Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 166
164
áætlunum og yfirleitt með því að bera á einungis tvígildan áburð með búfjáráburði. Hinir
sögðust einungis líta á búfjáráburðinn sem vítamín- og jarðvegsbætandi efiii. Hjá öllum fer
mest af búfjáráburðinum á túnin, en rúmlega helmingur bændanna notar mykju í grænfóður-
flög (þó alls ekki alltaf) og tveir í komakra. Flestir (87%) dreifa stórum hluta af mykjunni á
haustin, en einnig töluverðu að vorinu (70%) og þá stundum á frosna jörð. Um 43%
bændanna þarf að dreifa mykju á vetuma og tveir bændur höfðu góða reynslu af að dreifa
mykju á milli slátta.
Tegundir
Bændumir í úrtakinu
ræktuðu flestar teg-
undir einærra fóður-
jurta sem ræktaðar
em hér á landi.
Skipting tegunda á
spildur, sem vora
skoðaðar, og fjöldi
búa, sem að staðaldri
rækta viðkomandi
tegundir, er tekinn
saman í 6. töflu.
Algengustu grænfóðurtegundimar vora vetrarrepja og einært rýgresi, en báðar þessar
tegundir vora ræktaðar á um 70% býlanna að staðaldri. Vetrarrepja er nánast eingöngu ætluð
til haustbeitar fyrir kýr og sláturlömb, en einnig er örlítið um það að hún sé verkuð í vothey.
Bændum finnst vetrarrepja vera auðveld, ódýr og öragg í ræktun. Flestar spildur með
vetrarrepju, sem greinarhöfundar skoðuðu, vora mjög vel heppnaðar. Þó bar á næringarefna-
skorti og kálfluguskemmdum á nokkrum stöðum. Það var þó einungis bundið við polla eða
lægðir í spildum, þar sem jarðvegur var af léttari gerðinni eða þar sem áburður hafði verið
skorinn við nögl.
Það kom á óvart að um þriðjungur bændanna ræktar sumarrepju, aðallega í blöndu með
öðra grænfóðri eða til þess að beita uppúr miðju sumri. Margir höfðu prófað að rækta næpur,
en flestir horfíð frá þeim aftur vegna þess að þær era viðkvæmari en vetrarrepjan og uppskera
ekki eins árviss. Einungis þrír bændanna rækta næpur að staðaldri, oftast í blöndu með öðra
káli, og létu vel af henni. Tilgangurinn með að sá öðra káli með er sá að halda kálflugunni frá
næpunum. Mergkál er lítið ræktað vegna þess hvað uppskeran er talin ótrygg.
Sumar- og vetrarafbrigði rýgresis era álíka vinsæl og sumir rækta bæði afbrigðin. Mest er
það ræktað hreint, en þó er það einnig notað í blöndur með öðra grænfóðri og einstaka
sinnum til skjólsáningar. Kostir einærs rýgresis er góður endurvöxtur og það má nýta bæði til
sláttar og beitar. Fjölært rýgresi var ræktað á 5 bæjum, mest í tilraunaskyni. Því er ekki komin
full reynsla á það. Bændum fannst það endast illa, en gefa mjög góða uppskera. Einnig var
haft orð á því að kýr tækju alltaf vallarfoxgras fram yfir íjölært rýgresi og það virtist ekki
verkast eins vel í rúllum og vallarfoxgrasið.
Bygg og hafrar til grænfóðurs vora einkum ræktuð í blöndu með öðru grænfóðri eða
grasi. Þessar tegundir era yfirleitt fljótar til og era því þolnar gegn illgresi. Þær vora mest
notaðar til slægna, en einnig til beitar.
Ymsar tegundablöndur virðast mjög vinsælar og tæplega helmingur þessara bænda
ræktar blöndur af einhveiju tagi. Sem dæmi má nefiia:
6. tafla. Tegundir ræktaðar í spildunum sem skoðaðar vom og fjöldi bæja sem rækta
þessar tegundir að staðaldri. Upplýsingar fengnar með viðtölum við bændur.
Tegund Fjöldi spildna Fjöldi bæja Tegund Fjöldi spildna Fjöldi bæja
Vetrarrepja 22 22 Vallarfoxgras 3 30
Sumarrepja 3 10 Sumarhaffar 1 3
Mergkál 1 2 Vetrarhafrar 2 5
Næpur 1 3 Bygg til grænfóðurs 2 7
Sumarrýgresi 5 14 Bygg til þroska 22 15
Vetrarrýgresi 7 11 Ymsar blöndur1* 22 13
Fjölært rýgresi 3 5 Kartöflur 2 2
1) Þar með taldar skjólsáningar.