Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 181
179
SÁÐMAGN
120 kg fræ/ha gefa um 1100-2000 plöntur/m2. í svo þéttri sáningu greinist plantan ekki. Ef
sáðmagn er aukið vex hætta á legu, þar sem plöntur verða veikari. Þar sem ræktun er í lagi
leggst plantan ekki, en ef hún leggst er líklegt að hún verði ekki til nytja. Ef sáðmagn er
minnkað og hver planta fer að hafa mikið rými fer plantan að greinast niður við rót og það
spillir þræðinum.
ILLGRESI
Lín er ífekar lengi að mynda þéttan svörð og þolir illa illgresi. Lín þolir hins vegar illgresis-
eyðinn linuron (verslunarheiti er Afalon) sem fellir nærri allar aðrar einærar plöntutegundir.
Það er því hægt að úða ef einært illgresi er í akrinum. Nota þarf 1-2 lítra af Afaloni á hektara
ÁBURÐARGJÖF - pH
Við áburðargjöf má miða við að notaður sé um hálfur til 2/3 túnskammtur af nítri (N) og kalí
(K) og fullur skammtur af fosfór (P). Hver túnskammtur er háður ræktunarsögu spildunnar og
fijósemi. í flestum tilfellum er fullur áburðarskammtur á lín um 65 kg af N, 30 kg af P og 60
kg af K. Þessu má t.d. ná með því að bera á 450 kg af Græði 5 á hektara. Sýrustig (pH) í jarð-
vegi á að vera milli 6 og 7.
NÆTURFROST
Næturfrost að hausti hefur lítil sem engin áhrif á línið. Lín getur því staóið í akrinum fram í
október ef veður leyfir það að öðru leyti.
UPPSKERUTÍMI
Við sáningu í maíbyijun má búast við blómgun í seinni hluta júlí. Plöntur eru komnar með
sterka þræði 30-40 daga eftir fullblómstrun. Rykkja má hvenær sem er eftir það. Við rykk-
ingu er plantan dregin upp úr moldinni, en ekki slegin. Ef seint er rykkt má búast við að fræ
hafi þroskast og fræ má þá hirða.
VINNSLA
Rykkilínið fer eftir upptöku í vinnslu, sem miðar að því að fjarlægja öll plöntulífffæi utan af
trefjaþráðunum sem liggja í búntum innan í stönglinum.
Vinnsluferlar eru: feyging, þar sem plöntuhlutar fúna utan að þráðunum. Þetta er nokkuð
nákvæmur ferill, því að þræðimir sjálfir mega ekki funa. Þekktar feygingaraðferðir em
vallarfeyging, þar sem línið liggur um tíma á velli eftir rykkingu, og vatnsfeyging, þar sem
línið er feygt í volgu vatni. Eftir feygingu er línið þurrkað og brákað, þar sem plöntuhold er
mulið utan af þráðunum.
Síðan þarf að kemba þræðina, sem eftir það em hæfir í spuna.
NOTKUN
Lín er nokkuð notað í ýmiss konar listiðnaði, en aðalmarkaður líns er hins vegar sem hráefni í
vefnað, spunalín, t.d. í líndúkum, svo og í svokallaðan flóka, en þar em línþræðir ekki spunnir
saman heldur þæfðir og pressaðir saman í ýmiss konar form.