Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 120
118
RABUNAUTRfUNDUR 2003
Kynbótamat fyrir endingu mjólkurkúa
Baldur Helgi Benjamínsson
Bœndasamtökum Islands
VFIRLIT
Markmið verkefhisins var að meta erfðabreytileika í endingu íslenskra mjólkurkúa. Tveir endingareiginleikar
voru skilgreindir: Virk ending (FPL) og júgurbólgu-tengd ending (MPL). Við rannsóknina voru notuð gögn um
62.518 kýr sem báru 1. kálfi frá 1983-2001 og voru dætur 462 nauta. Þróun förgunarástæðna 1983-2001 var
athuguð. Erföabreytileiki þessara endingareiginleika var metinn með Weibull feðralíkani, þar sem kannaður var
tími í dögum frá fyrsta burði til förgunar eða gögnunar. Fylgni kynbótaeinkunna fyrir FPL (birt sem áhætta á
förgun) og kynbótaeinkunna fyrir byggingu, fnimutölu, mjaltir, gæðaröð og skap var könnuð; sömuleiðis fylgni
MPL og þessara eiginleika. Förgun vegna júgurbólgu hefur stóraukist á sl. tveimur áratugum, árið 1983 höfðu
18,2% kúa júgurbólgu sem förgunarástæðu, árið 1998 41,9% og 35,6% árið 2001. Arfgengi (h2eff) FPL og MPL
var metið 0,10 og 0,18. Flestir byggingareiginleikar júgurs höfðu marktæka (P<0,001) fylgni við FPL; júgurfesta
(-0,31), júgurband (-0,32), júgurdýpt (-0,38), spenalengd (-0,45) og spenaþykkt (0,32). Af skrokkeiginleikum
sýndu aðeins boldýpt (0,31) og malabreidd (0,28) marktæka fylgni við FPL. Fylgni einkunna fyrir mjaltir,
fiumutölu og gæðaröð var marktæk: -0,38, -0,40 og -0,54. Fylgni júgurbyggingar og MPL var marktæk við
júgurfestu (-0,32), júgurband (-0,28), júgurdýpt (-0,42), spenalengd (-0,44) og spenaþykkt (0,32). Af skrokk-
eiginleikum sýndu aðeins boldýpt (0,35) og malabreidd (0,34) marktæka fylgni við MPL. Fylgni einkunna fyrir
mjaltir, ffumutölu og gæðaröð viö MPL var marktæk: -0,30, -0,51 og -0,42. Rannsóknin sýnir að erföabreyti-
leiki í endingu er til staðar í íslenska kúastofninum og að úrval með hliðsjón af henni getur skilað árangri.
INNGANGUR
Mjólkurframleiðsla á Islandi býr við kvótakerfi. Til þess að framleiðslan megi vera arðbær er
mikilvægt að halda kostnaði á framleiddan mjólkurlíter í lágmarki. Skert ending mjólkur-
kúnna (timi frá fyrsta burði að förgun) eykur kostnað við uppeldi, sem nemur um 15-20% af
heildarkostnaði við framleiðsluna (Heinrichs 1993). Ennfremur lækkar hlutfall fullþroska kúa
sem eru komnar í hámarks framleiðslu (Rendel og Robertson 1950). Efiiahagslegt vægi
endingar heíur því verið metið sem ríflega helmingur af efnahagslegu vægi afkastagetu í
mjólkurffamleiðslunni (Essl 1998).
Á síðastliðnum 20 árum hefur ending mjólkurkúa hér á landi stytst um 40% og tíðni
förgunar vegna júgurbólgu aukist um rúm 100% (Jón Viðar Jónmundsson 1994, 2002).
Ending kúnna hefur enn sem komið er ekki verið hluti af ræktunarmarkmiðum stofiisins, enda
hefur ekkert kynbótamat verið unnið fyrir eiginleikann hér á landi til þessa (Jón Viðar Jón-
mundsson og Ágúst Sigurðsson 2002).
Förgun má skipta í tvo flokka: (1) stýrð förgun, sem bóndinn hefur veruleg áhrif á, yfir-
leitt vegna lítillar afkastagetu; (2) bundin förgun, sem bóndinn hefur takmörkuð áhrif á, að
mestu vegna sjúkdóma, aðallega júgurbólgu og fijósemisvandamála, sem gera það að verkum
að gripurinn verður óhæfur sem ffamleiðslutæki. Ending sem leiðrétt er fyrir afurðasemi er
því það sem eftirsóknarverðast er í ræktuninni, þar sem hún gefur mat á bundinni förgun kúa
(Essl 1998). Á ensku er þessi skilgreining jafnan nefiid „functional longevity", sem í beinni
þýðingu merkir virk ending á vorri tungu.
Til þess að ná ffam úrvalssvörun verður eiginleikinn sem unnið er með að sýna erfða-
breytileika. Mat á erfðabreytileika gegnir mikilvægu hlutverki þegar ræktunarskipulag er
byggt upp. í fyrsta lagi segir þetta mat til um fýsileika þess að taka eiginleikann með í
ræktunarmarkmiðum og í öðru lagi er nauðsynlegt að þekkja erfðabreytileikann til að þróa
megi gagnlegt og skilvirkt ræktunarskipulag. Fjöldi rannsókna hefur verið unninn á þessu