Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 125
123
eiginleika er nánar
útlistað í 2. töflu.
Fylgnitölur
fyrir MPL eru
svipaðar og fyrir
FPL, þó er fylgni
mjalta og gæða-
raðar veikari, en
fylgni frumutölu
er talsvert sterkari.
Sjá nánar í 3.
töflu.
Kynbótaeinkunnir
nauta
Einkunnir 138
nauta sem fædd
eru eftir 1990 eru
á bilinu 0,645-
1,540 fyrir FPL.
Það þýðir að dætur
lökustu nautanna
eru í 2,3 sinnum
meiri áhættu á að
vera fargað heldur
en dætur þeirra
nauta sem best
endast. Það vekur
nokkra athygli að
nokkur fjöldi nauta
sem hlaut ekki
frekari notkun að
loknum afkvæma-
prófunum fær all-
góða niðurstöðu. í
4. töflu má sjá lista
yfir þau 20 naut
sem fá hagstæðasta
matið í rannsókn-
inni.
2. tafla. Fylgni kynbótaeinkunna fyrir FPL og annarra eiginleika.
Eiginleiki Fylgni við FPL P Samhengi við áhættu á forgun
Boldýpt 0,31 <0,001 Dýpri bolur, aukin áhætta
Útlögur 0,17 0,31
Yfirlína -0,09 0,18
Malabreidd 0,28 <0,001 Breiðari malir, aukin áhætta
Bratti mala 0,01 0,81
Halli mala 0,06 0,36
Staða hækla frá hlið 0,11 0,10
Staða hækla að aftan -0,06 0,38
Halli klaufa -0,06 0,38
Júgurfesta -0,31 <0,001 Betri júgurfesta, minni áhætta
Júgurband -0,32 <0,001 Sterkara júgurband, minni áhætta
Júgurdýpt -0,38 <0,001 Dýpra júgur, aukin áhætta
Spenalengd -0,45 <0,001 Lengri spenar, aukin áætta
Spenaþykkt 0,32 <0,001 Þykkari spenar, aukin áhætta
Spenastaða -0,09 0,20
Mjaltir -0,38 <0,001 Betri mjaltir, minni áhætta
Skap 0,01 0,83
Fmmutala -0,40 <0,001 Meiri júgurhreysti, minni áhætta
Gæðaröð -0,54 <0,001 Betri gæðaröðun, minni áhætta
3. tafla. Fylgni kynbótaeinkunna fyrir MPL og annarra eiginleika.
Eiginleiki Fylgni við MPL P Tengsl við áhættu á forgun
Boldýpt 0,35 <0,001 Aukin boldýpt, aukin áhætta
Útlögur 0,16 0,06
Yfirlína 0,03 0,72
Malabreidd 0,34 <0,001 Breiðari malir, aukin áhætta
Bratti mala 0,05 0,55
Halli mala 0,07 0,43
Staða hækla ffá hlið 0,09 0,31
Staða hækla að aftan -0,02 0,80
Halli klaufa -0,02 0,80
Júgurfesta -0,32 <0,001 Sterkari festa, minni áhætta
Júgurband -0,28 <0,001 Sterkara júgurband, minni áhætta
Júgurdýpt -0,42 <0,001 Dýpra júgur, aukin áhætta
Spenalengd -0,44 <0,001 Lengri spenar, aukin áhætta
Spenaþykkt 0,32 <0,001 Þykkari spenar, aukin áhætta
Spenastaða -0,09 0,31
Mjaltir -0,30 <0,001 Betri mjaltir, minni áhætta
Skap 0,13 0,12
Frumutala -0,51 <0,001 Meiri júgurhreysti, minni áhætta
Gæðaröð -0,42 <0,001 Betri gæðaröðun, minni áhætta
Umh verfisþœttir
Ár-mánuður. Áhætta á förgun eykst jafiit og þétt yfir tímabilið, það er í góðu samræmi við
styttingu endingartíma kúnna. Áhættan sveiflast einnig mikið innan ársins, framan af er hún
mest að haustinu, en á síðari hluta tímabilsins verður sveiflan óreglulegri, þá má sjá toppa
þegar stjómvaldsaðgerðir sem hafa áhrif á ffamleiðsluumhverfi koma til ffamkvæmda (2.
mynd).
Aldur við fyrsta burð. Hækkandi aldur við fyrsta burð virðist valda aukinni áhættu á förgun,
upp að 24 mánaða aldri. Engin aukning verður á aldursbilinu 24-34 mánuðir, úr því eykst