Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 175
173
RABUNAUTAfUNDUR 2003
Nýting niturs í kornökrum
Friðrik Pálmason, Hólmgeir Bjömsson og Jonatan Hermannson
Rannsókmstofnun landbúnaðarins
YFERLIT
Tilraunir með vaxandi nituráburð á bygg vom gerðar sumrin 2000 og 2001 á ýmiss konar jarðvegi. Jarðvegssýni
vom tekin við sáningu og mælt í þeim N, bæði heildarmagn og ólífrænt nitur. Heildarforði niturs í efstu 30 sm
jarðvegs var 10-13 tonn/ha í mýrlendi, en 4-11 tonn/ha í annars konar jarðvegi. Tvenns konar mælikvarði fékkst
á niturlosun úr líffænum efnum. I tilraununum fékkst upptaka niturs án áburðar, og við staðlaðar aðstæður á
rannsóknarstofu var mæld losun í jarðvegi á sýnum úr 0-30 sm dýpt úr tveimur tilraunastöðum á Korpu. Niður-
stöðum bar vel saman, en losun í mýraijarðvegi samkvæmt mælingu á rannsóknarstofu reyndist þó minni en
fékkst í tilraun. Gæti það bent til upptöku úr meiri dýpt en 30 sm. Losun á einu sumri virtist nema a.m.k. 1% af
forða jarðvegs, nema í tilraun á mel var hún minni.
I tveimur tilraunum, og í þeirri þriðju að hluta, fékkst lítil nýting áburðar, en í öðrum tilraunum var nýting
áborins niturs 63% að meðaltali. Meðalupptaka niturs úr jarðvegi, þ.e. án nituráburðar, var 47 kg N/ha þar sem
bygg hafði verið ræktað árið áður, en 97 kg N/ha þar sem forvöxtur var annar. í tilraun með forræktun var upp-
takan minni eftir bygg en annan forvöxt sem nemur 36 kg N/ha.
INNGANGUR
Misjöfh fijósemi jarðvegs stafar m.a. af því hvað jarðvegur gefur mismikið af sér af nitri. Það
kemur skýrt í ljós í komrækt. Til að ná hámarksuppskeru getur hæfilegur skammtur af til-
búnum áburði verið frá 30 kg N/ha þar sem fijósemi er mest og upp í 120 kg N/ha á sandi.
Forði jarðvegs af ólíffænum nitursamböndum, sem era laus til notkunar þegar í stað, er jafiian
lítill. Langstærstur hlutinn er bundinn í líffænum samböndum sem brotna hægt niður. Nýjar
örvera- og plöntuleifar brotna þó ffemur ört niður og leggja jafnan mest til losunar.
Byggið nemur staðar í hæðarvexti á fjórða blaði. Þá tekur það til við að móta alla þá
hliðarsprota, sem verða að axberandi stönglum, og myndar líka bram að hveiju einasta komi.
Miðað við sáðtíma í meðalári gerist þetta um miðjan júní. Næringarástand jarðvegs og önnur
vaxtarskilyrði ffam að þeim tíma ræður því í raun uppskera ársins. Nitur, sem losnar síð-
sumars, eykur fyrst og ffemst hálmvöxt og seinkar um leið þroska komsins (Jónatan Her-
mannsson 1999). Af þessu leiðir að jafhvel í fijósamasta jarðvegi verður að ætla byggi
nokkum skammt af nituráburði við sáningu, því að ella myndar plantan ekki hliðarsprotana á
réttum tíma. Það nitur í jarðvegi, sem skiptir máli, er þá laust nitur og það sem losnar fyrri
hluta sumars.
Með þekkingu á niturforða í jarðvegi og losun niturs úr honum og með þekkingu á
áhrifum forræktar ætti að vera unnt að leiðbeina um áburðarþörf í komrækt. Lýsa má upptöku
niturs með eftirfarandi líkingu:
NUppt- 3xNáb"*"bxN|0Sun+cxN|aust
þar sem a, b og c era nýtingarstuðlar (<1,0) niturs í áburði, þess sem losnar á vaxtartímanum
og þess sem er laust í jarðvegi um vorið (Landbragets Rádgivningscenter, Landskontoret for
Planteavl 2000, Friðrik Pálmason og Unnsteinn Snoni Snorrason 2001).
EFNIVIÐUR
Fyrir lágu níu tilraunir með vaxandi nitur á bygg ffá áranum 2000 og 2001 (Hólmgeir Bjöms-
son og Þórdís Anna Kristjánsdóttir 2001, 2002). í öllum tilvikum höfðu verið tekin jarðvegs-