Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 124
122
þar sem ct2s er feðrabreytileiki (e. sire variance). Aðrar skilgreiningar á arfgengi endingar-
eiginleika hafa einnig verið settar ífam (Korsgaard o.fl. 2002).
Fylgni kynbótaeinkunna
Fylgni milli kynbótaeinkunna fyrir FPL og byggingu, frumutölu, gæðaröð, mjaltir og skap var
metin með PROC CORR í SAS®, eins fyrir MPL. Fyrir FPL voru einkunnir 202 nauta sem
áttu >40 fargaðar dætur og >10 byggingadæmdar dætur notaðar. Fyrir MPL voru einkunnir
138 nauta sem áttu >20 fargaðar dætur og >10 byggingadæmdar dætur notaðar. Fylgni telst
marktæk ef P>0,05. Það er hagstætt ef fylgni er neikvæð, þar sem kynbótaeinkunnir fyrir
endingu eru birtar sem áhætta á förgun (því lægri, því betra) og há gildi fyrir aðra eiginleika
gefa í skyn jákvætt mat á eiginleikanum, að spenaþykkt undanskildri. Einkunnir nautanna
voru fengin úr kynbótamati frá í febrúar 2002 (Ágúst Sigurðsson munnl. heimild). Gert var
ráð fyrir að fylgni þessara eiginleika væri línuleg, en í erlendum rannsóknum hefiir komið
fram að svo er ekki ætíð (Larroque og Ducrocq 1999).
NIÐURSTÖÐUR
Mœlingar
Meðal endingartími var 3,2 og 3,3 ár fyrir FPL
og MPL. Lágmarks endingartími var einn dagur
fyrir báða eiginleikana og hámarks endingartími
var 13,9 og 13,8 ár fyrir FPL og MPL (1. tafla).
Förgun vegna júgurbólgu hefur aukist gríð-
arlega á undangengnum áratugum. Árið 1983
var um 18% kúa fargað vegna júgurbólgu, en
rúm 40% kúa sem fargað var árið 1998 höfðu
þennan vágest sem förgunarástæðu. Tilsvarandi
lækkun sést á tiðni annarra förgunarástæðna, t.d.
er förgun vegna elli orðin fátíð og förgun vegna
frjósemi og lélegra afúrða hefúr minnkað tals-
vert (1. mynd).
1. tafla. Helstu niðurstöður svipfarsmælinga úr
gagnasöfnunum þremur.
Eiginleiki FPL MPL
Heildarfjöldi færslna 62 518 62 518
Gagnaðar færslurl) 20 667 44 875
Lágmarks gögnunartími 1 1
Hámarks gögnunartími 5 468 5 468
Meðal gögnunartími 1021 1 098
Fullkomnar færslur21 41 851 17 643
Lágmarks endingartími 1 1
Hámarks endingartími 5072 5 025
Meðal endingartimi 1 183 1 209
1) Lægri mörk endingar þekkt.
2) Gripum sem sannarlega hefúr verið fargað.
Erfðabreytileiki
Feðrabreytileiki, ct2s (s.d.)
var metinn sem 0,02622
(0,00296) og 0,04584
(0,00585) fyrir FPL og
MPL. Þetta svarar til arf-
gengis (h2efr) fyrir FPL upp
á0,10og 0,18 fyrirMPL.
Fylgni við aðra eiginleika
Allir júgureiginleikar, að
spenastöðu undanskilinni,
höföu neikvæða fylgni við
áhættu á förgun. Aukinni
boldýpt og malabreidd fylgir aukin áhætta, aðrir skrokkeiginleikar hafa ekki marktækt sam-
hengi við endingu. Fylgni kynbótaeinkunna fyrir mjaltir, frumutölu og gæðaröð haföi meðal-
háa neikvæða fylgni við áhættu kúnna á förgun. Samhengi virkrar endingar (FPL) og annarra
Förgunarár
1. mynd. Helstu forgunarástæður íslenskra mjólkurkúa 1983-2001.