Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 132
130
RAÐUNnUTRFUNDUR 2003
Áhrifavaldar á framleiðslukostnað heys
Ríkharð Brynjólfsson1 og Jónas Bjamason2
' Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
2Hagþjónustu landbúnaðarins
YFIRLIT
Reynt er að nálgast íramleiðslukostnað heys (túnreiknings) í úrtaki búreikningabúa með yfir 90% greiðslumarks
í mjólk. Til að fá samanburð búa er kostnaði deilt á innlagða mjólkurlítra. Inni í þeim kostnaði er öll nautakjöts-
framleiðsla og uppeldi. Fjöldamargir óvissuþættir eru í þeim útreikningum. Að jafnaði reyndist hluti tún-
reiknings í framleiðslukosmaði mjólkurlítrans 19,89 krónur og fjórðungsmörk 15,51 og 23,36 krónur.
INNGANGUR
Framleiðslukostnaður á heyi er óvissustærð í íslenskum búskap og raunverulegt verð jafii-
breytilegt og búin eru mörg. Sumir kostnaðarþættir teljast aðíong, áburður, plast, íblöndunar-
efni, aðkeypt vinna manna og véla og flutningar. Þessa þætti er yfirleitt hægt að mæla með
nokkurri vissu. Verra er með kostnaðarliði innan bús. Þar á meðal er kostnaður við rekstur
tækja og véla, afskriftir véla, fjármagnskostnaður og vinna. Yfirleitt er ekki um að ræða
hreina skiptingu þessara kostnaðarliða milli þátta í búrekstrinum. Við bætist hvemig á að
meta afskriftir véla og tækja, margir bændur afskrifa flýtifyma hraðar en sem nemur raun-
vemlegri verðrýmun vélanna. Enn má nefna gamalt álitamál úr búreikningum og sem Guð-
mundur heitinn Jónsson notaði til að fá nemendur til að bijóta heilann, á hvers kostnað er út-
akstur á skít. Hvenær lýkur heyskapnum, fyrir 15 árum hefðum við talið augljóst að honum
lyki þegar heyið er orðið fullþurrt í hlöðu, rétt eins og sjálfsagt þykir að reikna plast og gam
til heyöflunar nú. En hvað með vélavinnu við að flytja rúllur úr stæðu að fjósi?
Þá er enn ótalinn vinnuþátturinn sem í fæstum tilfellum er skráður.
Eitt vandamál er hvemig á að taka með kostnað við túnið sjálft, þ.e. ræktunarkostnað og
afskrift hans. Ingvar Bjömsson (2000b, 2001) tók tillit til mismunandi endingar túna í sínu
reiknilíkani að verðmati heys, en Hagþjónusta landbúnaðarins gerir ráð fyrir tiltekinni af-
skrift, 2,5% af ræktun og 5% af girðingum í árlegum útreikningi sínum á ffamleiðslukosmaði
á heyi (www.hag.is).
Við útreikning Ingvars og Hagþjónustunnar em búin til reiknuð dæmi sem talin em
dæmigerð til að komast að niðurstöðu. Hér verður þess ffeistað að nota gagnasafii Hag-
þjónustu landbúnaðarins, þ.e. búreikninga til að meta heykostnað á kúabúum.
Sem grunn að gagnasafninu vora tekin út kúabú sem notuð em við uppgjör túnreiknings í
ritinu Niðurstöður Búreikninga 2001 (Hagþjónusta landbúnaðarins 2002a), 131 af 168 sér-
hæfðum kúabúum sem til uppgjörs komu. Ýmsar ástæður liggja til þessarar grisjunar, s.s.
ófullkomnir túnreikningar og einnig var þama kastað út búum sem stunda kom- og/eða græn-
fóðurrækt, því kostnaðarskipting þar á milli er oft óljós.
HREINSUN GAGNASAFNSINS
Til að gera gagnasafiiið einsleitara var það enn hreinsað samkvæmt eftirfarandi forsendum:
• Aðeins vom tekin bú með yfir 90% greiðslumark í mjólk. Þetta fækkaði búum mikið,
en sérhæfð kúabú teljast þau sem hafa yfir 70% tekna af nautgripum.