Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 157
155
Framlegð
Eins og sést í 5. töflu hækkar framlegðin ár
frá ári hvort sem reiknað er á hvem lítra eða á
hveija kú. Hækkunin milli áranna 1997 og
2001 er um 12% miðað við krónur á hvem
líter, en um 38% hækkun framlegðar á tíma-
bilinu ef miðað er við ffamlegð á hveija
árskú.
Hálffastur kostnaður
5. tafla. Framlegð og ffamlegðarstig.
Ár kr/1 Framlegð kr/árskú Framlegðar- -stig
1997 50,0 197.000 60,2
1998 52,4 218.000 60,1
1999 55,2 244.000 62,4
2000 56,3 255.000 63,1
2001 56,1 271.000 64,2
Hálffasti kosmað-
urinn lækkar í
heild umtalsvert á
tímabilinu, eða um
11%, en liðir eins
og „viðhald úti-
húsa“ hækkar er
líður á tímabilið
(6. tafla). Aftur á
6. tafla. Hálffastur kostnaður (kr/1).
Ár Tryggingar Rafmagn Viðhald Annar Rekstur og skattar og hiti útihúsa kostnaður bifreiðar Greidd laun o.fl. Alls
1997 2,4 1,7 1,9 3,1 3,5 5,1 17,8
1998 1,9 1,6 2,2 3,1 3,3 5,3 17,3
1999 1,7 1,3 2,5 2,8 3,6 4,9 16,9
2000 1,7 1,4 2,9 3,0 3,7 4,6 17,4
2001 1,5 1,1 3,5 2,3 3,7 3,7 15,8
móti eru liðimir „tryggingar og skattar“ og „raffnagn og hiti“ að lækka mjög mikið, eða um
rúmlega þriðjung, enda stækkar meðalbúið í lítrum talið um tæp 37% eins og áður kom ffam.
ÁLYKTANIR
Eins og ffam kemur hér á undan hafa þessi 28 bú tekið miklum breytingum á liðnum fimm
árum. Framleiðslan hefur aukist vemlega, en það hefur fyrst og ffemst gerst með hækkuðu af-
urðastigi kúnna. Á sama tíma hefur tekist að lækka breytilega kostnaðinn við ffamleiðsluna.
Jafnframt hefur hálffasti kostnaðurinn lækkað á tímabilinu. Stærðarhagkvæmnin er þannig að
skila sér, þ.e. fastur kostnaður eins og byggingar er betur nýttur en áður án þess að breytilegi
kostnaðurinn hækki.
Búin em þannig betur í stakk búin rekstrarlega að taka á móti óvissri ffamtíð en áður.
Hagræðingin kostar hins vegar sitt og hún er ekki enn farin að skila sér svo fullnægjandi sé,
hvorki til bænda né neytenda, enda er búgreinin sjálf að borga hagræðinguna að öllu leyti.
Stækkun búanna kostar einfaldlega sitt, bæði greiðslumarkskaup og breytingar á framleiðslu-
aðstöðu. Búin em því mörg hver allvemlega skuldsett og em viðkvæm fyrir breytingum á ytra
umhverfi eins og vaxtastigi og verðbólgu. Það er þó gleðilegt að innan stéttarinnar skuli vera
fólk sem er bjartsýnt á ffamtíðina og er tilbúið til að fjárfesta í greininni. Það er hins vegar
bændum mjög nauðsynlegt að vita hvað ffamtíðin ber í skauti sér þegar stórar ákvarðanir em
teknar. Sá rammi sem hefur skapast með samningum við ríkisvaldið þarf því alltaf að vera
fyrirliggjandi nokkur ár ffam í tímann hveiju sinni og nauðsynlegt að samningamir séu bæði
til langs tíma og að nýir samningar séu fullgerðir allnokkra áður en þeim gamla lýkur.
AÐLOKUM
Það er okkar mat að markmið verkefiiisins hafi tekist að því leyti að þessi bú hafa náð meiri
og betri rekstrarlegum árangri síðustu ár. Jafiiframt fmnum við, sem vinnum við verkefhið,
mjög fyrir því að þátttakendur era mun meðvitaðri en þeir vora áður um einstaka kostnaðar-
liði í búrekstrinum. Þeir líta á búreksturinn meira en áður sem fjölskyldufyrirtæki sem á að
skila þeim tekjum og vilja því leita leiða að hámarka þær á hveijum tíma. Sú breyting í