Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 154
132
RRBUNRUTflfUNDUR 2003
Rekstrarráðgjöf á kúabúum - Reynsla af SUNNU-verkefninu
Jóhannes Hr. Símonarson, Pétur Halldórsson og Runólfur Sigursveinsson
Búnaóarsambandi Suðurlands
INNGANGUR
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í kúabúskap á Suðurlandi. Kúabúum hefur
fækkað umtalsvert, t.d. var mjólk ffamleidd í 453 fjósum árið 1995, en í ársbyrjun 2003 var
lögð inn mjólk i afurðastöð úr 316 fjósum. Fækkunin er um 30% á þessum tíma, en mjólkur-
magnið er um 12,5% meira, eða um 41,3 milljónir lítra almanaksárið 2002, en var árið 1995
um 36,7 milljónir lítra. Framleiðslan hefur þannig aukist umtalsvert án þess að mjólkurkúm
hafi fjölgað og í reynd hefur þeim heldur fækkað. Afurðir á árskú hafa hins vegar aukist að
meðaltali um 3-4% á ári síðustu fimm ár.
Á sama tíma hefur verið unnið að vemlegum endurbótum á framleiðsluaðstöðu á kúa-
búunum. Ætla má að milli 80 til 90 fjós á starfssvæði BsSl. hafi tekið gagngerum breytingum
á síðustu 5 árum. Þær breytingar em margvíslegar; endumýjun mjaltaaðstöðu (bygging
mjaltabása), breytingar á hefðbundnum básafjósum yfir í legubása, breytingar á fóðrunarað-
stöðu og auk þess hafa allnokkur ný fjós verið byggð og fjórir mjaltaþjónar teknir í notkun.
Jafiiframt hefur átt sér stað veruleg endumýjun í hópi bænda og er sú endumýjun að
nálgast 30% á síðustu 10 ámm. Aðallega er sú endumýjun í formi ættliðaskipta, en þó hafa
um 20 kúabú skipt um eigendur á þessum tíma þar sem um er að ræða fólk óskylt fyrri ábú-
endum.
ÞRÓUN SUNNU-VERKEFNISINS
í þessu umhverfi fór SUNNU-verkefiii Búnaðarsambands Suðurlands af stað síðla árs 1998
og var hugsað sem heildstætt verkefni í sérhæfðri ráðgjöf fyrir kúabændur á Suðurlandi.
Markmið verkefnisins var, og er enn, að bceta rekstrarafkomu viðkomandi bús og að ná fœrni
í skipulögðum vinnubrögðum við bústjórnina.
Fyrsta árið skiluðu 38 kúabú gögnum í verkefhið og vom fyrstu rekstrargreiningamar
unnar fyrir árið 1997. Fjölgað hefiir í verkefiiinu ffá þeim tíma og skiluðu um 70 bú gögnum í
verkefhið vegna rekstrar 2001.
Þátttaka í verkefiiinu er mjög svæðabundin. í sumum sveitarfélögum er enginn þátt-
takandi, en í öðrum er mikill meirihluti kúabænda í verkefiiinu. í 1. töflu má sjá skiptingu
eftir sýslum, flokkað annars vegar eftir fjölda búa sem em í verkefninu og hins vegar eftir
greiðslumarki (1. tafla).
Ljóst er að þátt-
takan fer mikið eftir því
hvaða augum fólk lítur
á ffamtíðina. Allmörg
bú hafa komið inn í
verkefiiið í kjölfar
vangaveltna um fjár-
festingu, hvort sem um
er að ræða jarðakaup,
1. tafla. Þátttaka í SUNNU-verkefni.
Fjöldi SUNNU-búa Hlutfall % Greiðslu- mark Hlutfall %
V-Skaftafellssýsla 3 6 240.000 7
Rangárvallasýsla 16 14 2992000 20
Amessýsla 52 33 8 366.000 41
Alls/meðaltal 71 22 11.758.000 30