Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 164
162
endurræktun á meðan aðrar jarðir voru auðræktanlegar. Hafa verður í huga að mat manna á
hvað sé auðvelt og hvað erfitt í þessu sambandi er mjög mismunandi.
Bændur áætluðu að um 20 ha ræktaðs lands að jafnaði (28% af heild) væru vallarfoxgras-
tún, með að lágmarki 50% vallarfoxgrasi. A fímm bæjum hafði einnig verið prófað í litlum
mæli fjölært rýgresi með misjöfnum árangri. Á flestum bæjanna voru einhver tún eingöngu
notuð til beitar, að meðaltali vom þetta um 5 ha á bæ, eða 7% af heild. Þetta em yfírleitt tún
sem ekki em fýsileg til endurræktunar. Að meðaltali vom grænfóðurakrar um 6-7 ha (0,5-22
ha) og komakrar 6 ha (0-50 ha), en 12 ha ef eingöngu er tekið meðaltal af kombæjunum.
Nýting grænfóðurakranna var þannig að um 4 ha vom notaðir til beitar, 1 ha til slægna og 2
ha til beitar og slægna.
Talsvert var um að bændur leigðu land á nágrannabæjum vegna skorts á landrými og
kom það nokkuð á óvart. Á öðrum bæjum var landrými nánast ótakmarkað. Einungis tveir
bændur leigðu ffá sér ræktað land í einhveijum mæli.
Jarðvegur
Ræktað land á þessum bæjum var samanlagt ríflega 2000 ha. Um 39% þess er á ffamræstu
landi, 9% var blanda af framræstu landi og ýmiskonar þurrlendi og 52% var á þurrlendi, mest
á mólendi en einnig á melum, áreyram og holtum. Á þriðjungi búanna var gijót í jarðvegi til
vandræða í einhveijum mæli, sem oftar en ekki latti menn til endurræktunar. Offast virtist
jarðvegur í þeim spildum, sem vom skoðaðar, vera hæfílega rakur, en í einstaka tilfellum of
þurr eða of blautur.
Rœktunarskipulag
Menn vom spurðir hvort þeir hefðu ákveðið ræktunarskipulag. Algengast var að þetta væri
spilað af fingrum ffam. Skipulag var að minnsta kosti mjög sveigjanlegt. Það mótast talsvert
af þeim landkostum sem bóndinn býr við og áhuga bóndans á ræktun almennt.
Stefiia flestra er að eiga næga og góða beit fyrir mjólkurkýr þegar líða fer á sumarið eða
fyrir sláturlömb að hausti og að eiga gott vallarfoxgrashey fyrir mjólkurkýmar á innistöðu.
Fyrir annan búpening skiptir hátt fóðurgildi og grastegundir í heyjum minna máli. Þeir sem
vom með ákveðið kerfí i gangi settu sér að endurvinna á 5-10 ára fresti og rækta kom eða
grænfóður í 3-5 ár á milli. Hjá flestum var þó ekki allt ræktunarlandið undir, heldur einungis
hluti þess. Sumir setja sér einnig það markmið að sá í ný tún á hveiju ári. Kombændur em oft
með tvö kerfi í gangi. Eitt fyrir komræktina, sem oft er stunduð fjarri gripahúsum, og annað
fyrir grænfóðurræktina, sem er aðallega staðsett nálægt gripahúsum og beitarhólfum.
Flestir kombændur em sammála um að sáðskipti séu nauðsynleg í komrækt til þess að
koma í veg fyrir uppsöfnun sveppasmits, draga úr illgresi og vinna gegn minnkandi uppskem
vegna jarðvegsþreytu. Þetta verður því áhrifavaldur í endurræktuninni, því oftast em tún-
spildur notaðar undir komið, þó á því séu undantekningar. Hið sama gildir um grænfóður að
vissu marki, en þó geta sumir bændur ræktað grænfóður mjög lengi í sömu spildum. Elstu
spildumar sem greinarhöfundar skoðuðu vom búnar að vera í yfír 30 ár í samfelldri græn-
fóðurræktun og ekkert virtist ama að grænfóðrinu.
Afhverju endurrœktun?
Bændumir vom spurðir að því hvers vegna þeir endur-
ræktuðu og ástæðumar vom oftast margar og samtvinnaðar,
eins og sést í 3. töflu þar sem að svör þeirra em tekin saman.
Langflestir endurrækta til þess að auka gæði eigin fóður-
framleiðslu. Þriðjungur bændanna endurræktar vegna tíðra
kalskemmda og hjá sumum felst endurræktun eingöngu í því
3. tafla. Af hveiju endurræktun?
Hlutfall (%) aðspurðra (31 bóndi).
Út af kali 33
Til að auka gæðin 93
Til að auka uppskemna 27
Til að fá haustbeit 47
Til að rækta kom 10
Til að losna við illgresi 3
Til að slétta túnin 27