Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 150
148
REYNSLA AF BREYTTUM HEYSKAP
Þó ég sjái verulegan ávinning fjárhagslega og vinnuspamað við þá aðferð sem ég nota við
heyskap finnast að sjálfsögðu einnig gallar. Mér finnst til að mynda ferbaggar (80x80x200
cm), líkt og hefðbundnar 120 cm rúllur, allt of smáar einingar. A móti koma mikil afköst í
heyskapnum og að mjög þægilegt er að gefa heyið úr böggunum að vetri. Mín reynsla er
einnig sú að ekki er neitt vit í að binda blautt grænfóður í ferbagga, það er einfaldlega alltof
lítið magn sem kemst í hveija einingu. Rúllumar em aðeins skárri að þessu leyti. Sú aðferð að
raka allt hey saman áður en hafist er handa við böggun/rúllun gerir þá kröfu að túnin séu slétt
og helst vel löguð. Eins verður sá sem rakar heyið saman að vinna sitt verk vel, annars er hætt
við að dreifar verði eftir á túninu. Þegar garðamir em tilbúnir er bóndinn óháður vinnutima
verktakans, sem ég tel mjög mikilvægt.
Nú er svo komið að sumarið er sá tími sem ég hef rýmstan tíma frá búrekstrinum. Ég
hygg að mörgum bóndanum þætti það eftirsóknarverð staða að geta áhyggjulaus tekið sér
sæmilegt sumarfrí með fjölskyldunni, um mitt sumar. Tímafrekasti hluti heyskaparins nú
orðið er heimakstur á heyi.
Ég tel að þessi breyting, að fá verktaka í heyskapinn hafí að mörgu leyti farið fram úr
mínum björtustu vonum. Upphaflega var ég fyrst og ffernst að leita leiða til að minnka vinnu-
álag og skapa möguleika á ffítíma með fjölskyldunni. Ég reiknaði aldrei með að hagkvæmnin
fjárhagslega yrði svo mikil sem raun ber vitni. í stað þess að fjárfesta í tækjum og vinnuafli
seldi ég tæki. Margir bændur, sem við mig hafa rætt, eiga erfítt með að skilja hvemig ég þori
að treysta á að fá þjónustuna þegar ég þarf hana. Að sjálfsögðu hafa komið upp ýmis konar
smávægileg vandamál, en þau hefur öll verið hægt að leysa. Ég heyri líka á mörgum bændum,
sem ég hef rætt þessi mál við, að þeir telja að með þessari tilhögun hafi ég afsalað mér
nauðsynlegu sjálfstæði til ákvarðanatöku í heyskapnum, sem bóndi verði skilyrðislaust að
hafa. En eins og fram hefur komið er ákvörðim um slátt tekin í samvinnu við verktaka með
nokkurra daga fyrirvara.
Því fer fjarri að ég ætli að segja að sú aðferð sem ég nota við heyskapinn sé sú besta eða
hagkvæmasta fyrir alla. Þetta hlýtur alltaf að velta á búskaparaðstæðum. Ég er þeirrar
skoðunar að þessi aðferð geti verið hagkvæm fyrir allstór bú með takmarkað vinnuafl og
einnig að sjálfsögðu lítil bú. Aðalatriðið er að bændur skoði vel alla möguleika áður en fjár-
fest er í nýrri tækni.
ÞAKKIR
Að lokum vil ég þakka Eiriki Loftssyni, ráðunaut fyrir ómetanlega aðstoð við þessi greinaskrif.
HEIMILDIR
Hagþjónusta landbúnaðarins, 2002. Áætlaður kostnaður við rúllubagga og hefðbundna bagga sumarið 2002.
Skattframtöl, túnbók, heyefnagreiningar, forðagæslu- og afurðaskýrslur Bændasamtaka íslands fyrir búið að
Stóru-Ökrum 1.