Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 192
190
Fjöldi stöngla
Stönglar voru taldir á öllum reitum um leið og
uppskera var tekin 2000 og 2001, sjá 4. mynd.
Á reitum þar sem plöntur lifðu illa voru fáir
stönglar á plöntu. Sýnir það að sumar þeirra
voru í lélegu ástandi eins og plöntudauði ffá
vori til hausts sýndi. Þótt plöntur, sem klipptar
voru 18. ágúst 1999, lifðu flestar (2. mynd)
voru stönglar ámóta fáir og á reitum þar sem
fáar plöntur lifðu, enda voru þær mun léttari
en á reitum sem voru klipptir seinna (3.
mynd). Stönglar vom færri að hausti en vori á
reitum sem voru klipptir seint árið 1999.
Munurinn er þó ekki marktækur á viðmiðunar-
reitum og ekki var skýr tilhneiging til að
stönglum færi fækkandi er leið á sumarið 2000
þegar reitir voru klipptir í fyrsta sinn (ekki
sýnt). Stönglum fjölgaði ffá 2000 til 2001.
UMRÆÐUR
Gróðursetning lúpínu til að fá jafnt tilraunaland gafst vel í fijósömu landi á Korpu. Á Geita-
sandi var lúpína einnig gróðursett vorið 1998. Tilraunalandið var í fyrstu jafht, en þó þurfti að
gróðursetja í eyður vorið 1999 þar sem plöntur höfðu drepist. Hins vegar kom f ljós sumarið
2001 að plöntumar voru settar of þétt og hætti lúpínan að þrífast þegar kom ffam í júlí, einnig
þar sem vaxtarrýmið er 50x50 sm. Líkleg ástæða er þurrkatíð í júní og ffam eftir júlí. Lúpínan
virðist þurfa mikið vaxtarrými og þola illa samkeppni við slíkar aðstæður. Lúpínan rétti ekki
við sumarið 2002. Lúpína, sem gróðursett var 1999, er í óffjósömu landi sem var áður gróður-
snautt. Þar vom plöntur enn nokkuð smáar sumarið 2002 og var ekki að sjá að samkeppni
væri farin að há þeim. Lúpínu var einnig sáð sumarið 1998, bæði á Korpu og á Geitasandi, í
von um að með því gæti fengist nothæft tilraunaland. Spíran var léleg, einkum á Korpu, og
þar stóðst lúpína, sem óx upp af ffæi, ekki samkeppni við annan gróður sem kom upp. Á
Geitasandi hafa einstaka plöntur náð að verða vöxtulegar, en lúpínan er allt of gisin til að
henta vel til tilrauna.
Plöntur alaskalúpínu stækka með aldri, það sýnir bæði talning stöngla og mæling á
þunga. Er það í samræmi við niðurstöður Borgþórs Magnússonar o.fl. (1995). Þar vora ein-
stakar plöntur þó stærri og níu ára plöntur voru komnar með 90 stöngla að meðaltali, enda er
vaxtarrými í lúpínubreiðum yfirleitt ekki eins takmarkað og í ræktuðu tilraunalandi.
Þær niðurstöður, sem hér eru sýndar, sýna að hægt er að slá lúpínu aftur seinna ef hún er
ekki slegin fyrr en um miðjan ágúst. Léleg lifun lúpínu, ef snemma er slegið, hefúr komið
ffam áður (Bjami D. Sigurðsson o.fl. 1995). Niðurstöðumar sýna að erfitt er að hagnýta
lúpínu á þeim tíma sumars sem vöxtur er ör og vænta má að hún innihaldi mest af verð-
mætum efhum. Niðurstöður efhamælinga eru þó allt of takmarkaðar til þess að hægt sé að
meta áhrif uppskeratíma á gæði uppskera (Borgþór Magnússon og Bjami D. Sigurðsson
1995, Jóhann Þórsson og Kristín Hlíðberg 1997). Sýni úr þeim tilraunum, sem hér er sagt ffá,
hafa verið möluð og bíða efnagreiningar.
Alaskalúpina safnar lífmassa með áranum, bæði í stönglum að sumrinu og neðanjarðar í
rótum og stöngulhlutum sem varðveita forða milli ára. Þegar lúpínuakur er skorinn stöðvast
FJÖIdi stöngla á plöntu
1999 2000
Dagsetning fyrsta sláttar
4. mynd. Fjöldi stöngla á plöntu. Til vinstri er
talning vor og haust 2000 á reitum sem voru
slegnir 1999 og til hægri talning vorið 2001 á
reimm sem voru slegnir 2000. Til samanburðar
eru viðmiðunarreitir sem ekki höfðu verið slegnir.
Staðalskekkja mismunar er að nokkru háð fjölda
og er ffá 2,1 til 3,9 þar sem stöngulfjöldinn er
meiri en 10.