Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 127
125
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Virk ending
Mjög svipaður erfðabreytileiki á virkri endingu hefur fundist í erlendum rannsóknum.
Roxström og Strandberg (2001) fundu sama arfgengi á eiginleikanum og í þessari rannsókn,
0,10. Samkvæmt van der Linde og de Jong (2002) er það sama uppi á teningnum í Danmörku
og Þýskalandi, þar hefur arfgengi þessa eiginleika verið metið 0,10 og 0,11. í Frakklandi
hefur mælst hæst arfgengi á þessum eiginleika, 0,20 (Ducrocq 1999). Þess ber þó að geta að
skilgreining á arfgengi sem þar er notuð er lítillega ffábmgðin þeirri sem hér er notuð.
Júgurbólgu-íengd ending
Einungis er vitað um tvær rannsóknir á þessum eiginleika; Roxstöm og Strandberg (2001)
mátu arfgengi á þessum eiginleika vera 0,29, sem er talsvert hærra en í þessari rannsókn, og
Diirr (1997) fann arfgengi á júgurbólgu-tengdri endingu upp á 0,14. Mat á arfgengi á þessum
eiginleika er talsvert hærra en á júgurbólgunni sjálffi, en samkvæmt Nielsen o.fl. (1996) er
það yfirleitt lægra en 0,05. Hér á landi er ffumutalan notuð sem mælikvarði á júgurhreysti,
arfgengi hennar er 0,08-0,14, á fyrsta-þriðja mjaltaskeiði (Ágúst Sigurðsson munnl. heimild).
Tengsl við aðra eiginleika
í erlendum rannsóknum hefur júgurbygging sterkasta tengingu við endingu kúnna, sem er í
góðu samræmi við niðurstöður verkefhis þessa. Rogers o.fl. (1996) benda á sterk tengsl em
milli góðrar júgurfestu, vel borinna júgra og lágrar tíðni júgurbólgu, sem er helsta dánarorsök
íslenskra mjólkurkúa. Einnig er vel þekkt að kýr með langa og þykka spena em í meiri hættu á
spenaslysum, spenastigi o.þ.h. Mjaltir kúnna hafa veruleg áhrif á vinnu við gripina, niður-
stöður þessarar rannsóknar benda til að kýr með hraðar og jafnar mjaltir séu í minni hættu á
förgun, sem kemur ekki á óvart.
Pasman og Reinhardt (1999) rannsökuðu samhengi endingar og útlitsþátta í línulega
matinu. Þeir fundu mjög svipað samhengi förgunaráhættu og boldýptar og hér (niðurstöður
þessarar rannsóknar innan sviga), 0,28 (0,31), hins vegar er sterkara samhengi hér milli
endingar og malabreiddar en þeir fundu, 0,16 (0,28). Fylgnin sem þeir fundu milli júgurfestu
og júgurdýptar var eilítið sterkari en hér fannst, -0,38 og -0,41 (-0,31 og -0,38), kýr með vel
fest og vel borin júgur em því í minni hættu á að vera fargað en þær sem em með meiri júgur-
dýpt og lakari festu. Á hinn bóginn bendir niðurstaða þeirra til veikara samhengis milli
förgunaráhættu og júgurbands, -0,15 (-0,32), og spenalengdar, -0,12 (-0,45), en hér er á
ferðinni.
Pedersen (2000) faim veikari fylgni milli förgunaráhættu og spenaþykktar en hér, 0,14
(0,32). Nielsen o.fl. (1999) fundu ekki marktækt samhengi milli mjalta og endingar. Visscher
og Goddard (1995) mátu erfðafylgni hlutfalls dætra á lífi við upphaf 2-4 mjaltaskeiðs (e.
stayability) og gæðaraðar í áströlskum Holstein sem -0,55, -0,52 og -0,54, í þessari röð talin.
Þeir mátu sömu eiginleika hjá áströlskum Jersey kúm, niðurstaðan þar var mun skýrari en hjá
svartskjöldóttu kúnum, eða -0,92, -0,93 og -0,91 fyrir hlutfall lifandi dætra við upphaf 2-4
mjaltaskeiðs. Eðlilegt er að fylgni gæðaraðar og lifunarhlutfalls sé neikvæð, þar sem einkunn
fyrir gæðaröð er betri eftir því sem hún er lægri.
Það kemur ekki á óvart að fylgni kynbótaeinkunna fyrir MPL og frumutölu skuli vera
nánari, heldur en fylgni frumutölu og FPL, þar sem frumutalan er notuð sem mælikvarði á
júgurbólgu. Sama var upp á teningnum hjá Roxström og Strandberg (2001); fylgni frumutölu
og MPL var -0,75 (-0,51), en fylgni frumutölu og FPL mældist -0,36 (-0,40).
Neerhof o.fl. (2000) könnuðu einnig samhengi milli kynbótaeinkunna nauta fyrir
frumutölu og endingu dætra þeirra (FPL). Þegar einkunnir þeirra nauta sem áttu a.m.k. 50