Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 136
134
Hlutdeild í vélakostnaði er ekki skráð, þó flestir fari nokkru nærri um það hver á sínu búi.
Afskriftir eru mjög mismunandi og ekki endilega í nokkru samhengi við endingartíma véla og
tækja. Söluhagnaður, t.d. dráttarvéla sem hafa verið flýtifymdar, kemur hvergi við sögu í tún-
reikningi.
Uppskera er vægast sagt illa metin. Ekki er hefð fyrir því að fylgjast öðmvísi með af-
rakstri einstakra spildna öðruvísi en í besta falli með ágiskun og eftir minni, þó undan-
tekningar séu frá þessu sem öðm. Enn ffekar gildir þetta um uppskeruna sem fóðureiningar.
Tölur forðagæslunnar um uppskeru em afar ónákvæmar.
Almennt virðist ekki mikill hvati til þess meðal bænda að greina kostnað við heimaaflað
fóður sérstaklega. Undantekning er þó komrækt, en stórir þættir kostnaðar þar em þannig að
hann blandast ekki við annað, t.d. sáðkom, uppskera og verkun, sem að auki er að vemlegu
leyti aðkeypt. Uppskemmæling er líka tiltölulega auðveld og gera má ráð fyrir að orkugildi
komsins sveiflist á þröngu bili.
Raimkostnaður við framleiðslu gróffóðurs hlýtur alltaf að verða mismikill frá búi til bús
og að verulegu leyti byggjast á skiptingu kostnaðarliða innan bús. í verðlagsgmndvelli kúa-
búa er tekið mið af vinnumælingum við ýmsa þætti búrekstrarins á völdum búum. E.t.v. væri
hægt að fara svipaða leið í leit að framleiðslukostnaði heys; semja við einhvem afinarkaðan
hóp bænda um nákvæma greiningu á innbyrðis kostnaðarliðum, með sérstakri lyklun í bók-
haldi og vinnuskráningu manna og tækja. Því þyrfti að fylgja skráning uppskem hverrar tún-
spildu.
í flestum tilvikum mætti líklega komast nærri hinu „sanna“ með notkun reiknilíkans þess
sem Ingvar Bjömsson (2000a) notaði, en það er norskt að uppruna (0yvind Hansen 1997). í
því felst að innri og ytri kostnaðarliðum, föstum og breytilegum, er skipt á „búgreinar“. Það
verður ekki nákvæmt nema með traustu bakgrunnsbókhaldi, en í flestum tilfellum munu
bændur geta greint nægilega milli, þannig að bærileg nálgim náist.
Gróffóðuröflunin er svo stór liður í rekstrarkostnaði allra búa að óviðunandi er að hafa
engar rauntölur til að styðjast við. Það á jafnt við um tilkostnað og afrakstur.
HEIMILDIR
Ásdís B. Geirdal & Ingibjörg Sigurðardóttir, 2002. Niðurstöður úr vinnuskýrslum 2001. Rit Hagþjónustu land-
búnaðarins nr. 2(2002), 48-59.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 2002a. Niðurstöður búreikninga 2001, 112 s.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 2002b. Áætlaður beinn kostnaður við heyframleiðslu sumarið 2002. (http://www.
hag.is/01hevkosmadur2002.pdfi.
Ingvar Bjömsson, 2000a. Er heyið þitt dýrara en kjamfóður? Freyr 96: 12-14.
Ingvar Bjömsson, 2000b. Hagkvæm gróffóðurframleiðsla á kúabúum. Ráðunautafundur 2000, 330-337.
Ingvar Bjömsson, 2001. Gróffóður á kúabúum. Rit búvísindadeildar nr. 25,40 s.
Þóroddur Sveinsson & Laufey Bjamadóttir, 1999. Samanburður á alíslenskum, Angusxíslenskum og Limó-
sínxíslenskum nautgripum. I - Át, vöxtur og fóðumýting. Ráðunautafundur 2000, 179-195.
0yvind Hansen, 1997. Norden, 15(1997).