Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 148
146
búinu er um 1000 ferbaggar/rúllur. Fóðurþörfin er hins vegar um 800 ferbaggar. Ég hef því
selt talsvert af heyi.
Frá árinu 1993 hef ég ræktað bygg til þroska. í byijun var ræktunin í smáum stíl, en eftir
stofnun einkahlutafélags um rekstur þreskivéla árið 1996 jókst hún talsvert. Segja má að sú
samvinna, sem komræktin krefst, hafi víkkað mikið sjóndeildarhringinn hvað varðar sam-
nýtingu á tækjum og kaup á þjónustu verktaka.
Ekki má gleyma því að til að hægt sé að kaupa út ákveðin verk þarf einhver að vera til-
búinn að vinna þau. Ég legg áherslu á að verktakinn hafi aíkastamikil tæki í heyskapinn.
Þannig tel ég þjónustuna best tryggða „á réttum tíma“. Við Skagfirðingar höfiim verið svo
heppnir að hafa í héraði áhugasama verktaka, sem tilbúnir hafa verið í slaginn hveiju sinni. A
það við um jarðvinnslu, heyskap, komskurð og fleira er lítur að vinnu við hefðbundinn land-
búnað.
TILHÖGUN HEYSKAPAR
Til ársins 2000 tók vinna við fyrri slátt að jafnaði rúmar þijár vikur. Tíu þurra daga tók að
fylla tuminn, þannig að ekki þyrfti að bæta á hann aftur. Það sem eftir var af heyskapnum tók
alltaf einhveija þurrkdaga. Árið 1998, fyrsta árið sem verktaki sá um að koma í plast því heyi
sem ekki fór í tuminn, tók fyrri sláttur 12 daga. Þá gat ég lokið honum öllum samhliða því að
fylla tuminn. Árið 2002 tók fyrri sláttur aðeins 4 daga (sjá 1. töflu) og tuminn ekki lengur
notaður undir hey.
1. tafla. Stærð ræktunar, fóðurgæði og tími fyrri sláttar á Stóru-Ökrum í nokkur ár ffá 1994-2002.
Ár 1994 1996 1998 2000 2002
Tún, ha 38,7 42,0 34,5 46,0 37,9
Grænfóður, ha 1,5 2,0 4,5 7,0 7,7
Bygg til þroska, ha 2,0 7,4 12,0 13,5 15,0
Meltanleiki, % 68-76 67-72 73-74 74-75 70-75
FEm/kg þe. 0,77-0,89 0,75-0,83 0,84-0,86 0,86-0,87 0,80-0,87
Þurreíni, % 40-44 32-66 33-55 42-50 51-74
Fyrri sláttur 28.6.-21.7. 20.6.-14.7. 2.7-13.7. 2.7.-5.7. 30.6.-2.7.
Hey ferbaggar/níllur 940 1160 888 960 702
Venjulega ræði ég við verktakann snemma vors um magn og verð fyrir þjónustu hans á
komandi sumri. Hann tekur fast gjald fyrir baggann. Fyrri sláttur hefst þegar vallarfoxgras er
að byija skrið. Þá hef ég rætt við verktakann og við fest tíma á verkið, með fyrirvara um
veður. Ég hef venjulega sumarmanninn með mér í heyskapnum og sér hann um að snúa
heyinu, en ég slæ og garða. Þegar veðurútlit er gott þá slæ ég fyrst allt fjölæra rýgresið, en
það liggur venjulega lengst 3-4 daga. Öllu heyi er snúið strax eftir slátt. í raun er snúnings-
vélin í gangi ffá kl. 8.00 til 19.00 þessa fjóra daga ef ekki rignir. Á öðrum degi er sleginn
helmingur túnanna sem eftir er, um 16 ha. Á þriðja degi er afgangur túnanna sleginn og ef
þurrkrn- er góður þá bindum við það sem slegið var á öðmm degi. í góðum þurrki er af-
gangurinn af heyjunum bundinn á fjórða degi eftir að sláttur hófst, en oftast liggur heyið þó
einum degi lengur. Ég legg mikið upp úr því að hey úr fyrri slætti séu vel þurr, helst yfir 50%
þe. Einnig finnst mér mikilvægt að vera ekki háður verktakanum með minn vinnutíma, t.d.
við að raka heyinu í garða. Ég vil vera búinn að koma því í garða fyrir klukkan 19.00 til að
röskun á kvöldmjöltum sé sem minnst. Eins og sjá má í 1. töflu tekur fyrri slátturinn lygilega
stuttan tíma. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því eftir er að aka heyi heim, hirða hána og
þriðja slátt af rýgresinu.