Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 133
131
• Aðeins voru tekin með bú með greiðslumark milli 80.000 og 200.000 lítra. Við þetta
duttu nokkur bú út. Bú yfír 200.000 lítra voru fá og mjög dreifð, en bústærð á þessu
bili (80-200 þús.) voru ágætlega samhangandi.
• Að þessu loknu var túnstærð leiðrétt vegna íjáreignar, þannig að einn hektari var
dreginn frá fyrir hveijar 10 vetrarfóðraðar kindur. Búum sem eftir það fóru niður fyrir
1 eða yfir 2 ha/kú var kastað. Sérhæfðu kúabúin voru með allt frá 0,5 til 4,0 ha/kú.
1. tafla. Meðaltöl búa í útr ikningunum.
Eftir þetta stóðu eftir 63 bú. Það kann að þykja lítið,
en úrtakið er þó nógu stórt til þess að mikið þarf til að
hagga meðaltölum, miklu frekar er ástæða til að hafa
áhyggjur af þvi hve dæmigerð þessi bú em fyrir sérhæfð
kúabú almennt. Búum er ekki kastað vegna óvenjulegra
frávika í einhveijum kostnaðarliðum, en gerð verður
grein fyrir slíku hveiju sinni. Undantekning er þó eitt bú
með afbrigðilega mikil áburðarkaup, nær þrefalt meiri en
vænta mætti eftir bústærð. Uppgjörið nær því til 62 búa.
Samdráttur þessara búa er í 1. töflu.
KOSTNAÐUR Á KG, FE, HEKTARA,
KÚ EÐA LÍTRA?
Til að gera búin samnefiid verður að skipta kostnaði niður
á einhveija einingu. I niðurstöðum búreikninga er búum
skipt eftir uppskem í FE/ha og reiknaður framleiðslu-
kostnaður á FE. Fóðureiningauppskeran er mjög ótrygg,
komin úr forðaskýrslum og í raun safhað i öðrum til-
gangi. Þó hektarafjöldinn sé hreinsaður, eins og að ofan
er greint, er fjöldinn samt líklega ónákvæmur í einhveijum tilvikum. Kúafjöldinn er áreiðan-
legur og sama er um innvegna lítra. Að athuguðu máli var ákveðið að leggja aðaláherslu á
kostnað við hvem lítra innveginnar mjólkur og kostnaði innan h ers bús er deilt á innlagða
lítra. Dreifingin er í mörgum tilfellum mjög skekkt og því eru niðurstöður settar fram með
meðaltölum, miðgildum, en helmingur búanna em undir og helmingur yfir því, og fjórðungs-
mörkum, þ.e. þau mörk sem greina lægsta og hæsta fjórðung búanna.
Hafa verður í huga við túlkun að hveijum innlögðum mjólkurlítra fylgir heimtekin mjólk,
allt uppeldi og kjötframleiðsla. Lítrinn er þannig nánast einkennistala um umsvif búsins.
Afskriftir em vandmeðfamar. Ekki reyndist unnt að fara inn í fymingarskýrslur einstakra
búa til að greina tæki til heyskapar frá öðrum eða samræma afskriftarhlutfall. Hér er tekinn sá
kostur að allar afskriftir véla og tækja em færðar á heyskap. I því er ofinat, þvi sum tæki em
alls ekki notuð við heyskap og önnur að meiri eða minni hluta. Á móti kemur að inn í út-
reikningana em engir vextir teknir. Má svo lengi deila um hvað sé rétt í málinu. Eins tekur
túnið ekki neinn þátt í byggingum, þó vélageymslur gætu komið til greina.
Fjöldi reikninga 62
Fjöldi mjólkurkúa 32
Vetrarfóðraðar kindur 23
Magn heys í FE 171
Innvegið kindakjöt, kg 358
Fjöldi lamba til nytja 57
Innvegnir mjólkurlítrar, þús. 135
Meðalnyt kúa 4299
Stærð túna, ha 44
Stærð túna, leiðrétt 42
,JVÍeðalnyt“/ha 3057
Mánaðarverk 24
Bústærð í ærgildum 771
Þ.a. greiðslumark í mjólk 748
Vélar og tæki, þús. 3568
Afskrift véla, þús. 959
Aburður og sáðvörur, þús. 549
Búvélar, þús. 451
Aðrar rekstrarvörur, þús. 182
Þjónusta, þús. 132
Heysala/komsala, þús. -6
GREfNING KOSTNAÐARLIÐA
Samdráttur kostnaðar er sýndur i 2. töflu og dreifing heildarkostnaðar á lítra í 1. mynd. Eins
og vænta má er áburðarkostnaður og rekstur dráttarvéla yfirgnæfandi.
Áburðarkostnaðurinn sveiflast afar mikið, á nokkrum búum er enginn áburður skráður, en
mestu áburðarkaupin em nær 10 kr. á lítra. Hvorttveggja kann að skýrast af birgðabreyt-
ingum, en við frumvinnslu reikninganna var allur áburður sem keyptur var að hausti talinn til
eignar. Langmestur hluti búanna er þó á þröngu bili, helmingurinn milli 3,12 og 4,55 króna,
afbrigðileg teljast gildi undir rúmri krónu og yfir 7 krónum.