Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 178
176
jarðvegi samkvæmt niðurstöðum
tilrauna (1. tafla), reiknuð sem
kg N/ha og sem hlutfall af nitur-
forðajarðvegs.
Á 1. mynd eru mælingar á
losun niturs úr mýrarjarðvegi á
Korpu í allt að 117 daga við
stöðluð skilyrði á rannsóknar-
stofu. Samkvæmt erlendum
rannsóknum fylgir losun í
óröskuðum jarðvegi línulegum
ferli (t.d. Richter o.fl. 1982,
Nordmeyer og Richter 1985). í
þessum mýraijarðvegi var línu-
legur losunarharði á dag 0,76 kg
N/ha frá 28. til 89. dags, sjá 1.
mynd, en í jarðvegi úr mel var
hann 0,27 kg N/ha frá 35. til 89.
dags. Á 1. mynd er einnig dregin
lína, samsíða þeirri sem er felld að mældum gildum, sem sýnir losun frá upphafí, og til saman-
burðar er losun eins og hún reiknast við þann jarðvegshita sem var á Korpu 2000. Stuðst er
við nýlegar niðurstöður um áhrif hita á losunarhraðann (Persson o.fl. 1999).
I 3. töflu er losunin metin við þann hita sem var í jarðvegi 2000 og 2001 frá sáðtíma
byggs til 15. ágúst. Hitamunur ára hefúr lítil áhrif, en töluverðu máli skiptir hvað losunin er
reiknuð í langan tíma. Reiknaða losun má bera saman við upptöku niturs úr jarðvegi án nitur-
áburðar í tilraunum á mýri og mel á Korpu 2001, 2. tafla, sé þess gætt að losunin er jafnan
nokkru meiri en kemur ffarn í upptöku. Samanburður þessara tveggja mælikvarða á losun
getur bent til upptöku úr meiri dýpt en 30 sm í mýraijarðvegi, en aðrar skýringar koma til
álita, eins og að byggið nýti losun sem verður eftir 15. ágúst. Ef gert er ráð fyrir að nýting
niturs sem losnar í jarðvegi, mæld sem nitur upptekið í komi og hálmi, sé svipuð og nýting
áburðar, þ.e. um tveir þriðju, má áætla að al-
gengt sé að losunin sé um 1% af nitri í jarðvegi
eða rúmlega það þegar bygg er ræktað á eftir
byggi (2. tafla), en þó minni í melnum. Þar er
rúmþyngd mikil og hlutfall líffæns efnis lágt og
líklegt að jarðvegur verði stundum svo þurr að
hamli losun. Bygg hafði verið ræktað á melnum
árum saman og hálmurinn jafnan plægður niður.
Hálmur með hátt C/N hlutfall er því verulegur
hluti af lífrænu efhi í jarðvegi. Þetta gæti skýrt
litla losun i rannsóknarstofú.
UMRÆÐUR
Byggið hefur að jafiiaði tekið upp meira nitur en borið var á, oftast mikið meira. Undan-
tekningar eru hærri áburðarskammtamir í tilraun á mel á Korpu og á Þorvaldseyri. Aukning
upptöku við áburð er að jafnaði línuleg og fúndust engin marktæk frávik í þessum tilraunum.
Því má ætla að jarðvegurinn gefi jafnmikið af sér hvort sem borið er á meira eða minna.
3. tafla. Losun úr forða, kg N/ha, í tvenns konar
jarðvegi á Korpu ftá sáningu til 15. ágúst sam-
kvæmt mælingum í rannsóknarstofú, reiknað með
jafnri losun en háð hita.
Sáning Dagar Losun í mel Losun í mýri
18.4.2000 119 32,3 75,5
18.4. 2001 119 31,9 74,6
10.5. 2001 97 27,7
13.5. 2001 94 63,0
1. mynd. Laust nitur í mýraijarðvegi við stöðluð skilyrði á
rannsóknarstofú og mat á losun í jarðvegi samkvæmt þessum
mælingum.