Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 115
113
urinn varð lausari í sér en þegar mjólkin var af K-kasein AA eða AB gerð. Nánast allar til-
raunir hafa staðfest að K-kasein B tengist hraðari ystingu og þéttari ysting en K-kasein A.
Þessu fylgir að nýting K-kasein B mjólkur til ostagerðar er mun betri en K-kasein A mjólkur.
Aukin nýting mjólkur til ostagerðar getur numið um 3,5-8%, mismunandi eftir ostategundum.
K-kasein E, sem er algengur erfðavísir í fmnskum Ayrshire kúm, tengist ystingargöllum í
mjólk (Ikonen o.fl. 1999a) og rýrir gæði mjólkurinnar og nýtingu hennar til ostagerðar.
Mjólk sem inniheldur P-laktóglóbúlín B hentar betur til vinnslu mjólkurdufts en þ-
laktóglóbúlín A mjólk (Hill o.fl. 1997). Nýting til ostagerðar er einnig betri.
Til viðbótar við áhrif mismunandi gerða mjólkurpróteina á afúrðir og vinnslueiginleika
mjólkur hafa komið fram vísbendingar um margvisleg áhrif sem tengjast næringarfræði og
hollustu afúrða. Faraldsfræðilegar rannsóknir og rannsóknir á músum hafa gefið til kynna
samband milli þ-kaseins A1 og B við nýgengi sykursýki af gerð I hjá mönnum (Bryndís Eva
Birgisdóttir 2002, Elliot o.fl. 1999). Orsakir eru taldar myndun ákveðinna peptíða þegar
ensím í meltingarveginum bijóta niður próteinin og frásogun þessara peptíða inn í blóðrásina.
í tilfelli þ-kaseins A1 og B er talið að betacasinomorphin-7 myndist, en það er peptíð sem
hefúr virkni opíum efna í líkamanum og er talið geta stuðlað að myndun sykursýki hjá
bömum.
Eins og að ofan greinir hafa rannsóknir mjög beinst að því að greina áhrif einstakra erfða-
vísa fyrir mjólkurprótein á afúrðir og eiginleika mjólkur. Niðurstöður hafa verið nokkuð
breytilegar eftir kúakynjum og aðferðum sem notaðar hafa verið. Undantekning em þó hin af-
gerandi áhrif K-kaseins B erfðavísisins á vinnslueiginleika mjólkur. Með tilvísan til hinna
nánu tengsla kaseins erfðavísanna á sama litningi vaknar sú spuming hvort ekki sé vænlegra
til árangurs að nota kaseinhaplótýpur sem erfðafræðilegar einingar í stað einstakra erfðavísa.
Slíkar rannsóknir hafa sýnt að kaseinhaplótýpur, eða gen þeim nátengd á sama svæði, er t.d.
hægt að nota til að velja fýrir próteinmagni og -hlutfalli í mjólk (Lien o.fl. 1995, Ikonen o.fl.
2001).
EFNIOG AÐFERÐIR
Fyrri hluta árs 2001 var hafm söfiiun á mjólkursýnum úr kúm undan 32 völdum nautum.
Valin vom 13 naut með lága einkunn fyrir próteinhlutfall í mjólk, 13 með háa og 6 með með-
aleinkunn. Sýni skiluðu sér úr 443 kúm, 11-17 sýni fyrir hvert naut. Að auki vom tekin sýni
úr flestum kúm á Tilraunastöðinni á Stóra Armóti. Sýnin vora rotvarin og síðan geymd í djúp-
frysti.
Á rannsóknastofú Fóðursviðs á RALA var komið upp tækjabúnaði til rafgreininga á
próteinum. Mjólkursýnin vom skilin og einstök kasein- og mysuprótein rafgreind með
„isoelectric focusing", þar sem notuð var aðferð aðlöguð eftir aðferð Erhardt (1993). Þessi að-
ferð greinir í sundur próteinsameindir eftir rafhleðslu. Próteingerðimar em lesnar eftir banda-
mynstri á gelplötu. Hægt er að lesa allar gerðir kasein- og mysupróteina í einu og þar með arf-
gerðir kúima, þar sem erfðavísar fyrir mjólkurpróteinum em jafiiríkjandi. Þessi aðferð mælir
hins vegar aðeins tilvist einstakra próteina, en ekki magn þeirra.
Tíðni erfðavísa var fúndin með því að telja erfðavísasamsætur í hveiju sæti.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR UM ÞÆR
í 4. töflu er sýnd tíðni erfðavísa fýrir p, k, asi og aS2 kasein og p-laktóglóbúlín, byggt á
talningu á erfðavísum hjá öllum greindum kúm. Til að auðvelda túlkun á niðurstöðunum hafa
verið teknar til samanburðar birtar niðurstöður fyrir nokkur kúakyn (Lien o.fl. 1999, Lin o.fl.
1992, Ortnero.fi. 1995).