Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 151
149
RRÐUNflUTRFUNDUR 2003
Breytt rekstrarform fóðuröflunar
Ásmundur Lárusson
Norðurgarði, Skeiðum
INNGANGUR
Erindi mitt hér á þessum fundi er upplýsa ykkur um þann heyskaparmáta og tækjakost sem
tilheyrir mínu búi og þá leið sem ég og bændur tveggja búa í nágrenni mínu kusu að fara til
hagræðingar og vinnuspamaðar.
í Norðurgarði rek ég kúabú með um 156 þúsund lítra greiðslumark, hef svolítið af
nautum og er auk þess verktaki í grísauppeldi. Afurðir eftir árskú árið 2002 eru rúm 5500
kíló.
Ég verka allt hey í rúllur og rækta kom á um 15 hekturum, súrsa það með própíonsýru og
set í votheystum, sem hefur gefist mjög vel. Komið hefur tekið við af grænfóðri í rúllum og
ef eitthvað er ést það betur og er auk þess mun auðveldara að gefa það. Hálminum er rúllað
og er hann að miklu leyti notaður á búinu sjálfu sem undirburður fyrir kálfa og kvígur.
Samkvæmt niðurstöðum heysýna (hirðingarsýni) var meðalþurrefhi tæplega 50% og
orkugildi rnn 0,86 Fem/kg þurrefiiis, heildarprótein 198 g/kg þurrefnis, AAT-gildi upp á 70
g/kg þurrefnis og PBV-gildi upp á 78 g/kg þurrefnis.
VÉLAKOSTUR OG AÐDRAGANDI SAMVINNU
Búinu tilheyra þrjár dráttarvélar; MF 95 he. árg.’99,1.H. 72 he. árg.‘82 og D.J. 47 he. árg.’65,
auk sláttuvélar “01, snúningsvélar (’93), múgavélar (’91) og áburðardreifara (’90).
Árið 2001 hugðist ég endumýja 10 ára gamalt rúlluúthald sem var farið að bila. Á þeim
tíma var einn nágranni minn að hefja búskap og átti ekki rúlluúthald og þriðja búið átti gamla
rúlluvél, en nýlega pökkunarvél. Við þurftum því allir að huga að kaupum á vélum til
rúllunar. Ef við keyptum okkur nýtt úthald í sitt hvoru lagi myndi það kosta á bilinu 11-12
milljónir króna án/vsk. Okkur ofbauð kostnaðurinn, svo að við hófum að leita leiða til að ná
honum niður. Við hófum því viðræður á að kaupa rúlluvél í sameiningu og stofna til sam-
rekstrar. Það varð úr að við létum nokkur umboð bjóða í rúlluvél og pökkunarvél, sem ein
dráttarvél gæti unnið með.
Niðurstaðan var sú að við keyptum sambyggða rúllu- og pökkunarvél með söxunarbúnaði
á 3,3 milljónir kr. án/vsk. Næsta skref var að við stofnuðum fyrirtækið Laufaþrist ehfi, en
okkur kom saman um að það væri hreinlegast, því oft hefur svona samstarf farið út um þúfur
hjá bændum.
KOSTNAÐUR OG FJÁRMÖGNUN
Kostnaður við stofnun fyrirtækisins var kr. 107.480, þar af vinna lögffæðings sem sá um
stofhun hlutafélagsins kr. 22.500. Þessum kostnaði skiptum við jafnt á milli búanna.
Rúlluvélina tók Laufaþristur ehf. á fjármögnunarleigu til fimm ára, en eftir fimm ár
lækkar leiguverðið verulega eða greitt verður lokagjald 3% af upphaflegum höfuðstól og
eignast Laufaþristur ehf. þá rúlluvélina.