Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 167
165
Blöndur Nvtine
Hafrar og rýgresi (sumar- og vetrarafbrigði) Beit og sláttur
Repja og rýgresi (sumar- og vetrarafbrigði) Beit og sláttur
Næpa og repja (sumar- og vetrarafbrigði) Beit
Næpa og vallarfoxgras Beit
Bygg og rýgresi (sumar- og vetrarafbrigði) Beit og sláttur
Bygg og repja (sumar- og vetrarafbrigði) Beit og sláttur
Næpa, sumarrepja og sumarrýgresi Beit
Vallarfoxgras og sumarrýgresi Beit og sláttur
Vallarfoxgras og hafrar Sláttur
Vallarfoxgras og bygg Sláttur
Tilgangurinn með þessum blöndum er fyrst og fremst að reyna að ná meiri uppskeru
og/eða auka Qölbreytni í fóðurvali.
Um helmingur bændanna ræktaði kom. í úrtakinu var blanda af reyndum og óreyndum
kombændum. Þeir sem ekki ræktuðu kom töldu sig ekki vera nægilega vel staðsetta land-
fræðilega eða höfðu ekki áhuga á komrækt. Nokkrir af reyndu kombændunum vom famir að
draga saman komræktina af ýmsum ástæðum. Súrsað kom hentar ekki vel í mörgum nútíma
fóðrunarkerfum sem em að ryðja sér til rúms. Þar sem em tölvustýrðir fóðurskammtarar þarf
komið að vera þurrt og menn lenda því í vandræðum með að gefa súrsaða komið, nema þá að
gefa það eins og gróffóður. Menn töldu að vel hefði verið staðið að ræktunartilraunum, en það
vantaði að fylgja þeim eftir með tifraunum með mismunandi tækni til að gefa komið.
Vallarfoxgrasið er eftirsóttasta túngrasið sem ræktað er hér á landi og er mikilvægasti
liðurinn í allri víxlræktun. Það kemur því ekki á óvart að allir nema einn em með talsvert af
vallarfoxgrastúnum í sinni ræktun eða að jafnaði ríflega fjórðung (2. tafla). Þetta er jafiiframt
sú fóðuijurt sem bændum finnst þeim vanta mest af. Bændur em mjög sammála um gæði
vallarfoxgrass og að það sé margt til þess vinnandi að halda því í ræktun. Vegna þess hvað
það endist stutt reyna flestir að fara vel með það og slá það nánast eingöngu fyrstu árin. Mun
minna er um vallarfoxgras sé nýtt til beitar, þrátt fyrir að engin ástæða sé til að ætla að beit sé
eitthvað skaðlegri en sláttur fyrir vallarfoxgrasið.
Tœkni við sáningu
Flestir bændanna notuðu bæði rað- og dreifsáningu. Yfirleitt er öllu komi og stærra grasfræi
(rýgresi) raðsáð, en smágerðu grasfræi (t.d. vallarfoxgrasi) og kálfræi er dreifsáð. Þó vom þrír
bændur sem dreifsáðu öllu og sex bændur sem raðsáðu öllu. Flestir em sammála um að rað-
sáning hefur yfirburði fram yfir dreifsáningu, einkum í komrækt.
Skjólsáð
Reynsla bænda af skjólsáningu var misjöfn. Tæpur helmingur bændanna notar aldrei skjólsáð
með grasfræi. Flestir hafa prófað það en ekki líkað. Um 20% skjólsá öllu grasfræi, en 32%
skjólsá stundum og fer það eftir aðstæðum hveiju sinni. Ástæða fyrir slæmri reynslu af skjól-
sáði er að það fylgir því þung umferð við að slá, binda, pakka og fjarlæga grænfóðrið sem
venjulega er bygg eða hafrar. í bleytutíð vilja flögin vaðast upp, auk þess sem dreifar sem
verða eftir kæfa sáðgresið og mynda skellur. Þá fínnst mörgum puð að gefa mikið af blautu
og þungu grænfóðri á garðann. Ef notaðir em hafrar eða rýgresi þarf að minnka sáðmagn
þessara tegunda töluvert svo þær kæfi ekki grasið og passa að slá ekki mjög seint. Hjá sumum
hefur skjólsáning mistekist vegna þess að ekki hefur verið passað upp á þetta. Skjólsáning
hentar einna helst með byggi til þroska og á þurrum og sendnum völlum.