Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 160
158
rekstrargreiningu hvers bús fyrir sig, sem siðan er fylgt eftir með heimsókn til hvers bónda.
Þar eru svo forsendur talnanna skoðaðar og lögð á ráðin um það sem betur má fara. Með
þessu skapast persónuleg tenging ráðgjafans við bóndann, sem eykur þekkingu hans á að-
stæðum og forsendum búrekstrarins. Það leiðir síðan af sér raunhæfari úrbótatillögur, sem
jafhframt er líklegra að fylgt verði eftir. Árlega fá bændur í hendur samanburðarblað yfir þau
bú sem standa innan SUNNU-verkefnisins, þar sem þeir geta borið sig saman við aðra.
Jafiiffamt eru haldnir ftindir með þátttakendum, þar sem fjallað er um niðurstöðumar og
önnur almenn rekstrarleg mál sem þessu tengjast. Einnig skipta bændur innan verkefnisins sér
í smærri hópa sk. SMS hópa sem hver inniheldur aðila frá 5-6 búum. Þessir hópar hittast
reglulega, ýmist með eða án ráðgjafa, og skiptast á skoðunum um þessi efni, einskonar
jafiiingjaffæðsla. Mín reynsla af þessu er nokkuð góð, enda er hveijum manni hollt að fá sýn
annarra á eiginn rekstur og eins hvemig þeir standa að sínum. Gagnsemi þessa byggist þó
hins vegar á því að allir séu tilbúnir að opna sín gögn og að þátttakendur haldi trúnað hver við
annan.
Á grundvelli SUNNU-verkefnisins hafa svo verið gerðar rekstraráætlanir og þá einkum i
tengslum við fjárfestingar. Það er mín skoðun að forsendur þessara áætlana séu mun betri en
þeirra sem áður vom gerðar, þar sem þær byggjast á mun traustari gmnni, s.s. rekstrar-
greiningum eins eða fleiri ára og reynslu ráðgjafans við að fylgja þeim eftir. Ég tel hins vegar
að gagnsemi þeirra sé þó í raun fyrst og ffemst fólgin í því að þannig er hægt að spá fyrir um
áhrif einstakra aðgerða á rekstur búsins. Þannig geta þær gefið yfirsýn á mögulega kosti í
stöðunni og hjálpað til við ákvarðanatöku á þeim tíma sem þær em gerðar. Hins vegar ef reka
á bú eftir áætlunum af þessu tagi er nauðsynlegt að hún sé endurskoðuð árlega með hliðsjón
af breyttum aðstæðum og jafnhliða gerð rekstrargreiningar.
Eins og áður hefur komið ffam hef ég orðið fimm ára reynslu af þátttöku í SUNNU-verk-
efiiinu og virðist mér að í allflestum atriðum hafi þar vel til tekist. Þessi vinna hefur án
nokkurs vafa aukið kostnaðarvitund þátttakenda og gert þá gagnrýnni á eigin ákvarðanir.
Einnig virðist mér að sú umræða sem ffam fer í SMS hópunum veiti mönnum aðhald og auð-
veldi aðilum að setja sér raunhæf markmið í rekstrinum.
Ýmislegt er þó sem betur má fara og á það ekki síst við um eftirfylgni rekstrar-
greininganna, en oft hafa heimsóknir til bænda dregist úr hömlu vegna annarra anna ráða-
nautanna. Annað er það, sem þó er ekki sök þeirra SUNNU-manna, að oft á tíðum skortir þá
upplýsingar um forsendur einstakra rekstrarþátta sem skoða þarf. Þess þarf að gæta í þessu
sambandi að þegar dregið er úr kostnaði við einn rekstrarþátt þá komi það ekki niður á öðmm
og rýri þannig þá hagræðingu sem átti að ná ffam. Þama vil ég ekki síst nefna heilsufarsupp-
lýsingar, þar sem mjög skortir á að þeim sé skipulega safnað og miðlað milli aðila. Dýra-
læknar hafa t.d. í auknum mæli tekið upp fyrirbyggjandi ráðgjöf í sínu starfi og er það vel,
hins vegar er nauðsynlegt að það starf falli að rekstrarforsendum búsins á hveijum tíma. Með
öðmm orðum vantar okkur miðlægan gagnagmnn, þar sem safhað er upplýsingum um alla
rekstrarþætti búsins hvaðan sem þeir koma.
AÐ LOKUM - FRAMTÍÐIN
Það er ekki laust við að miklar sviptingar hafi orðið í starfsumhverfi hins íslenska kúabónda
frá því að ég hóf búskap fyrir tæpum tveimur áratugum. Búum hefur sífellt fækkað og fram-
leiðslan þannig færst á færri hendur. Eftir samdrátt og erfiða baráttu við offfamleiðslu á
níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda hefur orðið talsverð söluaukning á afurðum og
ffamleiðsla búanna því aukist jafnt og þétt og sumra margfaldast. Jafnframt hefur komið til
gríðarleg tækniþróun bæði í fóðuröflum, en ekki síður í uppbyggingu gripahúsanna sjálfra,