Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 182
180
RRÐUNRUTfifUNDUR 2003
Augnblettur í byggi á íslandi
Jónatan Hermannsson og Halldór Sverrisson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
YFIRLIT
Sveppasjúkdómur af völdum sníkjusveppsins Rhyncosporium secalis hefúr orðið áberandi í byggökrum sunnan-
lands nú hin síðari ár. Árin 2000-2002 voru gerðar fimm tilraunir á Tilraunastöðinni á Korpu til þess að mæla
tjón af völdum hans og leita leiða til að vinna bug á sjúkdómnum. Uppskerurýmun af völdum sveppsins, mæld í
fjórum tilraunum á mýrlendi, reyndist 24% í sexraðabyggi (10 hkg þe./ha), en 11% í tvíraðabyggi (4 hkg þe./ha).
í einni tilraun á mel reyndist uppskerurýmun um það bil helmingi minni. Úðun með kerfisvirku sveppaeitri
reyndist fullnægjandi vöm. Önnur leið er að nota bygg einungis í sáðskiptum við annan gróður.
INNGANGUR
Heilsufar á byggi er að jafnaði gott hérlendis miðað við það sem annars staðar gerist. Einn
sjúkdómur hefur þó náð hér fótfestu og veldur orðið talsverðu tjóni, þar sem bygg er ræktað
ár eftir ár á sama stað. Hann hefur hlotið nafiiið augnblettur. Á norsku heitir hann grá
ojeflekk, á sænsku sköldflácksjuka, á dönsku skoldplet og á ensku scald eða leaf blotch. Sjúk-
dómnum veldur sveppur, sem nefnist á latínu Rhyncosporium secalis og leggst einkum á bygg
og rúg. Annar sveppur, náskyldur, er til hérlendis og leggst á sveifgras og vallarfoxgras.
Smitefiii berst til landsins í smáum stíl með sáðkomi, einkum ef það er ekki meðhöndlað
með sveppaeyðandi efhum. I ökrum á nýju landi koma af þeim sökum ffam fáeinar stakar
smitaðar plöntur. Sveppþræðir vaxa inni í sýktum plöntum jafnótt og þær teygja úr sér. Ein-
kenni koma í ljós um skrið. Þá myndast grábrúnir blettir, dökkir á jaðrinum, á yfirborði
blaðanna. í blettunum myndast gró sveppsins og þau berast um akurinn i hlýju votviðri.
Sveppurinn býr um sig á blöðum nýsmitaðra planta og verður þar gróbær, en virðist ekki
komast inní stöngulinn og veldur því ekki teljandi tjóni á fyrsta ári, þrátt fyrir áberandi ein-
kenni á blöðum oft á tíðum.
Smitefnið lifir yfir veturinn í hálmleifum í akrinum. Að vori smitar það smáplöntur við
snertingu strax eftir spírun. Tilraunir hér á landi hafa sýnt að ekki er mælanleg uppskeru-
rýmun af völdum sjúkdómsins fyrstu tvö árin sem kom er ræktað í nýju landi. Fyrsta árið er
þá enginn hálmur í akrinum og annað árið hefur hann verið plægður niður. Á þriðja ári virðist
akurinn hins vegar fullsmitaður. Ástæðan gæti verið sú að þá hafa hálmleifar ffá fyrsta ári
komið upp við plægingu. Sé þetta rétt verður að gera ráð fyrir því að smitefnið lifi meira en
eitt ár í jörðu.
Smáplanta, sem vex í smituðum akri, tekur upp smit strax eftir spírun. í slíkri plöntu vaxa
sveppþræðimir innan í stönglinum og teygja sig út í blöðin. Blettir koma á blöðin, eins og
áður er lýst, og á hálfum mánuði sviðna þau og visna. Blettir koma venjulega líka á stöngul
og títu. Þar með tapast tillífunarvefur í ótíma og ffamleiðsla á líffænu efni verður minni en
efiii stóðu til. Auk þessa éta sveppþræðimir stöngulinn upp innan ffá. í ágústlok hefur hann
misst alla burðargetu og komið leggst kylliflatt. Þá tekur fyrir vökvastreymi upp stöngulinn
og mötun komsins hættir þar með.
Þessi sveppasýking hefur víða verið áberandi í ökmm um sunnanvert landið. Sjúk-
dómurinn hefur fyrst og ffemst verið rannsakaður á Korpu og þar er hann atkvæðamikill. Ekki