Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 155
153
greiðslumark eða byggingar. Nokkur bú hafa komið inn vegna vinnu við endurfjármögnun og
skuldbreytingar. Þá er nokkur hópur þátttakenda sem lítur á verkefnið sem stuðning við að ná
yfirsýn um búreksturinn og fá samanburð við rekstur á öðrum búum.
Þegar bændur óska eftir þátttöku í verkefninu er gerður samningur við hvem bónda. I
þeim samningi er innifalin rekstrargreining og rekstraráætlun, auk annarra þátta sem rekstrar-
greiningin gefur tile&ii til að skoða betur.
Formið á ffamsetningu gagna hefur lítið breyst. Byggt er á landbúnaðarframtölum liðins
árs og reynt að líta á einstaka liði út ffá krónum á hvem innlagðan lítra og/eða krónum á árs-
kú. Á sínum tíma var unnið einfalt excelskjal af þeim Guðmundi Stefánssyni og Gunnari
Guðmundssyni. Þetta skjal hefur ffá upphafi verið notað sem grunnur að rekstrargreiningar-
formi fyrir hvert bú. Sú vinna sem þá var unnin hefur nýst ákaflega vel og gefur góða sundur-
liðun á helstu tekju- og kostnaðarliðum.
í ljósi reynslunnar hefur aðaláherslan verið á rekstrargreininguna, sem unnin er á hveiju
ári, og henni fylgt eftir með heimsókn til bónda. Jafnffamt hefur árlega verið unnið yfirlit um
öll þau bú sem skila fullnægjandi gögnum um sinn rekstur á liðnu ári og þeim raðað á
svokallað „samanburðarblað“ þar sem þátttakendur geta séð hvar þeir standa í samanburði við
aðra, raðað eftir framlegðarstigi. Þetta samanburðarblað vekur ávallt athygli og hvetur hvem
bónda til að skoða sinn rekstur í samanburði við aðra stéttarbræður.
Auk þessa er unnin rekstraráætlun til nokkurra ára. Þarfir bændanna fyrir rekstraráætlun
em hins vegar misjafnar, allt eftir því á hvaða forsendum bændur taka þátt í verkefhinu.
Þörfin á vandaðri áætlun er mjög mismunandi, allt ffá því að vera mjög lítil upp í það að vera
mjög mikil þegar verið er að fjárfesta umtalsvert eða ef farið er í gegnum skuldbreytingaferli.
í slíkum tilvikum er unnin ein rammaáætlun til nokkurra ára og síðan unnið í uppfærslu eins
oft og þurfa þykir, tvisvar/þrisvar á ári eða oftar.
Raunvemleikinn er sá að mikilvægi rekstrargreiningarinnar, sem unnin er árlega og eftir-
fylgni hennar, er að okkar mati mikilvægasti þáttur svona heildstæðrar ráðgjafar. Gagnsemi
verkefiiisins er algjörlega háð því að eftirfylgnin sé í lagi. Með því að ná góðu persónulegu
sambandi við bóndann þá leitar hann oft meira til viðkomandi ráðgjafa en áður var.
Verkefnið þarf stöðugt að vera í þróun og þeir bændur sem fyrst komu inn í verkefiiið og
þekkja það vel sækjast eftir meiru. Vegna þessa vom stofhaðir svokallaðir SMS-hópar innan
verkefiiisins (Smáhópar SUNNU). Hópamir em hugsaðir sem mnræðuvettvangur bænda um
ýmsa afmarkaða þætti í búskapnum á jafningjagmnni. Skipt var í hópana með það að leiðar-
ljósi að innan hvers hóps fyrir sig væm bú af svipaðri stærð og með svipuð langtímamarkmið.
Alls vom stofnaðir 12 SMS-hópar með 5-6 búum í hveijum og fóm þeir af stað fyrir réttu ári.
Ætlunin er að ljúka „1. umferð“ nú í vetur, þ.e. að eftir veturinn verði skipt í hópana á nýjan
leik ef vilji er til þess. Alls er búið að halda rúmlega 30 SMS-fundi þegar þetta er skrifað og á
flesta þeirra hefur einhver undirritaðra mætt, þó slíkt sé ekki skilyrði. Ákveðið þema er tekið
fyrir á hveijum fundi, t.d. rekstur búanna, fóðrun og fijósemi.
SAMANTEKT UM REKSTUR 28 KÚABÚA ÁRIN 1997-2001, BREYTINGAR OG
ÞRÓUN ÞEIRRA SAMKVÆMT SUNNU-VERKEFNINU
Hér á eftir koma niðurstöður frá 28 búum sem hafa verið með frá upphafi. Eins og ffarn hefur
komið skiluðu 38 bú gögnum til úrvinnslu, en ekki þótti rétt að taka fleiri bú til úrvinnslu nú.
Ástæða þess er m.a. sú að þijú bú sem vom með í upphafi hafa hætt rekstri og nokkur bú vora
með blandaðan rekstur og vom þau felld út til að fá fram þau bú þar sem nautgriparæktin er
meginviðfangsefiii rekstrarins.
Þessi 28 bú vom alls með um 11% innlagðrar mjólkur á Suðurlandi árið 2001.