Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 121
119
sviði sl. ár, sem hafa nýtt sk. „Survival analysis" (lifunargreining) aðferðir til að meta erfða-
breytileika á endingu mjólkurkúa. I þeim rannsóknum þar sem þessi aðferð hefur verið notuð
hefur arfgengi (h2) verið metið á bilinu 0,08-0,20 (t.d. Buenger o.fl. 2001, Ducrocq 1999, de
Jong o.fl. 1999, Schneider og Miglior 1999, Vukasionvich o.fl. 2001). Einnig er mögulegt að
meta sk. sérhæfða endingu (e. cause-specific longevity), t.d. júgurbólgu-tengd ending þar sem
allir gripir sem ekki er fargað vegna júgurbólgu eru gagnaðir (e. censored). Niðurstaða
Roxström og Strandberg (2001) var að arfgengi á júgurbólgu-tengdri endingu væri 0,29.
Þar sem hugtökin „Survival analysis" og „gögnun“ (censoring) eru flestum framandi er
ástæða til að fara um þau nokkrum orðum. Gögn sem notuð eru til að kanna endingu mjólkur-
kúa skera sig frá flestum öðrum gangasöfnum hvað varðar hlutfall ófullkominna færslna. I
þessum gagnasöfcum er ávallt talsverður hluti gripanna enn á lífi þegar gagnasöfcun lýkur,
eitthvað er um að bú hætti tímabundið eða alveg í skýrsluhaldi og er þá allur gangur á hvort
forgun gripanna er skráð eður ei. Ennffemur er talsverður fjöldi búa sem hættir alveg mjólkur-
framleiðslu og hverfcr þannig úr skýrsluhaldinu. Með því að nota „Survival analysis" geta
þessar ófcllkomnu færslur nýst, þar sem hægt er að ákveða neðri mörk líftíma gripsins. Vitað
er því að gripurinn lifði a.m.k. svo og svo lengi, þannig að færslur gripa sem t.d. em enn
lifandi þegar gagnasafoið endar veita mikilvægar upplýsingar. Ekki verður farið nánar út í þær
tölfræðilegu aðferðir sem liggja hér að baki, en áhugasömum er bent á yfirlitsritið „Survival
Analysis Applied to Animal Breeding and Epidemiology“ eftir Frakkann Vincent Ducrocq
(Ducrocq 2001), sem telst einn af aðalhugmyndafræðingunum á þessu sviði innan nautgripa-
ræktarinnar.
í dag eru þessar aðferðir notaðar við kynbótamat vegna endingar mjólkurkúa í a.m.k. 6
löndum Interbull (van der Linde og de Jong 2002). Einnig hafa verið þróaðar aðferðir til að
nýta einkunnir fyrir útlitsmat til að auka öryggi kynbótaeinkunna fyrir endingu (Vukasinovich
o.fl. 2002).
Hér á landi hefcr erfðabreytileiki endingar mjólkurkúa verið rannsakaður einu sinni áður
(Baldur Helgi Benjamínsson 1999). í þeirri rannsókn var notast við MTDFREML við mat á
erfðastuðlum og BLUP við mat á kynbótagildum. Var ending skilgreind sem hlutfall dætra á
lífi við ákveðinn aldur (36, 48, 60, 72 og 84 mánaða), lengd tímabilsins frá fyrsta burði til
förgunar, einnig leiðrétt fyrir afurðum á fyrsta mjaltaskeiði og sem æviafurðir gripsins. Arf-
gengi þessara eiginleika var 0,09-0,25. Vandkvæðin í þessari rannsókn voru hins vegar þau
að ekki var hægt að nýta gögn frá síðustu 4 árum gagnasafcsins, þannig að slíkar aðferðir
duga ekki við kerfisbundið mat i ræktunarstarfinu.
í ljósi þessa var því farið út í að meta erfðastuðla fýrir endingu mjólkurkúa með þeim að-
ferðum sem nefodar em hér að framan. Vinna við þetta verkefoi fór fram við búfjárræktar-
deild Rannsóknarstofounar landbúnaðarins í Danmörku (Danmarks JordbmgsForskning, Af-
deling for Husdyravl og Genetik) á tímabilinu 9. október 2001 til 4. október 2002. Verkefoi
þetta var lokaritgerð mín til meistaragráðu í búfjárrækt frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfc (Baldiu Helgi Benjaminsson 2002).
Markmið verkefcisins var eftirfarandi:
• Að meta erfðastuðla fyrir virkri endingu.
í Ijósi þessa hve förgun vegna júgurbólgu hefcr aukist gríðarlega á undanfömum árum
var annað markmið verkefoisins sett:
• Að meta erfðastuðla fyrir júgurbólgu-tengda endingu.
Á umliðnum árum hefcr mikill fjöldi rannsókna verið gerður á því hvort nota megi útlits-
dóma til að spá fyrir um endingu kúnna (t.d. Keller og Allaire 1987, Foster o.fl. 1989,
Brotherstone og Hill 1991a, Brotherstone og Hill 1991b, Boldman o.fl. 1992, Klassen o.fl.