Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 128
126
fallnar dætur voru notaðar var fylgnin álíka og í þessari rannsókn, -0,37 (-0,48), ef ein-
göngu var stuðst við einkunnir nauta sem áttu 100 eða fleiri dætur var fylgnin nokkuð
ákveðnari, -0,48.
Umhverfisþœttir
Ár-mánuður. Förgunaráhætta innan árs-mánaðar eykst jafnt og þétt yflr tímabilið í heild og
hægt er að greina þegar pólitískar ákvarðanir er varða ffamleiðsluumhverfið eru teknar.
Kvótakerfi í mjólkurffamleiðslunni er tekið upp um miðjan áttunda áratuginn, áhrif þess sjást
þó vart að fullu í þessari rannsókn. Um leið fer ffumutala mjólkurinnar að hafa áhrif sem
gæðaþáttur í ffamleiðslunni. Þær kröfur eru hertar jafht og þétt, fyrst 1992, aftur 1994 og enn
árið 1998. Þessum auknu kröfum sést staður í rannsókninni, t.d. í febrúar 1992 þegar talsverð
förgun gripa átti sér stað, einnig tók nýr samningur lun starfsskilyrði mjólkurffamleiðslunnar
gildi þá um haustið, sem eflaust hefur haft sín áhrif.
Framan af tímabilinu er förgunaráhættan mest að haustinu, þegar kýmar em að koma á
innistöðu. Þá liggur einnig fyrir hver ffamleiðslurétturinn fyrir komandi ár er, þannig að ffam-
leiðendur sjá það nokkuð í hendi sér hver gripafjöldinn þarf að vera. Eftir 1990 breytist þetta
mynstur nokkuð, sveiflumar innan ársins verða minni, en um leið óreglulegri, mest í takt við
breytingar sem verða á ffamleiðsluumhverfi. Þá koma t.d. inn álagsgreiðslur fyrir mjólk (C-
greiðslur), sem án efa hafa haft áhrif á förgunarstefnu bænda. Ennfremur ber að geta þess að í
upphafi tímabilsins sem gögnin ná yfir var starfsemi sláturhúsa árstíðabundin á sumum
svæðum á landinu.
Aldur við jyrsta burð. Aldursáhrif sem Roxström og Strandberg (2000) og Ducrocq (1999)
fundu em í góðu samræmi við niðurstöður þessarar rannsóknar, að hækkandi aldur við fyrsta
burð eykur áhættu á förgun. Ducrocq (1999) bendir þó á að kúm sem em mjög ungar þegar
þær koma í ffamleiðslu sé siður refsað fyrir litlar afurðir, þannig að þau áhrif sem sjá má neðst
á skalanum séu samspilsáhrif aldurs og afúrða.
í þessu samhengi er ástæða til að velta fyrir sér hvort ekki ætti að skoða áhrif aldurs við
fyrsta burð innan hvers árs, þar sem miklar breytingar hafa orðið á meðalaldri kvígnanna
þegar þær bera fyrsta sinni. Talsverður fjöldi bænda hefur hætt að láta kvígur bera við
ákveðinn aldur og látið þær þess í stað bera á ákveðnum tíma, að hausti til.
Afurðir. I rannsókn de Jong o.fl. (1999) komu ífam mjög svipuð áhrif afúrða og hér, kýr sem
komast ekki í 2/3 af meðalafúrðum á búinu em í u.þ.b. 3 sinnum meiri hættu á förgun en með-
alkýrin. Líkt og hér vom afúrðamestu kýmar í tæplega helmings áhættu á förgun m.v. meðal-
kýmar. í rannsókn Strandberg og Roxström (2001) var áhætta kúnna í lægstu afúrðaflokk-
unum miklu hærri en hér, þar vom kýr sem náðu einungis 2/3 af meðaldagsnyt á búinu í 8-10
sinnum meiri áhættu á förgun en meðalkýrin. í þeirra rannsókn höfðu afúrðir sterkari áhrif á
förgunaráhættuna í MPL en í FPL, sem er öfúgt við það sem hér fannst.
í þessu samhengi er rétt að velta fyrir sér hvort minni afúrðir vegna júgurbólgu hafi meiri
áhrif hér en í öðmm rannsóknum, þar sem júgurbólgan ber höfúð og herðar yfir aðrar
förgunarástæður og er líklega meira vandamál hér en annars staðar. Það er vel þekkt að júgur-
bólga hefúr neikvæð áhrif á afúrðasemi kúnna og því kann sú að vera skýringin að ekki finnst
eins sterkt samhengi afúrða og endingar hér eins og annars staðar gerist.
Staða á mjaltaskeiði. Hin mikla áhætta ffaman af mjaltaskeiði kemur ekki á óvart í ljósi þess
hve júgurbólga er stór ástæða þess að hérlendar kýr ganga fyrir ættemisstapann, en samkvæmt
Heringstad (1999) koma 65% júgurbólgutilfella upp á fyrstu 80 dögum mjaltaskeiðsins. Diirr
(1999) fann svipað mynstur í förgunaráhættu (FPL) innan mjaltaskeiðs, áhætta jókst hratt fyrri
hluta mjaltaskeiðsins og minnkaði síðan er leið á. Strandberg og Roxström (2000) fúndu allt