Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 185
183
RÁÐUNAUTflFUNDUR 2003
Áhrif sláttutíma og sláttuhæðar á endingu og uppskeru vallarfoxgrass
Þóroddur Sveinsson
Rannsóknastofnun landbúnaöarins, Möóruvöllum
YFIRLIT
Gerð var flögurra ára tilraun á Möðruvöllum til að meta áhrif sláttutima og sláttuhæðar á endingu og uppskeru
vallarfoxgrass. Sláttutímar fyrri sláttar voru 3 með 14 daga millibili (SLl, SL2, SL3) og sláttuhæðir vom tvær,
4,0 (±0,2) sm (L) og 6,8 (±0,2) sm (H). Sláttutími seinni sláttar var í 3 af 4 árum sá sami fyrir alla liði. Heildar-
þurrefnisuppskeran var mest við seinasta sláttutímann (SL3), eða 83 hestburðir, og minnst við fyrsta sláttu-
tímann (SLl), eða 76 hestburðir. Sömuleiðis var meiri þurrefnisuppskera við litla sláttuhæð (L) miðað við mikla
sláttuhæð, eða 82 hestburðir annars vegar og 78 hestburðir hins vegar. Ef heildaruppskeran er talin í fóður-
einingum (FEm/ha) var ekki marktækur munur á milli sláttutima og sláttuhæða í þremur árum af fjórum. Gæði
fóðureininganna (fóðurgildi) vom hins vegar mismunandi eftir sláttutímum. Mest var meðal fóðurgildið við
fyrsta sláttutímann (SLl), eða 0,82-0,88 FEm/kg þe., og minnst við seinasta sláttutímann (SL3), eða 0,68-0,73
FEm/kg þe. Sömuleiðis var meðalfóðurgildið hærra við mikla sláttuhæð (H) miðað við litla sláttuhæð (L), eða
0,79 FEm/kg þe. annars vegar og 0,75 FEm/kg þe. hins vegar. Mikil sláttuhæð (H) í fyrri slætti jók marktækt
endurvöxt á milli slátta samanborið við litla sláttuhæð (L). Sláttutíminn hafði afgerandi áhrif á endingu
vallarfoxgrassins. Arleg þekja vallarfoxgrass minnkaði sem svaraði um 8,9 prósentustig við SLl, 4,6 prósentu-
stig við SL2 og 1,0 prósentustig við SL3. Sláttuhæð hafði ekki marktæk áhrif á endingu.
INNGANGUR
Fjöldi tilrauna sýna að sláttutími heíur afgerandi áhrif á endingu vallarfoxgrass. Því fyrr sem
það er slegið, því skemur endist það. Bændur hafa þess vegna verið hvattir til þess að slá
ffekar seint, en þó eigi síðar en við miðskriðtíma vallarfoxgrass ef nást eigi viðunandi hey-
gæði. Með því er fullyrt að ná megi hámarksuppskeru, ágætum gæðum og þokkalegri
endingu. Tilraun á Möðruvöllum hefur þó sýnt að fóðrunarvirði vallarfoxgrass á miðskriðtima
er töluvert lægra en fóðrunarvirði vallarfoxgrass sem slegið er fyrir skrið. Um áhrif sláttu-
hæðar á endingu og uppskeru vallarfoxgrass hér á landi er hins vegar lítið vitað. Uppi hefur
verið sú kenning að hægt sé að auka endingu og endurvöxt snemmslegins vallarfoxgrass með
því að slá „loðið“, þ.e. með því að auka sláttuhæðina. Um nokkurt skeið hafa þvi bændur í
sumum héruðum landsins verið hvattir til þess að slá vallarfoxgrasið fyrir skrið og í góðri
sláttuhæð. Markmið þessa verkefnis var að sannreyna þessa kenningu en jafnffamt að skoða
samspilsáhrif sláttutíma við sláttuhæð og áhrif þessara þátta á uppskeru og gæði hennar.
EFNI OG AÐFERÐIR
Staður og tilraunauppsetning
Tilraunin var lögð út vorið 1999 í norðausturenda Efstmnýrar á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Efstamýrin á þessum stað hafði þá yfir 90% vallarfoxgrasþekju. Vallarfoxgrasstofiiinn var
Adda sem sáð var með grænfóðurbyggi vorið 1996. Sumarið 1997 var Efstamýrin slegin 7.
júlí og háin var beitt mjólkurkúm ffam á haust. Sumarið 1998 var Efstamýrin slegin 1. júlí og
há slegin 25. ágúst.
Hver tilraunareitur var 2x6 metrar og reitir alls 18. Reitunum var skipt upp í 3 blokkir
(endurtekningar). í hverri blokk voru þrír sláttutímar (SLl, SL2, SL3) og tvær sláttuhæðir (L,
H) og tilraunaliðir því 2x3=6.