Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 152
150
FYRTRKOMULAG
• I upphafi var einn af okkur valinn sem prókúruhafi (framkvæmdarstjóri), sem sér um
alla pappírsvinnu, og endurskoðandi valinn sem sér um skattframtal.
• Á hveiju vori er einn af okkur valinn sem umsjónarmaður. Hlutverk hans er t.d að
halda utan um rúllufjölda, plast- og netbirgðir.
• Til að rúlla með rúlluvélinni réð Laufaþristur ehf. verktaka með dráttarvél.
• Skipulagið á rúlluninni er þannig að við hringjum í umsjónarmanninn og tilkynnum
væntanlegan rúllufjölda. Umsjónarmaðurinn sér um að skipuleggja daginn, en sá
háttur hefúr verið á að ef allir vilja fá rúllun sama dag þá fær hvert bú 80-100 rúllur í
einu. Sá sem er fyrstur einn daginn verður seinastur í röðinni þann næsta, síðan fer
vélin á næsta bæ koll af kolli og byijar svo aftur á þeim fyrsta ef með þarf. Með
þessu móti emm við ekki að skipta okkur af því hve mikið hver er að slá í það
skiptið. Skilyrði er að alltaf sé tilbúið í múgum fyrir rúlluvélina, svo ekki myndist
biðtími.
• Til að lækka kostnaðinn var ákveðið að rúlla fyrir aðra, ef ekkert lægi fyrir hjá
eigendum.
• Plast og net kaupir Laufaþristur ehf. og eru tilboð fengin frá innflytjendum ár hvert.
• Kostnaðurinn er tekinn saman eftir sumarið, þ.e. afborganir af rúlluvél, verktaka-
greiðslur, plast, net og varahlutir. Þessum kostnaði er deilt í með rúllufjöldanum og
finnum við rúlluverð sem Laufaþristur ehf. rukkar okkur síðan um.
• Ef vélin hefúr bilað alvarlega þá höfúm við fengið einhvem annan til að rúlla og
greiðir Laufaþristur ehf. þann kostnað.
HNÖKRAR
• Helstu hnökrar á svona samstarfi er að við fáum ekki rúllun nákvæmlega þegar við
viljum.
• Ef mikið Iiggur fyrir byijum við að rúlla eins snemma og unnt er og em hey þá
kannski illa þurr.
• Einnig getur verið slæmt að vera seinastur i röðinni þegar hætta er á síðdegisskúrum.
• Ef sumur em votviðrasöm getur reynt mjög á taugar bændanna.
• Vinnan er meiri hjá þeim sem heldur utan um fyrirtækið, þ.e ffamkvæmdarstjóranum
og umsjónarmanni, en ætlunin er að skipta þeirri vinnu milli okkar.
KOSTIR
• Að þurfa ekki að rúlla og pakka sjálfúr.
• Minni vinna í heyskapnum.
• Færri dráttarvélar og jafnvel aflminni dráttarvélar.
• Auðveldara að átta sig á kostnaði við heyöflun.
• Minni fj ármagnskostnaður.
• Auðvelt fyrir einn mann að vinna við heyöflun.
VÖXTUR FYRIRTÆKISINS
Síðastliðið vor keypti Laufaþristur ehf. haugdælu (skádælu) á kr. 500.000 án/vsk og tókum
við skuldbréf til tveggja ára. Eins og með rúlluvélina þá greiðum við haugdæluna niður miðað
við notkun hvers og eins á ári.