Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 138
136
1. tafla. Meðalstærð búreikningabúanna 2001 (skv. Hagþjónustu
landbúnaðarins 2002).
Ærgildi Gr.mark Vetrarf.
Bú (fjöldi) Tún, ha alls mjólk ær
Meðalbú (320) 37 553 390 163
Kúabú (168) 44 758 709 50
Sauðfjárbú (103) 30 317 0 317
aðeigandi búgreinum. Stærð búanna var að meðaltali eins
og sýnt er í 1. töflu.
Töluverður munur er á stærð kúa- og sauðfjárbúa,
sem hafa verður í huga við skoðun kostnaðartalna. í 2.
töflu má sjá meðaltöl liðanna fjögurra, sem nefndir voru
hér að framan; annars vegar meðalupphæð í þúsundum
króna, en hins vegar upphæðina sem hlutfall af heild við-
komandi liðar:
Vélaeign: Að jafnaði er fjórðungur bókfærðra eigna með-
albúsins bundinn i vélum og tækjum, heldur meira á
sauð^árbúum en kúabúum. Skýrist það m.a. af fullvirðisréttar-„eign“ kúabúanna sem á sér
óverulega hliðstæðu á sauðfjárbúum.
Fjárfesting: Árasveiflur fjárfestinga í vélum og tækjum eru töluverðar. Árið 2001 nam sú
fjárfesting að meðaltali 780 þús. króna. Hún var liðlega þrisvar sinnum meiri á kúabúum en
sauðfjárbúum, enda hafa kúabúin mörg lifað tæknibyltingu á allra seinustu árum. Á meðal-
búunum 320 nam fjárfesting í vélum og tækjum því um það bil 250 milljónum króna.
Heildarfjárfesting í búvélum og tækjum árið 2001 gæti því hafa legið nærri tveimur mill-
jörðum króna.
Afskriftir: Að meðaltali námu afskriftir véla og tækja 735 þús. króna á meðalbúinu; tæpum
helmingi allra afskrifta. Mestur hluti afskrifta sauðfjárbúanna var af tækjaeigninni. Vélafloti
kúabúanna er ekki aðeins meiri, svo sem bústærðarmim nemur, heldur líka yngri; véla-
afskriftir kúabúanna nema 38% allra afskrifta, samanborið við 70% á sauðfjárbúunum.
Rekstur: Rekstur búvéla og tækja kostaði 379 þús. krónur á meðalbúinu; nam það 14% af
öllum breytilegum kostnaði. Á sauðfjárbúunum vegur rekstrarkostnaður tækjanna hlutfalls-
lega þyngra en á kúabúunum.
Það er einkum þrennt sem einkennir búvélakostnaðinn samkvæmt niðurstöðum bú-
reikninganna árið 2001:
• í fyrsta lagi það að þyngsti vélakostnaðurinn verður ekki vegna daglegrar notkunar
vélanna. Hann verður hins vegar til á því augnabliki sem véla- og tækjakaupin eru
gerð. Þá er grunnurinn lagður að afskriftum vélanna og þeim árlegu vöxtum sem
greiða þarf af fjárfestingunni - fasta kostnaðinum sem er þyngsti fjárhagsþáttur véla-
rekstursins.
• í öðru lagi þarf að gæta að nýtingu vélanna. Þótt kaupa megi vélar af ýmsum
stærðum (og gerðum), bæði nýjar og notaðar, eru valkostir í kaupverði fremur tak-
markaðir. Þá er hin leiðin fær að reyna með einhveijum hætti að auka nýtingu
vélarinnar, t.d. með nágrannasamvinnu, verktöku, nú ellegar með nýjum og/eða
meiri verkefnum vélarinnar á eigin búi.
2. tafla. Hlutur véla og tækja í eignum,
fjárfestingu og rekstri búreikningabú-
anna 2001 (skv. Hagþjónustu landbún-
aðarins 2002).
Þús. kr. %
Eignir
Meðalbú 3117 24
Kúabú 3936 22
Sauðfjárbú 2178 30
Fjárfesting
Meðalbú 780 42
Kúabú 1117 36
Sauðfjárbú 346 85
Afskriftir
Meðalbú 735 44
Kúabú 971 38
Sauðfjárbú 429 70
Rekstur
Meðalbú 379 14
Kúabú 447 12
Sauðfjárbú 293 24