Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 170
168
ýmislegt í ræktun, sérstaklega í upphafi búskaparferilsins, en síðan fer ræktunin i fastmótaðri
skorður.
Mörgum bændum fannst vanta meira vallarfoxgras í túnin hjá þeim. Tæknilega geta
margir þeirra auðveldlega breytt þessu með örari endurvinnslu. Með nútíma tækni, plógi og
pinnatætara, er orðið mun auðveldara að vinna og slétta flög en áður var. Það er t.d. hægt að
plægja upp tún að loknum slætti og sá strax í þau aftur síðsumars, þannig að þau gefi fulla
grasuppskeru að ári liðnu.
Bændumir rækta grænfóður fyrst og fremst til beitar fyrir mjólkurkýr og að nokkru leyti
fyrir sláturlömb. Ef aðstæður breytast og meiri áhersla verður lögð á að framleiða sumarmjólk
af beit er þörf á að auka grænfóðurræktina eitthvað miðað við það sem nú er. Bændumir hafa
hins vegar lítinn áhuga á að auka grænfóðurræktun til sláttar og er það skiljanlegt. Þessi
könnun bendir til þess að að hægt sé að rækta grænfóður ámm eða áratugum saman i sömu
spildum, án þess að gæði eða magn uppskerunnar rými. Slík langvinn ræktun er þó fyrst og
fremst eftirsóknarverð þar sem menn vilja nýta spildur sem liggja vel við fjósum eða þar sem
hentugt land til grænfóðurræktar er takmarkað. Komræktin virðist hins vegar þurfa örari
endumýjun lands. Þar koma til áhrif sjúkdóma, en æskilegt væri að skoða betur hvort aðrir
áhrifavaldar koma þar við sögu, eins og framboð næringarefna, þannig að auka þurfi áburðar-
skammta eftir því sem landið er nýtt lengur.
Þó svo að illgresi sé komið í spildur virðist bygg, hafrar, rýgresi og repja yfirleitt ná
yfírhöndinni í samkeppni við illgresið sé rétt staðið að ræktuninni. Sum afbrigði rýgresis,
einkum vetrarafbrigðin, geta þó átt erfitt í samkeppni við illgresið. Viðkvæmastar em sein-
þroskuðustu tegundimar, eins og næpa og mergkál. Það þarf hins vegar að rannsaka í til-
raunum hvort illgresið hefur mikil áhrif á uppskeru, þó svo að það verði undir í sam-
keppninni. Æskilegt væri einnig að athuga áhrif sáðmagns á samkeppnishæfni þessara
tegunda við illgresið. Túngrösin eiga erfitt uppdráttar í samkeppni við illgresið sé þeim sáð
einum sér og sömuleiðis ýmsar matjurtir. Af þeim grastegundum sem hér em notaðar er
vallarfoxgrasið hvað sterkast í samkeppni við illgresið.
Það kom ffarn að kálfluga veldur sums staðar tjóni á fóðurkáli, en annars staðar ekki.
Þetta þyrfti að rannsaka betur. Einnig þarf að huga að skaða sem fuglar valda vor og haust og
hvemig bmgðist skuli við honum.
ÞAKKARORÐ
Við viljum þakka bændunum sem tóku þátt í verkefninu fyrir að miðla af sínum reynslubrunni og að gefa sér
tíma til þess að ræða við okkur. Einnig þökkum við Framleiðnisjóði landbúnaðarins fýrir veittan stuðning.