Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 190
188
RflÐUNRUTRFUNDUR 2003
Áhrif sláttar á endingu og uppskeru alaskalúpínu
Hólmgeir Bjömsson og Sigríður Dalmannsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
YFIRLIT
Alaskalúpína var ræktuð í pottum og gróðursett til að fá jaíht tilraunaland. Uppskera lúpínu ofanjarðar og þungi
róta var mældur ofl á sumri frá 1998 til 2000 og árið eftir voru mæld áhrif sláttar á uppskeru. Heildarþungi
lúpínu fór vaxandi á tímanum. Sláttur dró úr uppskeru árið eftir og lúpínan lifði illa ef slegið var fyrir miðjan
ágúst.
INNGANGUR
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er mikilvæg landgræðsluplanta og hefiir breiðst mikið út
um landið á fáum áratugum. Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar á alaskalúpínu og hafa
niðurstöður m.a. birst sem Fjölrit RALA nr. 187 og 207. Hún tekur öðrum belgjurtum langt
íram um grósku við fjölbreytileg skilyrði hér á landi. Eins og eðlilegt má telja hafa menn
fengið augastað á þessari tegund sem nytjajurt, m.a. vegna þess hve hún þrífst víða vel á
snauðum jarðvegi. Hún myndar mikinn lífmassa og algengt er að ofanjarðarhlutar lúpínu séu
4-8 t þe./ha (Sigurður Magnússon o.fl. 2001). Sá hængur er þó á að tegundin þolir illa slátt og
hún er rík af beiskjuefnum, sem eru nokkuð eitruð, og því að jafnaði óhæf til beitar eða fóðurs
nema í litlu magni. Vinnsla þessara beiskjuefna er þó einmitt meðal þeirra hugmynda sem eru
uppi um hagnýtingu lúpínu.
LÝSING TILRAUNA
Vorið 1998 voru undirbúnar tilraunir í þeim tilgangi að mæla vöxt alaskalúpínu og getu
hennar til að gefa uppskeru oftar en einu sinni. Með því átti að leggja nokkum grunn að
áætlunum um nýtingu hennar. Reynslan hefur sýnt að náttúmlegar lúpínubreiður, sem hafa
vaxið upp af fræi, em oftast ójafnar og henta því illa til uppskemmælinga og tilrauna. Því var
lúpínu sáð í potta í gróðurhúsi og plöntumar gróðursettar með 33 sm bili í tilraunaland á
Korpu og á Geitasandi. Einnig var sáð í tilraun með mismunandi þéttleika á Geitasandi og
árið eftir var gróðursett með 33x50 sm bili í tilraun á Geitasandi þar sem gera á áburðartil-
raun, en hún er ekki hafín nema að litlu leyti. Niðurstöður birtast árlega í tilraunaskýrslum
jarðræktarsviðs Rala og er framkvæmd þeirra einnig lýst. Hér er einkum sagt frá niðurstöðum
skammtimatilrauna á smáreitum. Einnig vom undirbúnar tilraunir á stærri reitum þar sem
uppskera er mæld í nokkur ár. Er þeim ekki lokið.
Uppskera var mæld á smáreitum (1 m2) með 9 plöntum hver. Reitir vom klipptir með
hálfs mánaðar bili frá 7. júlí 1999 og nokkm sjaldnar sumarið 2000. í sumum reitum vom
rætur grafnar upp, þvegnar og magn þurrefhis mælt, en í öðmm reitum var endurvöxtur
mældur og rætur grafhar upp, ýmist sama haust (1999) eða vorið eftir og einnig haustið 2000.
Þá vom einnig mældir reitir sem ekki hafði verið hreyfl við áður (viðmiðun). Endurtekningar
á hverri meðferð vom fjórar, alls 36 meðferðarliðir. Einnig em sýndar niðurstöður mælinga
sem gerðar vom í níu endurtekningum á stökum plöntum sumarið sem þær vom gróðursettar,
þ.e. 1998. Lúpínan var klippt í um 10 sm hæð. Ofanjarðarhlutum var skipt í stöngul og blóm
og neðanjarðarhlutum í stöngul og rætur, en ekki er gerð grein fyrir niðurstöðum þeirrar
skiptingar hér.