Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 140
138
• Verð nauðsynlegra aðfanga, s.s. eldsneytis, olíu, plast, bindigams/nets, hjálpar-
efna.
• Launakrafa bónda og fólks hans/hennar.
HVERNIG GERUM VIÐ GÓÐA ÁÆTLUN UM VÉLVÆÐINGU?
Eðlilegt er að byija á að skoða núverandi tækjabúnað. Greina þarf flöskuhálsa, fjarlægja
óþarfar vélar og verkþætti og meta þörf fyrir endumýjun véla til skamms tíma. Þá er rétt að
setja upp vélakostnað sundurgreindan á einstakar vélar. Þá má gera tilraunir með að bæta við
og skipta út vélum og skoða hvaða áhrif það er líklegt til að hafa á tekjur og vélakostnað. Rétt
er að einbeita sér í fyrstu að þeim vélum sem við vitum að takmarka afköst við t.d. heyskap
eða jarðvinnslu og einnig þeim sem virðast vannýttar. Alltaf ætti að bera saman fleiri en einn
kost, t.d. ijárfestingu í nýrri rúllusamstæðu eða kaup á tilsvarandi þjónustu frá verktaka.
Kappkosta ætti að hafa ekki dráttarvélar of margar, a.m.k. ekki fleiri en tiltæka ökumenn!
TILRAUN GERÐ MEÐ REIKNTVÉL
Á veraldarvefiium má finna fjölda reiknivéla
sem hægt er að nota til að áætla búvéla-
kostnað. Slóðir til nokkurra þeirra er að finna í
heimildaskrá. Einnig má búa til einföld líkön,
t.d. í Excel-töflureikni. Hér á eftir verður sýnd
lítil tilraun um heyskap gerð með reiknilíkani í
Excel-töflureikni (Bjami Guðmundsson 2003)
og em forsendur listaðar á 1. mynd.
Við val á forsendum er mikilvægt að
byggja á aðstæðum hins einstaka bús, sjá það
sem áður er sagt um búreksturinn, tækni og
kostnað. Við tökum hér dæmi um heyskap og
vélaflota á búi sem telja má að mörgu leyti
dæmigert. Áætlaður er listi yfir þær vélar sem
notaðar em við heyskapinn og ýmsa kostn-
aðartengda eiginleika vélanna. Niðurstaðan er
sýnd á 2. mynd.
Nú berst okkur tilboð frá verktaka um að rúlla fyrir okkur fyrir kr. 500 pr. rúllu. Við viljum
meta hvort þetta sé hagkvæmt fyrir okkur og endurskoðum því líkanið með tilliti til þess. Niður-
staðan er sýnd á 3. mynd og þeir reitir, þar sem forsendum hefur verið breytt, em skyggðir.
Niðurstaðan er að þetta tilboð virðist ekki eitt sér breyta miklu um samanlagðan kostnað.
Að vísu spörum við nokkuð af eigin tíma yfir háheyskapinn, sem gæti nýst til aukinna afkasta,
en við veljum að taka ekki tillit til þess að svo stöddu. Hins vegar komum við nú auga á að ef til
vill gæti þetta tilboð þýtt að ekki sé lengur þörf fyrir þijár dráttarvélar. Við prófiim því að fella
eina dráttarvélina út, en bætum notkuninni á aðra dráttarvél DIH. Þar á móti gerum við ráð fyrir
mun hraðari endumýjun á þeirri vél. Niðurstaðan er sýnd á 4. mynd.
í 3. töflu er gerður samanburður á leið 1 (2. mynd) og leið 3 (4. mynd). Ástæðan fyrir því
að leið 3 er okkur hagkvæmari er samkvæmt þessari greiningu fyrst og ffemst betri nýting
dráttarvéla. Nú geta aðstæður verið þannig að þessi spamaður sé ekki raunhæfur, að hann
náist ekki til skamms tíma litið. Þannig getur t.d. verið að næsta árs kostnaður eigin rúlluvélar
sé ofrnetin, að hún dugi ágætlega eitt ár enn án þess að miklu sé kostað til. Hins vegar er það
mikilvæga að átta sig á því að þetta gæti verið skynsamleg stefiia til langs tíma litið.
Forsendur:
Túnstærö/yfirf., ha 45 mat
Uppskera, kg þe./ha 3.250 mat
Heymagn, tonn þe. 146 =
Heymagn í rúllu, kg þe. 220 mat
Rúllufjöldi, stk 665 =
Vextir, % 7 mat
Vinnulaun, kr./klst 1.000 mat
Vinna, klst/tonn þe. 2,3 mat
Heimakstur, t þe/klst 3 mat
Eldsneyti, kr./l 42 mat
Rúlluplast, kr./pl.rúllu 4.000 mat
Not viö heyskap, Dlll 0,75 mat
Not við heyskap, Dll 0,45 mat
Not viö heyskap, Dl 1,00 mat
1. mynd. Forsendur mats á vélakostnaði við
heyskap (dæmi).