Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 139
137
• í þriðja lagi sýnist sérstök ástæða til að huga að vélarekstri sauðfjárbúanna. Skoða
ber rækilega hvort enn meiri samnýting búvéla, ekki síst hinna dýrari, - sameign
ellegar verktaka, sé fýsilegur kostur. Á sauðfjárbúunum er sérstök ástæða til þess að
undirbúa endumýjun véla og vélakaup vandlega.
ÁHRIF REKSTRARFORMS Á BÚVÉLAKOSTNAÐ
Niðurstöðumar hér að framan sýna m.a. mikilvægi þess að fjárfestingin í vélakostinum nýtist
sem best. Mikilvægi þess verður seint ofmetið (Hunt 1995). Aukin hagkvæmni í rekstri bú-
véla við meiri yfirferð má segja að orsakist af þrennu:
• Minni hætta á vannýttum fjármagnskostnaði við meiri notkun.
• Betri nýting mannafla þegar mögulegt er að fjárfesta í afkastameiri vélum.
• Stærri búvélar em oft hlutfallslega ódýrari, miðað við afköst.
Ef menn vilja nýta sér hagkvæmni stærðarinnar reka menn sig hins vegar á ýmis vanda-
mál og þessi helst:
• Vandasamt er að ná hagkvæmum rekstri fyrir aflvélina.
• Milliferðir og flutningar taka mikinn tíma.
• Mikið liggur við að hinar sérhæfðu vélar séu rekstraröruggar.
Það er því ljóst að til þess að ná hámarksnýtingu á fjárfestingu í vélum, hvort sem er fyrir
bændur, verktaka eða búnaðarfélög, þarf gaumgæfilega ígrundun á samræmi og notkun allra
þeirra tækja sem nota á í ffamleiðsluferlinum. Við vitum að búvélar falla hratt í verði og þess
vegna er dýrt að skipta þeim ofl út og nauðsynlegt að gera áætlun um vélvæðingu til lengri
tíma.
MIKILVÆGAR FORSENDUR GÓÐRAR ÁÆTLUNAR UM VÉLVÆÐENGU
Undirstaða áætlunar um vélvæðingu er sótt í rekstraráætlun búsins - en á henni byggjast
áætlanir um hina einstöku þætti í búrekstrinum. Hér verða nokkrar mikilvægar forsendur
nefndar; listinn er ekki tæmandi:
• Búreksturinn:
• Stærð og uppskera túna og þess lands sem fóðurs er/verður aflað af ár hvert.
• Mannafli búsins; kunnátta hans, vilji og geta til vélanotkunar og vélahirðingar.
• Jarðrækt, fóðuröflun og fóðurstefna búsins; Fóðurþörf búsins? Grænfóðurrækt,
komrækt endurræktun? Heimafóður eða keypt fóður til afurðafóðrunar? Kjörtími
heyöflunarinnar (tiltækir heyvinnudagar) og jarðvinnslu á búinu? Eru tún í góðri
rækt? Stærð spildna og skipulag túna? Flutningavegalengdir?
• Önnur not véla.
• Sveitarhættir og nábýli. Fjarlægð til nágranna (eiginleg og óeiginleg) og aðstaða
þeirra með hliðsjón af samnýtingu véla; sameign, -rekstri eða verktöku? Markaður
fyrir vélavinnu (snjómokstur, jarðvinnslu og aðra landhirðu o.s.fiv.).
• Tækni og kostnaður:
• Vextir af fjármagni; eigið fé og lánsfé.
• Afskriftatími véla, ending þeirra, vélanýtingarstefna búsins (vélum slitið út eða
þær endumýjaðar reglulega).
• Upplýsingar um afköst vélanna, aflþörf þeirra og kaupverð (notaðar - nýjar). Þar
sem opinberum niðurstöðum prófana er ekki lengur til að dreifa þarf að gæta vel
að áreiðanleika upplýsinga um afköst og aflþörf vélanna.
• Verðskrár og tilboð vélaverktaka sem völ kann að vera á.