Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 122
120
1992, Short og Lawlor 1993, Dekkers o.fl. 1994, Visscher og Goddard 1995, Vukasinovich
o.fl. 1995). I flestum þessara rannsókna hefur fundist lág til meðalhá erfðafylgni milli útlits-
þátta og endingar. Að jafhaði er fylgnin jákvæðust milli endingar og júgurfestu, júgurdýptar,
spena og stöðu hækla frá hlið. Funk (1993) kemst að sömu niðurstöðu í yfirlitsgrein.
Nú nýlega hafa verið þróaðar aðferðir til að nýta upplýsingar um útlitsdóma til að auka
öryggi kynbótaeinkunna fyrir endingu (Vukasinovich o.fl. 2002), þess vegna var þriðja mark-
mið verkefnisins sett:
• Að kanna fylgni kynbótaeinkunna fyrir endingu og júgurbólgu-tengda endingu og
eftirtalinna eiginleika: byggingareiginleika í línulega útlitsmatinu, frumutölu, gæða-
raðar, mjalta og skaps.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Gagnasafnið
Við þessa rannsókn voru gögn úr nautgripaskýrsluhaldi Bændasamtaka íslands notuð, um alls
62.518 kýr. Upphaflega gagnasafnið hafði að geyma upplýsingar um 185.429 kýr sem báru
fyrsta kálfi á árabilinu 1974-2001. Hver færsla hafði að geyma upplýsingar um fæðingardag,
bú, númer, fyrsta-þriðja burðardag, förgunardag og förgunarástæðu, hæstu dagsnyt á fyrsta,
öðm og >þriðja (síðasta) mjaltaskeiði.
Gripafjöldinn sem útreikningar byggðu á fékkst eftir að eftirfarandi hreinsun gagnanna
hafði átt sér stað, fjöldi færslna sem var eytt í sviga:
• Búsnúmer vantaði (1).
• Fæðingarár vantaði (8277).
• Fæðingarmánuð vantaði (24.064).
• Ár fyrsta burðar vantaði (3464).
• Mánuður fyrsta burðar utan við 1-12 (244).
• Aldur við fyrsta burð <15 mánuðir og >40 mánuðir (22.097).
• Ending (tími frá fyrsta burði til förgunar/gögnunar) <0 eða >5475 dagar (4890).
• Á búi með minna en 10 fargaðar kýr (7195).
• Dætur kynbótanauta með minna en 10 fargaðar kýr, allar dætur heimanauta og holda-
nauta (31.308).
• Númer grips tvítekið (280).
• Ef kýrin hefur borið fyrsta sinni fyrir árið 1983 (21.349).
Upplýsingar um endingu byggðu á burðardögum, förgunardögum og förgunarástæðum
sem skráðar em í skýrsluhaldinu. Kýmar koma inn í gagnagrunninn við fyrst burð.
Ætternisfœrslur
Þessar 62.518 kýr vom dætur 462 nauta. í ættemisskrá vom 63.626 gripir eftir að ættemi
hafði verið rakið eins langt til baka og unnt var.
Mœlingar
Förgunarástæður yfir tímabilið 1983-2001 vom rannsakaðar varðandi hlutfall kúa sem var
fargað hvert ár vegna júgurbólgu, frjósemi, lélegra afurða, júgur- og spenagerðar og elli.
Eiginleikar
Ending var skilgreind sem tími í dögum frá fyrsta burði að förgun eða loka gagnasafnsins
(31.12.2001). Tveir endingareiginleikar vom skilgreindir: