstendur af
mörgum gerðum próteina (um 95%) og öðmm
köfnunarefhissamböndum (um 5%), t.d. þvag-
efni. í 1. töflu er gefin upp samsetning á
mjólkurpróteini skv. Davj.es o.fl. 1983. Helstu
flokkar próteina i mjólk eru ostefni eða kasein
(um 82% af heildarpróteini) og mysuprótein
(um 18% af heildarpróteini). Ostefiiin skiptast
1. tafla. Samsetning á mjólkurpróteini.
g/1 % prótein %kasein
Prótein alls 32,7
Kasein alls 26,9 82,2
Mysuprótein alls 5,79 17,8
asrkasein 10,25 31,3 38,1
as2-kasein 2,74 8,4 10,2
þ-kasein 9,60 29,3 35,7
K-kasein 3,45 10,5 12,8
y-kasein 0,88 2,7 3,2
P-laktóglóbúlín 3,14 9,6
a-laktalbúmín 1,23 3,8
Immúnóglóbúlín 0,97 3,0
Semm albúmin 0,45 1,4